Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Alltaf leggst manni eitthvað til.....
30.10.2008 | 17:24
Enn eitt árið færðist yfir mann í gær og fór það nokkuð ljúflega yfir alla vega var ég ekki mikið vör við aldurshækkunina.... ég hellti uppá könnuna og sletti í nokkrar kökur.... það komu þó nokkrir við og fengu sér kaffisopa og var það mjög ánægjulegt.....það er nú þannig að maður þarf eiginlega að hafa eitthvert tilefni til að drífa sig í að hóa í fólki saman.....og þá er nú gott að það er allavega eitt afmæli á ári hjá heimilismeðlimum sem hægt er að nota....svo þarf maður bara að fara að búa til aðstæður ....það er jú þannig að maður er manns gaman....
Dagurinn var nú ekki búin þegar gestir fóru að tygja sig heim því Ólöf var búin að vara að kvarta um verk í fætinum yfir daginn og var ég nú ekki að gera mikið úr því þó hún hefði fengið blöðru undan íþróttaskónum....þetta gæti nú ekki verið svona vont... ....þetta er nú svolítið líkt mömmu minni...henni fannst ég nú svolítil óhemja þegar ég var krakki.... jæja um ellefu leitið í gærkveldi fer ég nú að skoða þetta... þá var hún búin að fá að fara í fótabað og var áfram að barma sér.....þá sé ég að það eru að myndast rákir upp eftir ristinni á henni svo ég ákveð að fara með hana á slysadeildina.. þar kom í ljós að komin var ígerð í fótinn og sogæðasýking.... ákveðið var að setja upp nál hjá henni og gefa henni sýklalyf í æð auk þess að skera í sýkinguna.....þannig að þessi ferð var nú ekki beint notaleg.......þurfti mikið að stinga hana því ekki fundust æðar....þær hreinlega hlupu undan ....en það tókst að lokum ...við komum heim um kl. 02.00 í nótt og áttum að mæta aftur í lyfjagjöf kl. 08.00 í morgun og svo förum við aftur kl. 14.30 þá á að meta hvort hún getur farið yfir á inntökulyf... þannig að við vorum lítið sofnar í nótt og ákvað ég að vera með henni heima í dag...... það er nú langt síðan ég hef verið heima yfir veiku barni...en það geta komið svona atvik og þá gerir maður það sem þarf, ..þó barnið sé orðið "stórt".
Ég hef verið að fylgjast með ferðum Gulla og Bryndísar á Nýja Sjáland og eru þau nú á viku ferðalagi með Nonna bróður Bryndísar um suður hluta Nýja Sjálands og virðist vara margt að sjá og spennandi staðir að skoða....það verður gaman að sjá myndir frá ferðinni þegar þau koma heim en það verður ekki fyrr en 17 nóv. en Gulli á annars afmæli á morgun 31 okt. þá verður hann 49 ára gamall ....skrítið litli bróðir minn að nálgast 50 árin....
Fórum á slysadeildina um 14.30 og komum þaðan nú um fimm leitið, ekki losnaði Ólöf við nálina heldur þarf hún að koma kl. 23.00 í kvöld og svo aftur í fyrramálið um kl.8.00 þá verður metið hvort hún losnar við nálina en þetta er samt á góðri leið......
Brosum það er frítt..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er að koma ein enn helgin......
23.10.2008 | 20:16
þessi vika hefur liðið ansi hratt .....það verða komin jól áður en við snúum okkur við.......það var gott viðtalið við konuna frá lýðheilsustöð í morgun...hún sagði sögu af dóttur sinni ....sem hafði áhyggjur af jólunum......af því þetta yrðu kreppu jól og því ekkert hægt að gera.......hún settist niður með dóttur sinni og fór yfir, hvað það væri sem dótturinni þætti mikilvægast á jólunum...... og viti menn stúlkan taldi upp allt sem tilheyrði hefðum fjölskyldunnar...að baka.....að spila....fá kakó....og vera með fjölskyldunni .....eitthvað var týnt meira til ...og móðurinni tókst að sannfæra dótturina að jólin muni koma með öllu eins og venjulega............. Þetta er nú það sem ég upplifi líka með mín börn þó einungis eitt sé eftir heima í dag, þá eru það hefðirnar og fjölskyldan sem skipta máli í hugum þeirra og að halda hlutunum nokkurn vegin í föstum skorðum jól eftir jól..... laufabrauð...brúnu augun (smákökur) ..allir saman...keyra út jólagjafir....og svo er lengi hægt að telja.....s.s. þegar upp er staðir eru gjafirnar ekki aðalatriðið heldur ramminn og hefðirnar sem fjölskyldan hefur skapað sér í gegnum árin....... Ólöf hefur allavega ákveðið að hún ætlar að hafa ALLA heima hjá sér....... eða þannig ....hún þarf samt að gera sér grein fyrir því að nú deilum við bræðrunum alla vega með fleirum....
Ég var að tala við Þórð í gær og er allt gott að frétta af honum.....leiksýningin sem leikhópurinn hans setti upp í haust verður sýndur í Silkiborg, Álaborg og Árósum helgina 25-27 nóv...og þau munu fá greidd einhver laun fyrir ....mikill fögnuður hjá þeim með það.....
Nú er bara rúm vika í að Palli og Herdís fari vestur ......ekki eru gæfulegar fréttirnar að vestan í dag....brjálað veður ...snjóflóðahætta og rafmagnsleysi.....en ég man nú svo sem eftir svona veðrum þegar ég bjó fyrir vestan sem krakki og ekki truflaði það mann þá ... en líklega og vonandi verður þokkalegt veður um næstu helgi svo þau komist vestur með dótið sitt.....
En orð dagsins: - Enginn getur látið þér finnast þú minnimáttar, án þíns samþykkis..- þetta eru nú nokkuð góð orð og verðug til umhugsunar...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ.... það er gott að það er komin helgi.......
17.10.2008 | 22:55
Maður er bara þreyttur eftir þessa viku.....það hefur verið erill í vinnunni og ég er ekki frá því að einhver ókyrrð sé í loftinu í kringum börnin ......þau eru alveg ótrúlega næm á líðan þeirra sem eru í kringum þau ....þó svo maður haldi að maður sér að halda börnunum utan við það sem er að gerast á Íslandi í dag... En að sjálfsögðu eru allir að gera sitt besta og halda sinni "rútínu" það er bara það sem okkur ber að gera....
Við höfum verið að fylgjast með Gulla og Bryndísi á ferð sinni til Nýja Sjálands, þau hafa komið sér upp bloggsíðu og sett þar inn myndir og það er eins og maður sé á ferðalagi með þeim Þau hafa verið í Hong Kong í 3 daga og skoðað sig um en eru nú á leiðinni til Nýja Sjálands það tekur um 10 tíma í flugi og síðan 1-2 tíma í innanlands flugi, þannig að líklega verða þau orðin þreytt þegar komið verður á leiðarenda í nótt
Við höfum verið að tala við Þórð í Danmörku, hann lætur vel af sér, ekki orðið fyrir neinu aðkasti Hann hitti Hafliða og Guggu í dag, en þau eru í helgarferð í Köben, ég frétti af því að þau hefðu mætt vorkunn á smörrebröðsstofu í dag en ekki verið kastað út fyrir það eitt að vera íslendingar
Velgengni.is hefur sent mér heilræði og hvatningarorð á hverjum degi, þessi orð hitta í mark og vekja mann til umhugsunar, þau eru jákvæð, hvetjandi og uppbyggjandi, ég hef sett þessi orð upp á töflu fyrir allt starfsfólk frá því í fyrravetur og það er bara orðið hluti af dagsverkunum að skoða þessar sendingar. Í ástandi eins og gengur yfir þjóðina núna þá er þetta mannbætandi og hvetjandi til að takast á við dagana og lífið.
Látum gott heita í dag "gangið hægt um gleðinnar dyr"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Róleg og fín helgi ......
12.10.2008 | 23:07
Nonni og Tedda komu hér á föstudagskvöldið og við spiluðum kana sem við Steini höfum ekki spilað í mörg ár held ég..... annars spiluðum við mikið í gamla daga..... þegar krakkarnir voru litlir og maður komst ekki mikið frá ....þá fékk maður vini í heimsókn og það var spilað.....kannski að slíkir tímar séu að koma aftur.....þ.e. að maður gefi sér tíma t.d til að spila.....
Á laugardaginn var svo farið í pönnukökur til mömmu og pabba og þar hittum ég hluta af fjölskyldunni ......en ég þurfti að fara tiltölulega snemma því að ég fór á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar.....alveg frábærir tónleikar......ég skemmti mér frábærlega .....hefði helst viljað dansa og syngja með.....mér fannst allt í einu boðskapur margra lagana hitta svo gjörsamlega í mark á þeim tímum sem við erum að ganga í gengum...og ég er viss um að ég kom betri manneskja út af þessum tónleikum .......og bara takk fyrir þetta framtak. Þegar tónleikum lauk þá var komið að afmæli Nonna mágs.....hann boðaði til "sammenkomst" fyrir vini og ættingja og var það mjög gaman....og við komum ekki heim fyrr en um miðnætti........ Síðan hefur sunnudagurinn liðið í rólegheitum....Ólöf fór að leika í þjóðleikhúsinu og við skruppum til Gulla og Bryndísar og skoðuðum allt það sem þau eru búin að gera ......nýja eldhúsið ...allar nýju hurðirnar....húsbúnað og fl. og svo auðvitað til að kveðja þau ....en þau eru að leggja af stað til Nýja Sjálands í fyrramálið ....þar ætla þau að vera hjá bróður Bryndísar í mánuð.......
Nú er það klárt að Palli og Herdís flytja Vestur á Ísafjörð 31 okt. þau hafa verið á fullu við að útvega sér það sem þau vantar af húsbúnaði og hefur það gengið vel hjá þeim....meira að segja þau eru komin með jeppa til afnota fyrir vestan....því Skodinn er ekki vænlegasti bíll til afreka í snjó. Annars er bara tilhlökkun komin í krakkana að fara vestur.
Það er allt gott að frétta af Þórði....fjármálakreppan á Íslandi kemur ekki svo mjög við hann því hann er að vinna með skólanum úti og hefur sínar tekjur í dönskum krónum......annars hefur verið mikið að gera hjá honum...leiksýningarnar voru teknar upp aftur og hafa gengið frábærlega ...... Þórður sagði að þau hefðu verið að sýna fyrir fullu húsi og fólk hefði staðið upp í lok sýningar og klappað fyrir þeim ...... nú er von um að þau fari með þessa sýningu í skóla í Danmörku og þá er líka von um að fá einhverja peninga fyrir sýningar.....við vonum bara að það gangi eftir.
Segjum þetta gott í kvöld og góða nótt til ykkar allra "Verið góð hvert við annað"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin heim í heiðardalinn........
9.10.2008 | 20:07
Þá erum við komin heim og ósköp er nú alltaf gott að koma heim ....þrátt fyrir allan darraðar dansinn í þjóðfélaginu..... Ferðin heim gekk vel og var mun þægilegri en ferðin út...við flugum með "Trabant" út, en fengum góða vél og nýju sætin á leiðinni heim...ekki hægt að leggja að jöfnu. Nú eru reikningarnir úr þessari litlu verslun sem gerð var að berast okkur og auðvitað á hæsta genginu eða kr. 166- pr.dollar... en við munum þola það...þó lítið hafi farið fyrir því að versla á útsölum... ....Það var erfitt að vakna í morgun... en það hafðist og var ég í vinnunni til kl. 19.00 þurfti bæði að fara inn á deild og vinna síðan upp uppsöfnuð verkefni .....en nú er ég komin heim og ég held að ég fari snemma að sofa í kvöld....
En í ljósi aðstæðna í landinu í dag þá munið "Aðgát skal höfð í nærveru sálar"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur 10 og 11.mánudagur og þriðjudagur......við erum bara í hálfgerðu losti hér..
7.10.2008 | 12:41
...að fylgjast með fréttum að heiman.... Annars fórum við í góðri trú til Syracuse til að versla svolítið í gær.....gengið virtist þolanlegt þá ....en eftir að skoða stöðu gengismála í dag þá hef ég grun um að það sem verslað var í gær hafi farið inn á vísagengið kr. 166 á dollara sem er komið í dag...arg arg ..arg..og við eigum eftir að ganga frá bilaleigubílnum og hótelinu.....en svona er þetta og við ætlum okkur að koma heim....og því er best að borga..hvað sem manni finnst um hlutina....
Annars áttum við notalega kvöldstund með mom og dad á Cold Brook í gærkveldi....borðuðum dádýrakjöt og bláberja og epplapæ..... mom gerir alveg snilldar pæ...en Ólöfu finnst orðið nóg um þetta pæ það hefur verið á borðum 4-5 sinnum í ferðinni og það er ekki í uppáhaldi hjá henni ..... Heidi og Matt fara líka í dag þau eiga flug m kl. 14.00 (18.00) og við um kl. 15.15(19.15) nú erum við á leið í morgunmat og klára að ganga frá svo við kveðjum að sinni sjáumst eða heyrumst á morgun...
Kveðja frá öllum í USA
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagur 8 og 9 Laugardagur og Sunnudagur......gengið hefur á ýmsu ....
6.10.2008 | 02:15
Það hefur ekki verið gæfulegt upplitið á fólkinu í dag sunnudag.... Það hófst með því að Daníel fór að kvarta um í maganum um miðjan dag í gær (laugardag) við héldum okkar áætlun og fórum til Kim og fjölskyldu í gærkveldi .......þar byrjaði Daníela að kasta upp...síðan fór Ólöf að kasta upp....svo við fórum heim.. mér var farið að líða illa svo það var ekki um annað að ræða en að drífa sig heim......kvöldið hafði annars verið mjög gott....þegar við komum upp á hótel þá byrjar ballið ....Ólöf var að æla til kl. 02 um nóttina ......hefur verið í lagi síðan....Daníel var í alla nótt að æla ......en er orðin góður núna .....en ég hef verið bara hundveik síðan í gærkveldi þá byrjaði ég á uppköstum og var ælandi í alla nótt og ekki nóg með það að það kom hina leiðina líka.....þannig að ég hef ekki reyst höfuð frá kodda í allan dag ...sofið og er nú að skríða saman ......Steini og Þyri hafa líka fengið velgju og vanlíðan en ekki eins og við hin þrjú.... Við vorum búin að ákveða að fara og skoða Nigera Falls en við slepptum því að sjálfsögðu í dag svo það verður ekki í þessari ferð... En nú eru allir að skríða saman og á morgun (mánudag) ætlum við að fara til Syracuse og versla ...Þyri ætlar líka að kíkja við hjá fólki sem hún þekkir þar..
En snúum okkur að laugardeginum ....við gerðum nú ýmislegt þrátt fyrir að endirinn á deginum væri ekki í okkar anda...við fórum á graskerahátíð sem haldin er hér í Cortland þessa helgi... það var verið að keppa um stærsta graskerið ... keppni um graskerarétti.....alskyns sölutjöld með heimagerðum varningi...skemmtiatriði s.s sekkjapípuleikur og dansar frá Skotlandi, dixiland músík og fl. ...og leiktæki fyrir börn......það var gaman að sjá þetta........ Þaðan fórum við upp á Col Brook því við ætluðum upp í skóginn og grilla pylsur og sykurpúða...við fengum okkur göngu uppeftir en mom og dad fóru á bílnum og leyfðu krökkunum að sitja á pallinum...eins og þau gerður fyrir 10 árum og að sjálfsögðu fór Steini með þeim ......þegar við hin komum uppeftir þá var dad búin að kveikja upp eld......við grilluðum og sungum aðeins...en svo þurftum við Steini að fara að gera okkur klár því við áttum að mæta hjá Kim kl. 17.00......Daníel vildi koma með okkur svo við fórum 4 þangað.....Kim og Steini voru vinir þegar hann var hér og konan hans Beth var í bekk með þeim....Kim er leikstjóri og kennari i leiklistarsögu við Cortlans college.......þegar við vorum hér fyrir 10 árum voru þau ný búin að kaupa hús sem er í elsta hluta Homer....síðan þá hafa þau verið að gera það upp og það er gríðlega vinna sem þau eru búin að gera og mikið eftir......Húsið er 190 ára gamalt og er..... 600 fermetrar á tveimur hæðum... þau eru að mestu búin með neðri hæðina og hluta upp..... en það sem vakti athygli mína var að það var óskaplega kalt uppi....það er vegna þess að þau kynda bara uppi ef einhver er þar ......en hafa svo slökkt á hitun á nóttunni....það er svo óskaplega dýrt að hita allt þetta hús.......en það er að verða mjög fallegt hjá þeim.. Við boðruðum hjá þeim og spjölluðum en síðan var heimsóknin endasleppt eins og fyrr hefur komið fram.....
Veðrið var fallegt í gær farið að kólna og var héla á jörðu þegar við vöknuðum ...trén hafa líka breytt um lit síðan við komum hér ...... ég held að ég láti þetta vera gott í bili og þrátt fyrir að við höfum lítið gert annað en að sofa í dag þá er ég að hugsa um að fara að sofa aftur..og vera hress í fyrramálið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 7 Föstudagur......við höfum átt frábæran dag í dag....
4.10.2008 | 03:31
Við höfum ekki verið að flýta okkur á morgnanna og þessi morgun var engin undantekning á því .....borðuðum og spjölluðum en síðan skruppum við Steini og Þyri í smá verslunarleiðangur vegna matarveislu kvöldsins......við skruppum á grænmetismarkaðinn og náðum okkur í ferskt grænmeti ...og Steini og Þyri smökkuðu ýmsar ostategundir ...þau ákváðu að taka nokkra osta með heim.. ...Við fórum síðan í súpermarkaðinn og þar fundum við ýmislegt sem vantaði til viðbótar ásamt því að við fundum ýmislegt til heimilisins sem við ætlum að taka með heim..... krakkarnir nenntu ekki með okkur svo þau voru bara heima á hóteli og skemmtu sér í tölvunum sínum.....Við fórum síðan til mom og dad með innkaupinn .....þegar við komum þangað var pakkinn hans Palla komin þangað og enginn vissi almennilega hvað þarna var á ferðinni.....svaka stór kassi með tveimur litlum kössum innan í..........jú þarna voru komnir aukahlutirnir við robot ryksuguna hans Palla .....við eigum bara eftir að finna út hvernig við pökkum þessu niður.......jæja við fórum síðan og sóttum krakkana og fengum okkur smá í svanginn, keyrðum síðan um bæinn....skoðuðum litinn í trjánum ....þeir hafa verið að breytast frá degi til dags ....Um fimm leytið þurfti að fara að koma matnum á stað ......s.s lambalærunum sem við komum með okkur að heiman.....og það er skemmst að segja frá því að þau systkinin lögðu vel saman í eldamenskunni og útkoman var frábær....allir tóku vel til matar síns og dásömuðu íslenska lambið......um.um.um.......mom hafði svo bakað tvær pæ , epla og bláberjabæ.....alveg snilld ......ég hugsa að sonum mínum hefði þótt þær góðar...
Heidi og Elen voru búnar að safna fyrir mig laufblöðum ........þegar við komum á Cold Brook í dag .....voru búnar að setja laufin á vaxpappír til að halda þeim heilum á leiðinni heim....mig langaði svo að fara heim með amerísk laufblöð og sína krökkunum í Árborg öðru vísi laufblöð en við höfum á Íslandi..... En við komum heim á hótel um 23.30 og ætlum að taka deginum á morgun rólega.... okkur Steina og Ólöfu er síðan boðið í mat annað kvöld hjá Kim skólabróður Steina, Þyri hefur ekki ákveðið enn hvort hún kemur með okkur eða verður með mom og dad.....kemur í ljós á morgun.
Það var örlítið hlýrra í dag en í gær ...sólin skein í dag og það var fallegt veður.....nú í kvöld hafði kólnað verulega og líklega hitinn komin niður í ca. 4-5 gráður... það er sérstakt að það er svakalega mikið myrkur hér á kvöldin og nóttunni...það fer að dimma skart um kl 18.30 og verður fljótlega mjög mikið myrkur.... það er lítið um ljósastaura og fólk er ekki að lýsa mikið upp utan húss ...ef ekki þarf á því að halda....svo þetta er svolítið mikið öðruvísi en heima .....
jæja ég mun reyna að bæta inn myndum það hefur ekki verið mjög auðvelt en ég sé til .
Við sendum bara okkar bestu kveðjur heim frá öllum í USA
Dægurmál | Breytt 6.10.2008 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagur 6 Fimmtudagur .....og dagur hér að kveldi komin....
3.10.2008 | 03:57
Við tókum daginn rólega framan af .....krakkarnir lærðu ... Steini, Þyri og Heidi skruppu niður í bæ og keyptu blóm til að færa afmælisbörnunum.. í tilefni dagsins því 2.október 1948 giftu þau sig Connie og Donald Steger og þau hafa búið á Cold Brook síðan 1952 og ræktað tré...landið þeirra er 500 hektarar af skóglendi sem dad hefur nostrað við allar götur síðan og gert að mjög verðmætu landi... ég held örugglega að ég sé með réttar tölur..en landið er nokkuð stórt........jæja en í dag var haldið upp á 60 ára brúðkaupsafmælið og fórum við á fallegan stað sem var í 45 mínútna akstursfjarlægð héðan....dad sagði að þau hjónin hefðu komið þarna á hverju ári í 59 ár... og fyrst þegar þau komu þarna var engin matseðill heldur stóðu þjónarnir við enda borðsins og þuldu upp það sem var í boði í það og það skiptið.... Við vorum fjórtán, fjölskyldan , þar með talin við og vinahjón þeirra, Mike og Pat ....en Mike var þjálfari við Homer Central High þar sem Steini og Þyri voru í skóla.....Þau hafa verið gift í 62 ár ....alveg ótrúlegt.... Það var mikið spjallað og maturinn alveg frábær....Ólöf var ekki í vandræðum með enskuna og talaði óhikað við alla......lýsti meira segja fyrir Mike hvernig handbolti gengi fyrir sig ......ótrúlegt að þrátt fyrir að hafa verið íþróttaþjálfari þá þekkti hann ekkert til handbolta..... Þegar við komum til baka þá settumst við niður hér niðri í setustofu og spjölluðum saman....semsagt frábær dagur......
Á morgun stendur til að elda lambalærin sem við komum með frá Íslandi .....systkinin ætla að elda ......og hefur verið smá metingur um hvort eigi að elda og hvaða aðferð eða meðlæti verði ofan á .......en þau munu komast að niðurstöðu í tæka tíð vonandi.....stefnt er að því líka að reyna að sjá kalkúnana fljúga upp í trén þegar fer að dimma en það gera þeir víst á kvöldin...... líklega gerum við eitthvað meira fyrri partinn við sjáum til..
Í dag hefur kólnað enn og hefur hitinn verið um 6-7 gráður í dag og það hefur rignt mikið...það mætti alveg fara að stytta upp ........en við þekkjum nú alveg rigninguna svo þetta er ekki svo slæmt hún er nefnilega lóðrétt ekki lágrétt....svo það gerir gæfumuninn...
Ég ætla að bæta aðeins í Ameríku myndaalbúmið en síðan látum við þetta gott heita héðan úr hinni stóru Ameríku...kveðja til allra Sigga og co.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og nokkuð ljóst að við höldum okkur fjarri búðum um sinn...... og svo sem allt í lagi með það..Þyri og Daníel komu seint í gærkveldi og fóru fljótlega í háttinn.....við vorum þó öll komin á ról um kl. 9.00 í morgun og fengum okkur morgunverð......Við fórum til mom og dad eftir það.... Matt fór eldsnemma í morgun og fór á kalkúnaveiðar með dad og hann náði einum .....þannig að þakkargjörðarhátíð er bjargað hjá þeim.... Við sátum og spjölluðum fram yfir hádegi en þá fór Steini með krakkana í keilu í Cortlandi en mom og við stelpurnar fórum að skoða nokkurskonar listagarð og safn þar sem allt er unnið úr endurvinnanlegum efnivið.....mjög sérstakt safn. síðan fórum við í listamiðstöð sem staðsettur er í gamalli kirkju....við Þyri vorum nú ekki sérstaklega heillaðar af listaverkunum sem þar voru til sýnis .... Þegar þessu var lokið þá fórum við aðeins heim á hótel og lögðum okkur og síðan fór allur hópurinn út að borða saman um kl 17.30 því Heidi og Matt þurfa að sækja dóttur sína Ilse á flugvöllinn í Syracuse um 21.00 og þá eru allir komnir sem ætla að koma.
Veðrið hefur skipst á með skúrum, sólskini og skýjuðu veðri.....hitinn hefur verið þokkalegur og fór líklega í 18-20 gráður í dag þegar sólin skein og niður í 12 gráður....
Ég ætla að setja inn nýjar myndir í Ameríkualbúmið frá deginum í dag..
Þetta er nú í stórum dráttum þar sem á dag okkar dreif í dag..... kveðja frá öllum í USA
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)