Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Dagur 4 þriðjudagur..... nú skal haldið að sér höndum .....

ekki verður farið að versla í bili.... við ætluðum í áframhaldandi verslunarferð í stærstu íþróttavörubúðina á svæðinu.....en ákváðum að bíða og sjá hvað mundi gerast í gengismálum..... þetta er í raun alveg ótrúlegt að þegar við pöntuðum ferðina fyrir rúmum mánuði síðan var gengi dollarans 82 kr. en er komin í 106 kr.....Angry  við geymum verslun allavega. 

Við höfum því bara tekið lífinu með ró og dólað okkur.. fórum út til mom og dad um kl. 15.00 og vorum að koma heim......Wink  Ellen og Morgan sonur hennar komu um fimm leytið og Heidi og Matt komu um átta leytið..... það var gaman að hitta þau og mikið var talað ....við borðuðum öll saman og síðan fóru Heidi og Ólöf til Syracuse til að sækja Þyri og Daníel sem áttu að lenda um ellefu leytið....Smile  nú býðum við bara eftir að þau komi, líklega verða þau þreytt þegar þau koma....Joyful Annars er veiðitímabilið að byrja hér núna og byrjar á morgunn svo dad og Matt fara á veiðar í morgunsárið...

Það  hefur kólnað og hitinn í morgun var komin niður í 9 gráður og fór ekki hærra en 12-13 gráður, þurrt var framanaf en undir kvöld tók að rigna og hefur rignt mikið .....Tounge  hitinn fer lækkandi og verður svona í kringum 10 gráður næstu daga en kaldara á nóttunni.

Við höfum heyrt í strákunum  og bara allt í góðu hjá þeim.... Palli og Herdís fóru vestur til að líta á aðstæður og komu til baka mjög ánægð með það sem framundan er og spennt að takast á við nýja hluti.......Palli kemur til með að móta nýtt starf......og Herdís mun byrjað á að læra og koma sér inn í fræðin og mun fá tíma til þess...Smile  þau tóku íbúðina sem var búið að bjóða þeim inni í Múlalandi svo það verða flutningar um næstu mánaðarmót.  Þórður hefur verið að vinna mjög mikið og er nú aftur byrjaður að æfa leikritið sem var frumsýnt í byrjun sept. ..........en nú verður það sýnt á annarri hátíð og það verða fleiri sýningar ... annars hefur hann verið eitthvað lasinn ..... en verið að vinna og fara í skólann þrátt fyrir það......Woundering Nonni og Tedda eru svo bara í góðum gír...í vinnu og í skólanum og kemst ekki mikið annað að.

Þetta segjum við gott í bili og sendum öllum kveðju Sigga og co USA

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband