Ja hérna blogg á 3ja ára fresti....

Á morgun eru 3 ár síðan ég skifaði inn á þessa síðu...komin tími til að uppfæra nýjustu frétti eða framhald af þeim sem skrifaðar voru síðast ...cool Á laugardaginn 20 júní útskrifast Þórður minn úr HR sem Tölvunarfræðingur og er er ég mjög stolt af honum að klára þetta nám. Hann lauk námi frá Keili 2012 og síðan þá hefur hann eignast konu hana Guðrúnu Jakobínu  og lítinn dreng hann Jón Þorstein sem kom í heiminn í des 2013. Það hefur aldeilis fjölgað í fjölskyldunni því nú erum við orðin 14 talsins, með okkur þá eru 4 börn,4 tengdabörn og 4 barnabörn og geri aðrir betur á ekki lengri tíma....

Palli minn er á ferð og flugi um allan heima að stýra Gavía kafbátum eða kenna öðrum á þá ásamt því að halda námskeið hann og Herdís eignuðust hann Hilmi í febrúar 2013.

Nonni hefur hætt kennslu í bili og vinnur nú hjá AJ vörulistanum ásamt því að þjálfa hjá Fylki en hann og Tedda eru búin að eignast tvær dætur frá því ég skrifaði síðast, hana Birnu Karitas í jan 2013 og Maríu Hafdísi sem Nonni fékk í afmælisgjöf í nóv 2014.

Svo er það Ólöf Kristín en hún flutti að heiman og fór að búa með honum Birki sínum  fyrir tveimur árum, hún tók sér hlé frá námi og hefur unnið á leikskóla í tvö ár en nú er stefnan tekin á HÍ í haust og læra lífeindafræði og Birki sem er kokkur ætlar að bæta við sig í náminu líka,klára stúdentinn  svo nú ætla þau að flytja heim til foreldra Birkis og helga sig náminu á næstunni....hún er alltaf að talsetja og nóg að gera í því en leiklistinn verður sett á hilluna í bili....laughing 

Okkur hjónakornunum líður vel hér í Kópavogi og eignuðumst þennann líka fína pall á síðasta ár og vonunum að sólin fari að láta sjá sig svo hægt sé að nota hann....cool

maí 2015 013

maí 2015 026


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband