Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bækur um jólin...

Ég fékk nokkrar bækur nú um jólin og er búin að lesa tvær þeirra. það voru bækurnar "Konungsbók" eftir Arnald Indriða og "Viltu vinna milljarð ?" eftir Vikas Swarup.  Konugsbók var mjög góð og það er frábært hvernig heimildir úr sögu okkar íslendinga eru notaðar í þessa skáldsögu. Ég saknaði aðeins Erlendar og Sigurðar en þeir koma vonandi við sögu í næstu bók Arnaldar.  Ég ræddi bókina við móður mína sem var ekki alveg eins ánægð og ég með hana, því hún man eftir Gullfossi og var í Danmörku á þessum árum sem sagan á að gerast. Henni fannst ákveðnir hlutir ekki geta staðist, líklega gleymdi hún því að höfundur hefu leyfi til að hagræða og breyta staðreyndum í skáldsögu. En bókin var góð og við hjónin lásum hana bæði á mettíma.

Hin bókin "Viltu vinna milljarð" var líka frábær hún leiddi mann inn í heim Indlands og hvernig lífi fólk lifir þar, stéttarskiptinguna, mannmergðina, miskunarleysið og ekki síst hvernig fólk kemst af frá degi til dags.   Bókin segir frá manni sem er munaðarlaus og  ómenntaður en kemst í sjónvarpið og keppir um milljarð í spurningarkeppni og hann vinnur. Samkvæmt keppnishöldurum á að vera ómögulegt fyrir hann að vinna þessa keppni því hann hefur ekki forsendur til að svara þessum 12 spurningum og bókin segir frá því hvort maðurinn svindlaði eða ekki.   Þetta er líka frábær bók.

Næsta bók er um Rögnu á Laugarbóli í Ísafjarðardjúpi, hlakka til að lesa hana.

Þetta nægir í bili kv, SÞ


Þá byrjar ballið...

Þar kom að því að ég færi að skrifa inn á blogg síðu. Hugmyndin er að tjá mig um það sem vekur áhuga hverju sinni. Nú er ég aðeins að prófa mig áfram og læra á þess takka alla saman.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband