Dagur 8 og 9 Laugardagur og Sunnudagur......gengið hefur á ýmsu ....

Það hefur ekki verið gæfulegt upplitið á fólkinu í dag sunnudag....Frown Það hófst með því að Daníel fór að kvarta um í maganum um miðjan dag í gær (laugardag) við héldum okkar áætlun og fórum til Kim og fjölskyldu í gærkveldi .......þar byrjaði  Daníela að kasta upp...Frownsíðan fór Ólöf að kasta upp....Frownsvo við fórum heim.. mér var farið að líða illa svo það var ekki um annað að ræða en að drífa sig heim......kvöldið hafði annars verið mjög gott....Winkþegar við komum upp á hótel þá byrjar ballið ....Ólöf var að æla til kl. 02 um nóttina ......hefur verið í lagi síðan....Daníel var í alla nótt að æla ......en er orðin góður núna .....en ég hef verið bara hundveik síðan í gærkveldi þá byrjaði ég á uppköstum og var ælandi í alla nótt og ekki nóg með það að það kom hina leiðina líka.....þannig að ég hef ekki reyst höfuð frá kodda í allan dag ...sofið og er nú að skríða saman ......Steini og Þyri hafa líka fengið velgju og vanlíðan en ekki eins og við hin þrjú....Frown  Við vorum búin að ákveða að fara og skoða Nigera Falls en við slepptum því að sjálfsögðu í dag svo það verður ekki í þessari ferð...Errm  En nú eru allir að skríða saman og á morgun  (mánudag) ætlum við að fara til Syracuse og versla ...Þyri ætlar líka að kíkja við hjá fólki sem hún þekkir þar..Smile

En snúum okkur að laugardeginum ....við gerðum nú ýmislegt þrátt fyrir að endirinn á deginum væri ekki í okkar anda...Smilevið fórum á graskerahátíð sem haldin er hér í Cortland þessa helgi... það var verið að keppa um stærsta graskerið ... keppni um graskerarétti.....alskyns sölutjöld með heimagerðum varningi...skemmtiatriði s.s sekkjapípuleikur og dansar frá Skotlandi, dixiland músík og fl. ...og leiktæki fyrir börn......það var gaman að sjá þetta........Wink Þaðan fórum við upp á Col Brook því við ætluðum upp í skóginn og grilla pylsur og sykurpúða...við fengum okkur göngu uppeftir  en mom og dad fóru á bílnum og leyfðu krökkunum að sitja á pallinum...eins og þau gerður fyrir 10 árum og að sjálfsögðu fór Steini með þeim ......Joyfulþegar við  hin komum uppeftir þá var dad búin að kveikja upp eld......við grilluðum og sungum aðeins...en svo þurftum við Steini að fara að gera okkur klár því við áttum að mæta hjá Kim kl. 17.00......Daníel vildi koma með okkur svo við fórum 4 þangað.....Kim og Steini voru vinir þegar hann var hér og konan hans Beth var í bekk með þeim....Kim er leikstjóri og kennari i leiklistarsögu við Cortlans college.......þegar við vorum hér fyrir 10 árum voru þau ný búin að kaupa hús sem er í elsta hluta Homer....síðan þá hafa þau verið að gera það upp og það er gríðlega vinna sem þau eru búin að gera og mikið eftir......Húsið er 190 ára gamalt og er..... 600 fermetrar á tveimur hæðum...Tounge  þau eru að mestu búin með neðri hæðina og hluta upp..... en það sem vakti athygli mína var að það var óskaplega kalt uppi....það er vegna þess að þau kynda bara uppi ef einhver er þar ......en hafa svo slökkt á hitun á nóttunni....það er svo óskaplega dýrt að hita allt þetta hús.......en það er að verða mjög fallegt hjá þeim..Smile Við boðruðum hjá þeim og spjölluðum en síðan var heimsóknin endasleppt eins og fyrr hefur komið fram.....Smile

Veðrið var fallegt í gær farið að kólna og var héla á jörðu þegar við vöknuðum ...trén hafa líka breytt um lit síðan við komum hér ...... ég held að ég láti þetta vera gott í bili og þrátt fyrir að við höfum lítið gert annað en að sofa í dag þá er ég að hugsa um að fara að sofa aftur..og vera hress í fyrramáliðSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Vona að heilsan sé farin að skána.     Ekki gott að vera á ferðalagi svona á sig kominn. Allt í volli í þjóðfélaginu. Geir ætlar að ávarpa þjóðina kl. 16 í dag sem verður bæði út og sjónvarpað. Enginn virðist vita hvað er a gerast. Allir verjast frétta. Ætli stjórnin sé að gliðna, fleiri bankar að fara á hausinn eða ???????  Enga kreppu að sjá þegar Korputorg opnaði um helgina. Krepputorg kalla gárungarnir það. Besta sem ég hef heyrt er að ef Landsbankinn og Glitnir fari í eina sæng muni sá banki nefnast Glansbankinn.

Kveðja Bergþóra

Bergþóra (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Það held ég að við bara komum ekkert heim.... við veltum fyrir okkur hvort búið verði að loka landinu eða Flugleiðir farið á hausinn...bara svona pælingar og gárunga tal,  við veltum fyrir okkur hvort engin sé ábyrgur fyrri þessu....þetta er alveg órtrúlegt að fylgjast með þessu úr fjarlægð.. Kv. Sigga og co sem vonandi koma heim á miðvikudaginn

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 6.10.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Þið hafið þó ekki öll fengið matareitrun greyin mín????

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband