Dagur 6 Fimmtudagur .....og dagur hér að kveldi komin....

Við tókum daginn rólega framan af .....krakkarnir lærðu ... Steini, Þyri og Heidi skruppu niður í bæ og keyptu blóm til að færa afmælisbörnunum.. í tilefni dagsins því 2.október 1948 giftu þau sig Connie og Donald Steger og þau hafa búið á Cold  Brook síðan 1952 og ræktað tré...landið þeirra er 500 hektarar af skóglendi sem dad hefur nostrað við allar götur síðan og gert að mjög verðmætu landi...Wink ég held örugglega að ég sé með réttar tölur..en landið er nokkuð stórt........jæja en í dag var haldið upp á 60 ára brúðkaupsafmælið og fórum við á fallegan stað sem var í 45 mínútna akstursfjarlægð héðan....dad sagði að þau hjónin hefðu komið þarna á hverju ári í 59 ár...Smile og fyrst þegar þau komu þarna var engin matseðill heldur stóðu þjónarnir við enda borðsins og þuldu upp það sem var í boði í það og það skiptið....Wink  Við vorum fjórtán, fjölskyldan , þar með talin við og vinahjón þeirra, Mike  og Pat ....en Mike var þjálfari við Homer Central High þar sem Steini og Þyri voru í skóla.....Þau hafa verið gift í 62 ár ....alveg ótrúlegt....Smile Það var mikið spjallað og maturinn alveg frábær....Ólöf var ekki í vandræðum með enskuna og talaði óhikað við alla......lýsti meira segja fyrir Mike hvernig handbolti gengi fyrir sig ......ótrúlegt að þrátt fyrir að hafa verið íþróttaþjálfari þá þekkti hann ekkert til handbolta.....Joyful Þegar við komum til baka þá settumst við niður hér niðri í setustofu og spjölluðum saman....semsagt frábær dagur......Halo 

Á morgun stendur til að elda lambalærin sem við komum með frá Íslandi .....systkinin ætla að elda ......og hefur verið smá metingur um hvort eigi að elda og hvaða aðferð eða meðlæti verði ofan á ....Grin...en þau munu komast að niðurstöðu  í tæka tíð  vonandi.....stefnt er að því líka að reyna að sjá kalkúnana fljúga upp í trén þegar fer að dimma en það gera þeir víst á kvöldin...Tounge... líklega gerum við eitthvað meira fyrri partinn við sjáum til..

Í dag hefur kólnað enn og hefur hitinn verið um 6-7 gráður í dag og það hefur rignt mikið...það mætti alveg fara að stytta upp ......Smile..en við þekkjum nú alveg rigninguna svo þetta er ekki svo slæmt hún er nefnilega lóðrétt ekki lágrétt....svo það gerir gæfumuninn...Grin 

Ég ætla að bæta aðeins  í Ameríku myndaalbúmið en síðan látum við þetta gott heita héðan úr hinni stóru Ameríku...kveðja til allra  Sigga og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús til ykkar allra BIB

Bryndís (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband