Alltaf leggst manni eitthvað til.....

Enn eitt  árið færðist yfir mann í gær og fór það nokkuð ljúflega yfir alla vega var ég ekki mikið vör við aldurshækkunina....Grin ég hellti uppá könnuna og sletti í nokkrar kökur.... það komu þó nokkrir við og fengu sér kaffisopa og var það mjög ánægjulegt.....það er nú þannig að maður þarf eiginlega að hafa eitthvert tilefni til að drífa sig í að hóa í fólki saman.....og þá er nú gott að það er allavega eitt afmæli á ári hjá heimilismeðlimum sem hægt er að nota....svo þarf maður bara að fara að búa til aðstæður ....það er jú þannig að maður er manns gaman....Wink 

Dagurinn var nú ekki búin þegar gestir fóru að tygja sig heim því Ólöf var búin að vara að kvarta um verk í fætinum yfir daginn og var ég nú ekki að gera mikið úr því þó hún hefði fengið blöðru undan íþróttaskónum....þetta gæti nú ekki verið svona vont...Blush ....þetta er nú svolítið líkt mömmu minni...henni fannst ég nú svolítil óhemja þegar ég var krakki....  jæja um ellefu leitið í gærkveldi fer ég nú að skoða þetta... Blushþá var hún búin að fá að fara í fótabað og var áfram að barma sér.....þá sé ég að það eru að myndast rákir upp eftir ristinni á henni svo ég ákveð að fara með hana á slysadeildina.. þar kom í ljós að komin var ígerð í fótinn og  sogæðasýking....Frown ákveðið var að setja upp nál hjá henni og gefa henni sýklalyf í æð auk þess að skera í sýkinguna.....þannig að þessi ferð var nú ekki beint notaleg.......þurfti mikið að stinga hana því ekki fundust æðar....þær hreinlega hlupu undan ....en það tókst að lokum ...við komum heim um kl. 02.00 í nótt og áttum að mæta aftur í lyfjagjöf kl. 08.00 í morgun og svo förum við aftur kl. 14.30 þá á að meta hvort hún getur farið yfir á inntökulyf... þannig  að við vorum lítið sofnar í nótt og ákvað ég að vera með henni heima í dag......InLove  það er nú langt síðan ég hef verið heima yfir veiku barni...en það geta komið svona atvik og þá gerir maður það sem þarf, ..þó barnið sé orðið "stórt".

Ég hef verið að fylgjast með ferðum Gulla og Bryndísar á Nýja Sjáland og eru þau nú á viku ferðalagi með Nonna bróður Bryndísar um suður hluta Nýja Sjálands og virðist vara margt að sjá og spennandi staðir að skoða....það verður gaman að sjá myndir frá ferðinni þegar þau koma heim en það verður ekki fyrr en 17 nóv. en Gulli á annars afmæli á morgun 31 okt. þá verður hann 49 ára gamall ....skrítið litli bróðir minn að nálgast 50 árin....Grin

Fórum á slysadeildina um 14.30 og komum þaðan nú um fimm leitið, ekki losnaði Ólöf við nálina heldur þarf hún að koma kl. 23.00 í kvöld og svo aftur í fyrramálið um kl.8.00 þá verður metið hvort hún losnar við nálina en þetta er samt á góðri leið.....Smile.

Brosum það er frítt..........Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hellóoo afmælisbarn

og kær afmæliskveðja frá TX

Oddný og Ingvar

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Takk fyrir kveðjuna  kæru vinir kv. Sigga

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 30.10.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Til hamingju með daginn Sigga - þú hlýtur nú að vera voðalega ung er það ekki? Þú lítur allavega út fyrir það!!!

Leitt að heyra með stúlkuna - vona að allt fari vel

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband