Róleg og fín helgi ......

Nonni og Tedda komu hér á föstudagskvöldið og við spiluðum kana sem við Steini höfum ekki spilað í mörg ár held ég.....Wink annars spiluðum við mikið í gamla daga..... þegar krakkarnir voru litlir og maður komst ekki mikið frá ....þá fékk maður vini í heimsókn og það var spilað.....kannski að slíkir tímar séu að koma aftur.....þ.e. að maður gefi sér tíma t.d til að spila.....Smile

 Á laugardaginn var svo farið í pönnukökur til mömmu og pabba og þar hittum ég hluta af fjölskyldunni ......Frownen ég þurfti að fara tiltölulega snemma því að ég fór á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar.....alveg frábærir tónleikar......Grinég skemmti mér frábærlega .....hefði helst viljað dansa og syngja með.....mér fannst allt í einu boðskapur margra lagana hitta svo gjörsamlega í mark á þeim tímum sem við erum að ganga í gengum...Haloog ég er viss um að ég kom betri manneskja út af þessum tónleikum .......og bara takk fyrir þetta framtak.  Þegar tónleikum lauk þá var komið að afmæli Nonna mágs.....hann boðaði til  "sammenkomst" fyrir vini og ættingja og var það mjög gaman....og við komum ekki heim fyrr en um miðnætti........  Síðan hefur sunnudagurinn liðið í rólegheitum....Ólöf fór að leika í þjóðleikhúsinu og við skruppum til Gulla og Bryndísar og skoðuðum allt það sem þau eru búin að gera ......nýja eldhúsið ...allar nýju hurðirnar....húsbúnað  og fl.  Smile og svo auðvitað til að kveðja þau ....en þau eru að leggja af stað til Nýja Sjálands í fyrramálið ....þar ætla þau að vera hjá bróður Bryndísar í mánuð.......

Nú er það klárt að Palli og Herdís flytja Vestur á Ísafjörð 31 okt. þau hafa verið á fullu við að útvega sér það sem þau vantar af húsbúnaði og hefur það gengið vel hjá þeim....meira að segja þau eru komin með jeppa til afnota fyrir vestan....því Skodinn er ekki vænlegasti bíll til afreka í snjó. Annars er bara tilhlökkun komin í krakkana að fara vestur.Wink

Það er allt gott að frétta af Þórði....fjármálakreppan á Íslandi kemur ekki svo mjög við hann því hann er að vinna með skólanum úti og hefur sínar tekjur í dönskum krónum......annars hefur verið mikið að gera hjá honum...leiksýningarnar voru teknar upp aftur og hafa gengið frábærlega ...... Smile Þórður sagði að þau  hefðu verið að sýna fyrir fullu húsi og fólk hefði staðið upp í lok sýningar og klappað fyrir þeim ...... nú er von um að þau fari með þessa sýningu í skóla í Danmörku og þá er líka von um að fá  einhverja peninga fyrir sýningar.....við vonum bara  að það gangi eftir.InLove 

Segjum þetta gott í kvöld og góða nótt til ykkar allra "Verið góð hvert við annað"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband