Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hera Björk.....langflottust....

Ég settist niður við sjónvarpið og horfði á dönsku evróvisijon keppnina kl. 19.00....Toungeætlað  sko ekki að missa af því að Hera tæki þetta með stæl.....Haloog hún gerði það svo sannarlega þó svo Danirnir hefðu ekki klárað þetta og kosið hana áfram til Rússlands........Frownþá var hún sigurvegari í mínum huga .....Grinlagið var frábærlega  vel flutt og þetta var grípandi lag svo ég varð nokkuð vonsvikin að hún skildi ekki vinna .........Blushen verst er að við getum ekki nýtt okkur þetta lag hennar......Happyþví mér finnst ekki neitt lag heilla mig neitt sérstaklega í íslensku keppninni.......nema ef vera skildi Jóhanna Guðrún og Johgvan færeyski.....en það kemur nú í ljós fljótlega hvern við sendum til að keppa við danska strákinn sem Stal sigrinum af Heru okkar.....Errm En bara enn og aftur Hera Björk var langflottust og ég óska henni als hins besta í framtíðinni...

http://www.dr.dk/melodigrandprix/forside2009.htm


Mér líður vel núna ..komin heim...þar er nú best..

En vikan hefur verið erilsöm ....svo það er gott að vera komin heim og geta bara hringað sig fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna......Grin  Það er fyrst frá því að segja að ekki fór Ólöf í gegnum síuna um hlutverk í Söngvaseið ....en líklega var hún of hávaxin í hlutverkið því hún var höfðinu hærri en þær sem fóru áfram í lokaprufuna.....en hún er sátt og gleðst með vinkonu sinni sem fékk hlutverk.....Tounge  Hún snéri sé þá að því að æfa lag fyrir undankeppni Samfés í söngvakeppni félagsmiðstöðvanna og er nú að keppa úti í Árseli..... InLove við komum heim  á handahlaupum nú um kl 19.30 en keppnin átti að byrja um kl.20.00...... Ólöf fór nefnilega að keppa í handbolta suður í Hafnarfjörð nú kl. 18.00 og ég get sagt ykkur að ég hef aldrei horft á eins svakalegan leik og þennan leik, á móti Haukum í Strandgötunni, hann var ótrúlega harður og ruddalegur...Errm en ég er fegin að allar nema ein komust nokkuð klakklaust frá honum og viti menn þær eiga að hitta þær aftur í bikarkeppninni á næsta þriðjudag.....Angry  ...en við uuuuuuunnnnum.... vei.Grin

Eiginmaðurinn er nú á herrakvöldi Fylkis eins og um 8-900 aðrir karlmenn....þetta er yfirleitt mikið hátiðarkvöld  fyrir alla karlmenn í Árbæjarhverfi.....og mikið tilhlökkunarefni hjá mörgum...Tounge  Við

héldum okkar árlega þorrablót í leikskólanum og borðuðum þorramat og skemmtum okkur saman í sal......starfsfólk mætti flest í lopapeysum af ýmsum gerður og svo voru tveir í upphlut.....eða í "gömlum sparikjólum " eins og eitthvert barnið sagði..... Grin 

bondadagur09 071

Fréttir vikunnar og atburðir hafa litað umræðu og líðan fólk í kringum okkur þessa viku ....fjölskyldu og vina meðlimir hafa þurft að standa frammi fyrir skrílnum á Austurvelli sem hefur haft það að leiðarljósi að vera í sérstöku stríði við lögregluna......og því miður hefur tekist að slasa einn.....hann er sem betur fer á batavegi......  en vonandi fer þessu skrílslátum að ljúka....FootinMouth 

Ég fór í bíó nú í vikunni og það er bara í annað sinn á 10 dögum ......ótrúlegt ..maður fer ekki í bíó  mánuðum saman og svo tvisvar með stuttu millibili við fórum einar 7 úr vinnunni að sjá Sólskinsdrenginn og é mæli með að allir sjái þessa mynd hún er alveg frábær og gefur manni nýja sýn á hvað er einhverfa....Wink 

Viðgerðin á saxafóni Þórðar fór vel tryggingarnar okkar hafa ákveðið að greiða fyrir viðgerðina og erum við afskapleg þakklát fyrir það og áttum eiginlega ekki von á því en við erum með allar okkar tryggingar hjá Sjóvá og höfum aldrei verið með tjón svo þetta er bara alveg frábært......Grin 

En gangið hægt um gleðinnar dyr en njótið helgarinnar......Halo


Alltaf er eitthvað að gerast í þessari fjölskyldu...

það er engin lognmolla í gangi hér ....frá því síðast var skrifað hefur ýmislegt verið í gangi.....Tounge  Ólöf Kristín hefur haldið áfram í prufunum í Söngvaseið og nú kemur í ljós fyrir hádegi á morgun hvort hún kemst áfram í loka prufuna sem fer fram á mánudagskvöldið....Halo það mun bara hafa sinn gang ...en frábært að hafa komist í 80 manna úrtakið...hún er ánægð með sína frammistöðu og meira er ekki hægt að gera........Wink 

Þórður varð fyrir því óláni á leiðinni heim til Danmerkur að saxafónninn hans skemmdist á leiðinni.....Frown  síðastliðin 3 ár hefur hann ferðast með hann á milli landanna og alltaf tekið hann  með í handfarangur, því hann kemst í farangurshólfin fyrir ofan sætin.....en hvað skeður hann er skikkaður til að setja hljóðfærið niður í farangursgeymslu vélarinnar...... þegar hann kemur út í flugvélina og minn maður verður  ekki glaður..... og viti menn þegar hann fær hljóðfærið úti í Danmörku þá er kassinn opinn og eitthvað skemmdur að honum sýnist ....það er svo ekki fyrr en hann á að spila á hljóðfærið tveim dögum seinna að það kemur í ljós að saxafónninn er stórskemmdur og ekki hægt að spila á hann...GetLost Nú er hann í viðgerð og þar kom í ljós að einnig kassinn er ónýtur og það þarf að kaupa nýjan.......niðurstaðan í þessu er að þetta er kostnaður upp á 60-70 þúsund sem er bara góður biti  fyrir efnalítinn námsmann í útlöndum ......Við höfum sent greinagerð til flugfélagsins en erum nú ekki of viss um að þeir líti svo á að þetta sé þeim að kenna.......en ef það verður ekki komið eitthvað á móts við strákinn í þessu máli......þá er ég nokkuð viss um að fjölskyldan forðist að fljúga með því flugfélagi..... á næstunni..Errm    Þetta er alveg ótrúlega sárt  með hljóðfærið því Þórður hefur passað uppá það eins og  sjáaldur augna sinna frá því hann fékk það........enda kostar það í dag rúmlega 400.000 þúsund......FootinMouth

Jæja nóg um það eiginmaðurinn átti afmæli í gær þann 17.janúar.....Wink  Við nenntum nú ekki að halda afmælisveislu  .....og fórum því bara í pönnukökur til pabba og mömmu .......þar hittum við því megnið af minni fjölskyldu ...... en við slógum í eina köku og vöfflur í dag og við fengum Bergþóru og Jóa, Nonna og Teddu, mömmu og pabba og Fríðu tengdamömmu í kaffi og var það ósköp notalegt.......Grin........ en við mæðgur gerðum afmælisbarnið alveg orðlaust og næstum gráti nær ....en það var vegna þess að við Ólöf gáfum honum "GÍTAR"  og byrjendabók í gítarkennslu.......Grin ....ha ..ha....ha.... hann hefur nefnilega átt sér leyndan draum að geta spilað á gítar .....og nú er boltinn hjá honum .....ég veit nú ekki hvort þetta verður upphafið af því að hann verði óþolandi í öllum veislum sem framundan eru ........en það kemur bara í ljós......Grin

Annars hefur vikan verið bara nokkuð góð....ég fór í bíó sem ég hef ekki gert lengi og sá myndina Ástralía og var hún alveg frábær við fórum nokkrar úr vinnunni saman í bíó og skemmtum okkur vel ....mæli með þessari mynd.....Smile 

 

hvert sinn sem eitthvað gott hendi þig láttu þá eitthvað gott henda einhvern annann-


Tíminn líður hratt..... eins og segir í laginu..

það hægist ekkert á tímanum ...áður en við snúum okkur við er komin miður mánuður og síðan er hann búinnTounge  Það var ósköp tómlegt eftir að allir fóru til síns heima um  síðustu helgi en nú eru hlutirnir komnir á sitt ról....skólinn, handboltinn og tónlistarskólinn eru komnir af stað og síðan bætist leiklistin við í næstu viku þannig að allt er að verða í eðlilegum farvegi hjá heimasætunniWink hún fór í prufu tvö í gær um hlutverk í Söngvaseið og að hennar sögn gekk hún vel, svo á bara eftir að sjá hvort hún verði svo heppin að komast áfram í næstu prufu eða ekki það skýrist líklega í vikunni.... í morgun fór hún svo í prufu til að reyna að komast inn í nýstofnaða söngleikjadeild hjá leiklistarskólanum Sönglist og það skýrist líka í vikunni Grin  En svona er skipulagið ef hún fær ekki hlutverið í Söngvaseið.......ef hún fær það þá þurfum við líklega að endurskoða allan pakkann hvað verður inni og hvað úti.........kemur í ljósWink 

Rólega hefur gengið að taka niður jólin hér á bæ, tréð fór í vikunni en annað hefur verið að fara hægt og rólega  og ég nenni ekki að stressa mig yfir þessu......Grin 

Ég er ein af þessum fjölmörgu sem hef komist upp á lagið að nota fésbókina ....það er gaman að nota hana en það er líklega hægt að verða svolítið upptekin af henni þannig að ég ætla að fara hóflega í hana....ég allavega ætla að gera eitthvað fleira líka .......Grin 

Það var hefðbundið pönnukökukaffi í gær og mættu um 13 manns. Það var gaman að hitta Agga, hann kom og  hann lét vel af sér, sagðist vera bara orðin góður eftir brunann sem hann varð fyrir í fyrra, hann hefur farið tvo frystitúra á togaranum og átti nú einn túr frí.

Farið vel með ykkur.


Allt að komast í réttar skorður.....

í dag héldu þeir  Þórður  og Tobías til Danmerkur ...þeir voru hálf hnípnir hér í hádeginu og langaði ekki til að fara en nú tekur alvaran við...skóli og vinna byrjar á morgun hjá Þórði Smile og Tobías fer til Frakklands í tónleikaferð með bandinu sínu, strax í fyrramálið....Smile Það hefur verið ljúft að hafa Þórð hér heima yfir jólin og skrýtin og tómleg tilfinning þegar hann fer....Frown...en nú fer sól að hækka á lofti og það verður ekki langt þar til við hittum hann aftur...allavega ekki seinna en í sumar.

Vinnan er komin af stað eftir allt veisluhaldið og það er ágætt að koma til vinnu á föstudegi til að koma sér í gírinn aftur og fá svo helgi...á morgun fer svo allt að ganga sinn vana gang....Wink Ólöf fer ekki í skólann fyrr en á þriðjudag en þá byrjar líka tónlistarskólinn aftur. Henni gekk frábærlega í jólaprófunum og var með um 9,3 í meðaleinkunn en úr stærðfræði, ensku, íslensku og dönsku var meðaleinkunn 9,5 og þetta gerði hún þrátt fyrir allt sem hún hefur haft að gera ...ég veit stundum ekki hvernig hún fer að þessu....Halo smá mont...ha ha ..... Næsta laugardag verðu annar áfangi í prufunum vegna Söngvaseiðs í Borgarleikhúsinu...það komust 400 börn í aðra umferð ...þau eiga að velja sér eitt lag af þremur fyrirfram ákveðunum lögum og syngja það fyrir dómnefn og svo er bara að sjá hvert það leiðir.....bara spennandi..Grin   

Palli og Hersís fóru vestur í dag og verða líklega komin á Ísafjörð nú um átta leitið ...veðrið og færðin er fín en eitthvað um hálku ....við heyrum líklega ekki í þeim fyrr en þau koma vestur... þau hafa verið í  tvær vikur í bænum og voru orðin fegin að fara að komast heim ....Wink

Nonni og Tedda eru svo að ljúka sínu jólafríi , Nonni fer að kenna á morgun og Tedda byrjar líklega ekki í skólanum fyrr en seinna í janúar....þau hafa sett íbúðarmálin aðeins á bið og ætla að bíða átekta aðeins lengur.

Það var heljarinnar pönnukökuveisla hjá mömmu og pabba í gær og var eins og að... þrátt fyrir allt jólahald.... hafi allir verið orðnir svangir í pönnukökur.....Grin

 

- Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta

þar til næst....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband