Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Þá eru hinir ljúfu jóladagar langt komnir.....
30.12.2008 | 14:17
jólin hafa verið yndisleg ....rólegt og bara hin besta hvíld.... við vorum í fyrsta sinn í fjölda ára bara fjögur að borða jólamatinn á aðfangadagskvöld....það var svolítið skrítið en seinna um kvöldið komu Nonni og Tedda og Palli og Herdís og borðuðu með okkur jólaísinn og tóku upp sína pakka ..... en það var ákveðið að hafa það þannig að pakkar frá fjölskyldunni yrðu teknir upp hér heima til að milda breytinguna .....þetta var svolítið mikil breyting fyrir Ólöfu ......en hún náði gleði sinni aftur ...... Við mættum öll systkinin, fyrir utan Þórð sem er á Sauðárkróki, með börn og barnabarn, það er bara eitt ennþá..... til mömmu og pabba á jóladag...þar var borðað hangikjöt, lax og desert......síðan var spilað og spjallað. Á annan í jólum komu systkini Steina saman hjá Þyri og slógum við öll saman í hlaðborð sem heppnaðist frábærlega vel....síðan var spilað á tveimur stöðum og spjallað ......vel heppnað kvöld. Síðan höfum við bara haft það rólegt höfum varla klætt okkur ...rétt drattast út í búð ... og haldið áfram að hvíla okkur.. ..en það er nú hægt að gera of mikið af öllu og líklega þurfum við að kippa í okkur og fara að koma sólahringnum í lag og hreyfa okkur.......
Tobías kom í gær frá Danmörku og ætlar að vara með okkur um áramótin, hann er mjög spenntur yfir því að vera komin aftur og hlakkar til að sjá áramótin hér......það er gaman að því, hann er svo spenntur yfir því að fá að smakka hangikjöt og fá pönnukökur hjá pabba og mömmu.... hann talar enn um það hvað hefði verið frábært að sjá allar þessar pönnukökur og borða á sig gat af þeim, síðast þegar hann kom. Strákarnir ásamt nokkrum vinum ætla að skella sér í Bláa lónið í dag ...... Tóbías var með það númer 1 á óskalistanum ...
Þetta er nú í stórum dráttum hvernig jólin hafa liðið á þessum bæ ..setti nokkrar myndir inn í albúmið.
Gleðilegt ár og megi nýtt ár verða okkur farsælt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikil gleði í leikskólanum í dag...
16.12.2008 | 21:29
því það var jólaball..... svona degi fylgir mikil spenna....allir koma fínir í leikskólann og það er varla hægt að bíða eftir að komast í salinn og dansa í kringum jólatréð...... og svo er líka von á þeim rauða ....og sumir vilja vera í öruggum höndum þegar hann kemur.....síðan er borðaður jólamatur í hádeginu ....hangikjöt og meðlæti ....en eftir svona fjör er voða gott að koma heim...þeir eru nefnilega erilsamir og lýjandi.....en þó er þetta alltaf gaman
Ólöf hefur verið í prófum undanfarna daga og gengið bara vel að eigin sögn og þegar hún segir það þá gengur henni vel...ég held að flestar einkunnir sem hún er búin að fá vitneskju um séu yfir 9 ..... ´...hún gerði hlé á þátttöku í "Réttu leiðinni" og önnur hljóp í skarðið fyrir hana á meðan prófin eru og síðan verður síðasti sýningardagur núna á fimmtudaginn.
Það hafa líka verið nemendasýningar undanfarið og hefur hún skotist þangað og fylgt eftir stuttmyndinni sem unglingarnir í Sönglist hafa verið að vinna að með Erni Árnasyni í haust.
Í dag kom svo viðtal við hana á http://www.visir.is/article/20081216/LIFID01/613650070/-1 um
Latabæ ....bara ágætis viðtal ...hún talar nú ekkert af sér blessunin frekar en fyrridaginn.
Svo fer okkur að hlakka til að hitta Þórð, Palla og Herdís en þau koma öll um helgina.
jólakveðjur...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laufabrauðsbakstur.....
15.12.2008 | 01:03
Farið var í hinn árlega laufabrauðsbakstur nú í gær.....það var búið að finna það út að laugardagurinn yrði líklega eini dagurinn sem Allir næðu saman til að baka....... eða þannig, allir sem tiltækir væru á svæðinu ...og þó ekki, Anna var að lesa undir próf og Tedda að vinna....og svo kæmi Þórður ekki til landsins fyrr en 21.des og Palli og Herdís ekki suður fyrr en 19. des.....þannig að það vantaði ansi margir sem vanir eru að vera og var þeirra sárt saknað .....en þannig er þetta nú að allt er breytingum háð...og eftir því sem hópurinn stækkar verður erfiðara að ná öllum saman.....en þau fá nú öll sömul laufabrauð.
Ég náði að setja upp nýjar gardínur í gamla herbergið hennar Ólafar og einnig á baðið þannig að þetta smá silast áfram.... og heimilið fer að verða klárt fyrir jól ........þá á ég bara eftir að gera allt hitt.... versla og svoleiðis.....
Það er nú þetta með hefðirnar ...þær haf verið ansi sterkar og eins frá ári til árs og engu má breyta .......Ólöf er orðin hörðust með þetta og finnst hún verulega svikin því nú er komið í ljós að við verðum bara fjögur hér í mat á aðfangadagskvöld og það er eins og hún sjái fyrir sér að hún verði bara alein á jólunum ......hún mun komast yfir þetta en henni finnst þetta vera verulega óréttlátt gagnvart sé í augnablikinu.........fyrst flytja allir og svo ætla þeir lík að vera annarsstaðar á aðfangadagskvöld ......
En bráðum koma blessuð jólin og allir fara að hlakka til.......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frúin að rifja upp bakstur og svona.....
5.12.2008 | 23:35
Það gerðust þau undur og stórmerki að frúin lagðist í bakstur........ein sort......Brúnu augun.....lofaði heimasætunni að baka því ég hafði ekki orku í gærkveldi.. hún náttúrulega mátti ekki vera að því að hjálpa eða taka þátt því ég .....munið...hafði ekki pantað tíma....ha ha ha ...hún fór nefnilega á diskóball í kvöld í Árseli ......og fór klædd eins og diskódama í glans diskógalla ......heilum.... ég man eftir þessum tíma Hún fór í viðtalið í dag en það á ekki að sýna það fyrr en á mánudag, þriðjudag í þættinum "Ísland í dag " á stöð 2.
Það var nú svolítið fyndið að tala við hann Palla minn í kvöld, vinnan hans var að fara á jólahlaðborð að Núpi í Dýrafirði í kvöld um sjö leytið hringdi hann til mín og spurði hvort ég gæti sagt þeim leiðina þangað........þau rötuðu nefnilega ekki frá Ísafirði að Núpi.... þar sem ég er nú alin upp að hluta til fyrir vestan og oft á ferðinni þarna á milli fjarða bæði þegar ég var ung og eftir að ég eltist fannst mér þetta dálítið fyndið, mér fannst hann eiga að rata svona auðvelda leið ........ en svo hugsaði ég að auðvitað hafa þessi ungu krakkar ekkert verið að pæla í því hvar ákveðnir staðir eru þó þau hafi komið á staðina sem börn.....þá voru þau ekki að leggja akstursleið sérstaklega á mynnið ....en mamman gat lóðsað þau og síðan hef ég reyndar ekki heyrt frá þeim .....ég vona bara að þau hafi skilað sér og skemmti sér vel á Núpi ....þau ætla síðan að gista þar svo ég heyri á morgun hvernig þetta gekk allt saman.......
Pabbi kláraði síðasta herbergið í bili svo nú er að verða aldeilis fínt hjá mér og mikið er ég glöð yfir þessu ....það er eins og ég sé í nýrri íbúð......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það gengur mikið á þessa dagana...
4.12.2008 | 23:47
Ég er svo heppin að eiga pabba sem vill allt fyrir mig gera og ekki er hún mamma mín síðri.... Pabbi er að verða búin að mála þriðja herbergið og við að umbylta og breyta þeim sem lokið er.... heimasætan er nú loksins komin með herbergi sem hæfir táningi .......og hún hefur látið fylgja með rökum fyrir þörf á slíku herbergi að ég muni líklega ekki sjá rusl í hennar vistarverum ....ever.... við sjáum nú til með það...... hér eru svo herlegheitin ........
og svo er eitt herbergi bara orðið skrifstofu og tölvuaðstaða fyrir okkur hjónin og þar með losnaði ég við tölvu úr stofunni......og það var nú gott. þriðja herbergið verður svo gestaherbergi.
Ég er afskaplega róleg í tíðinni núna ....ég er ekki farin að kaupa jólagjafir og ég finn bara ekki fyrir stressi yfir því.......ég ætla að baka uppáhalds smákökusortina fyrir heimasætuna á morgun þ.e Brúnu augun....þessar smákökur hafa allir krakkarnir mínir tekið ástfóstri við og hefur nánast nægt að baka hana marfalda eða aftur og aftur .......því enginn kannast við að fara í kökuboxið en samt hverfur allt........en það hefur bara verið gaman að því og kökurnar eiga líka að vera borðaðar í desember..... Ég var nú að ræða við dótturina um að hún hefði engan tíma til að gera neitt..... ég vildi gera eitthvað með henni baka eða versla ... þá lét hún mig vita að næstu þrír dagar væru því miður fullbókaðir og ég spurði hana hvað hún væri eiginlega að fara að gera??? mamma!!! vinir mínir tala við mig og planleggja fram í timann ef þeir ætla að vera með mér því þeir vita að ég hef svo margt að gera ......þú þarft að fara að planleggja meira fram í tímann ef við eigum að finna tíma saman........ ekki sniðugt fannst mér ........mér fannst þetta frekar pirrandi........panta viðtalsbil hjá sinni eigin dóttur.....á ekki við mig......mér detta hlutirnir meira "spontant" í hug ...hér og nú.... hvaðan skildi hún hafa þetta??????
Ólöf á að fara út í Latabæjarstúdíói á morgun þá á að taka upp viðtal við hana um Latabæ sem sýna á í "Íslandi í dag" á morgun, föstudag held ég ....á stöð 2.... þetta dettur svona upp úr henni meðfram öðru ......Það verður engin sýning á "Réttu leiðinni" á morgun, seldust ekki sýningarnar, en það er uppselt um helgina.....fyrir vikið kemst hún í punktaferð sem farin verður í skólanum á morgun...... og hún er mjög glöð yfir því.......
Þá er þessum degi að ljúka og nýr kemur á morgunn með nýjum tækifærum og áskorunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)