Laufabrauðsbakstur.....

Farið var í hinn árlega laufabrauðsbakstur nú í gær.....það var búið að finna það út að laugardagurinn yrði líklega eini dagurinn sem Allir næðu saman til að baka....... eða þannig, allir sem tiltækir væru á svæðinu ...og þó ekki, Anna var að lesa undir próf og Tedda að vinna....og svo kæmi Þórður ekki til landsins fyrr en 21.des og Palli og Herdís ekki suður fyrr en 19. des.....þannig að það vantaði  ansi margir sem vanir eru að vera og var þeirra sárt saknað Frown.....en þannig er þetta nú að allt er breytingum háð...og eftir því sem hópurinn stækkar verður erfiðara að ná öllum saman.....en þau fá nú öll sömul laufabrauð. InLove 

laufabraud13des08 006   laufabraud13des08 014  laufabraud13des08 010

Ég náði að setja upp nýjar gardínur í gamla herbergið hennar Ólafar og einnig  á baðið þannig  að þetta smá silast áfram.... og heimilið fer að verða klárt fyrir jól ........þá á ég bara eftir að gera allt hitt.... versla og svoleiðis.....Tounge 

Það er nú þetta með hefðirnar ...þær haf verið ansi sterkar og eins frá ári til árs og engu má breyta .......Ólöf er orðin hörðust með þetta og finnst hún verulega svikin því nú er komið í ljós að við verðum bara fjögur hér í mat á aðfangadagskvöld og það er eins og hún sjái fyrir sér að hún verði bara alein á jólunum ......hún mun komast yfir þetta en henni finnst þetta vera verulega óréttlátt gagnvart sé í augnablikinu.........fyrst flytja allir og svo ætla þeir lík að vera annarsstaðar á aðfangadagskvöld ...... Frown 

En bráðum koma blessuð jólin og allir fara að hlakka til.......Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband