Þá eru hinir ljúfu jóladagar langt komnir.....

jólin hafa verið yndisleg ....rólegt og bara hin besta hvíld.... Sleeping við vorum í fyrsta sinn í fjölda ára bara fjögur að borða jólamatinn á aðfangadagskvöld....það var svolítið skrítið  Blush en seinna um kvöldið komu Nonni og Tedda og Palli og Herdís og borðuðu með okkur jólaísinn og tóku upp sína pakka ..... en það var ákveðið að hafa það þannig að pakkar frá fjölskyldunni yrðu teknir upp hér heima til að milda breytinguna Smile  .....þetta var svolítið mikil breyting fyrir Ólöfu ......en hún náði gleði sinni aftur ......Tounge   Við mættum öll systkinin, fyrir utan Þórð sem er á Sauðárkróki,  með börn og barnabarn, það er bara eitt ennþá.....Grin   til mömmu og pabba á jóladag...þar var borðað hangikjöt, lax og desert......síðan var spilað og spjallað.  Á annan í jólum komu systkini Steina saman hjá Þyri og slógum við öll saman í hlaðborð sem heppnaðist frábærlega vel....síðan var spilað á tveimur stöðum og spjallað ......vel heppnað kvöld. Smile   Síðan höfum við bara haft það rólegt höfum varla klætt okkur ...rétt drattast út í búð ... og haldið áfram að hvíla okkur..Grin ..en það er nú hægt að gera of mikið af öllu og líklega þurfum við að kippa í okkur og fara að koma sólahringnum í lag og hreyfa okkur.......Wink 

Tobías kom í gær frá Danmörku og ætlar að vara með  okkur um áramótin, hann er mjög spenntur yfir því að vera komin aftur og hlakkar til að sjá áramótin hér......það er  gaman að því, hann er svo spenntur yfir því að fá að smakka hangikjöt og fá pönnukökur hjá pabba og mömmu.... LoL hann talar enn um það hvað hefði verið frábært að sjá allar þessar pönnukökur og borða á sig gat af þeim, síðast þegar hann kom.  Strákarnir  ásamt nokkrum vinum ætla að skella sér í Bláa lónið í dag ......Smile Tóbías var með það númer 1 á óskalistanum ...Grin 

Þetta er nú í stórum dráttum hvernig jólin hafa liðið á þessum bæ ..setti nokkrar myndir inn í albúmið.  

Gleðilegt ár og megi nýtt ár verða okkur farsælt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl frænka,

Bestu óskir um gleðilegt, sprellfjörugt nýtt ár.

Ég sé að það eru fleiri sem hafa verið í pollrólegheitunum - ég var mjög fegin að mæta í vinnu á ný í morgun því þá er von um að reglan komist á aftur, þ.e reglan að sofa á réttum tíma sólarhringins og vaka á hinum rétta tímanum.

Bestu kveðjur til ykkar,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Takk fyrir kveðjuna Sólveig,  megi nýtt ár líka verða þér og þinni fjölskyldu farsælt og gleðilegt....ja ég held að það sé nú hægt að gera of mikið af öllu og það á líka við um að hvíla sig og snúa við sólahringnum- ég rétt hafði það  til vinnu aftur í dag og ég er bara uppgefin eftir daginn ...það voru samt ekki nema örfá börn mætt í dag... ég held meira að segja að ég gangi snemma til náða....

kær kveðja

Sigga Þórðar

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 2.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband