Þá er maður komin heim og lífið farið að ganga sinn vana gang.....
1.5.2008 | 22:08
Það var ánægður en þreyttur hópur leikskólakvenna sem lenti í Keflavík á sunnudagskvöldið síðasta.... eftir vel heppnaða ferð til Skotlands. Við dvöldum í Glasgow og skoðuðum leikskóla þar en fórum síðan einn dag til Edinborgar og skoðuðum leikskóla og fórum á námskeið í Story Telling centre... það var bara frábært..... í lok dagsins skruppum við aðeins og kíktum nokkrar á Edinborgarkastala. Við fengum ágætis veður þó útlit hafi verið fyrir rigningu en við sluppum að mestu við hana..... Við sáum vorið koma í Skotlandi því gróður grænkaði og tré sprungu út rétt á meðan við stoppuðum þessa 4 daga. Að sjálfsögðu voru verslanir kannaðar og var margt til í búðunum sem vakti áhuga.... en við Árborgargellur vorum bara spakar í innkaupum því við vorum ekki með neina yfirvigt á farangri eins og reyndin var hjá kollekum okkar sem einnig voru í náms og kynnisferð í Skotlandi. .... það varð dálítið stress í gangi... en við sluppum.
Það hefur verið nóg að gera síðan við komum heim og framundan er opið hús á laugardag, svo ekki er hægt að slá slöku við þangað til alla vega...
Á meðan ég var í Skotlandi fór Steini vestur í jarðarför Bjössa frænda, svo við fengum Nonna til að vera hér heima hjá Ólöfu því hún var að ljúka keppninni í Islandmótinu í handbolta og að sjálfsögðu unnu þær Íslandsmeistaratitillinn og voru vel að honum komnar... hafa ekki tapað einum einasta leik í vetur...
Við skruppum aðeins og kíktum á húsið hjá Þyri og Kalla í dag því ég hafði aldrei sé það. Þetta verðu örugglega mjög flott hjá þeim þegar þessu verður lokið en það eru nú nokkur handtökin eftir hjá þeim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki er nú hægt að segja að blogg vinnan sé afkastamikil...
20.4.2008 | 20:42
því það fer að nálgast hálfan mánuðinn síðan ég skrifaði síðast...en nóg um það hér er ég komin. Síðustu dagar hafa verið ótrúlega erilsamir, bæði í vinnu og fyrir utan hana. Verkefnin bætast alltaf við í vinnunni og er nú svo komið að ég upplifi mig .... eins og ég sé að hræra í tíu pottum samtímis og nái ekki að gera neitt almennilega..... og viti menn þetta er ekki góð tilfinning.
En upp með húmorinn..... það styttist óðum í Skotlandsferðina við leggjum í hann snemma morguns 24.apríl og það eru allir ákveðnir í því .....að þetta á fyrst og fremst að vera skemmtileg ferð og er ég ekki í nokkrum vafa að það tekst því þetta er ekki í fyrsta sinn sem megnið af hópnum hefur ferðast saman til útlanda..... mikið fjör og mikið gaman....
En snúum okkur aðeins að því hvað er að gerast í fjölskyldunni.... nú Þórður og Isabell hafa fengið nýja íbúð...þau fá hana afhenta 1.maí. Þetta er stúdenta íbúð sem staðsett er í blokk sem eldri borgarar búa í ....það eru víst nokkrar stúdentaíbúðir í húsinu...þau fá 57 fermetra íbúð á 4.hæð og er lyfta í húsinu. Þarna geta þau verið nokkuð örugg með húsnæði næstu árin, alla vega á meðan Isabell er í sínu námi...
nú nú .... Ólöf varð deildarmeistari b.liða í handbolta í 4.flokki og verður keppt um íslandsmeistara titilinn nú í næstu viku....ég missa af því en ég get ekki verið alstaðar svo það verða aðrar mömmur að taka yfir stuðningshrópin á pöllunum ... það eru jú fleiri mömmur að horfa á en pabbar í okkar hópi......ég mun bara vera með þeim í anda.
Nú er leiklistarskólanum hjá Ólöfu að ljúka og verður lokakvöld (að ég held) í Borgarleikhúsinu á síðasta vetrardag þann 23.apríl. Sýningin sem krakkarnir sýna er eftir Shakespeare en 23.apríl er 444. afmælisdagur hans og verða unglingar um allan heim að sýna verk eftir hann í tilefni dagsins... hefst fyrsta sýning í Nýja Sjálandi og endar á Haíti. Hér er hægt að sjá hvað er í gangi í tilefni dagsins í hinum ýmsu löndum á öllum tímabeltum. www.ssf.uk.com/international/24/schedule.
Nú fer sýningum á Skilaboðaskjóðunni að ljúka á þessari vorönn og hún fer í frí fram á haust... Ólöf var að sýna í dag og tók hún svo á móti frændsystkynum sínum Eyþóri Erni og Ólöfu Þórunni í lok sýningar og sýndi þeim baksviðs í leikhúsinu og fannst þeim það ekki leiðinlegt....
Það hefur verið ágætt að gera hjá Palla og Nonna undanfarið. Ástinn hefur bankað að dyrum hjá Palla og bara gaman að því.. hann og vinkona hans Herdís ætla að skreppa á Akureyri um næstu helgi og hafa það skemmtilegt og er ég ekki í nokkrum vafa um að það takist... Nonni er komin á fullt í þjálfuninni hjá Fylki... mér sýnast allar helgar verða uppteknar í keppnum með báða flokkana næstu mánuði... en þetta er hans líf og indi svo það er gott mál. Tedda les og les svo við sjáum ekki mikið af henni þessa dagana.
Síðan snúumst við hjónakornin um þetta allt....
Látum þetta gott heita í kvöld.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er ótrúlega rétt lýsing á mér þetta strumpapróf...
8.4.2008 | 23:04
ég er ...Papa smurf.... sem sagt alltaf að hugsa um aðra en sjálfan mig ....ætli það séu ekki nokkrir í kringum mig sem tækju undir það .....ég væri líklega komin með nýja eldhúsinnréttingu, uppgert bað, eða bara nýja íbúð ef ég væri ekki alltaf að hugsa um hvað það væri nú gott ef allir í kringum mig ....þá meina ég nú aðallega börnin.... hefðu það sem þau vantar og langar til... og líka þessi hugsun... það koma tímar seinna... ég get gert það sem mig langar þá...... svo finnst mér líka gaman að gefa öðrum og líður bara ágætlega þó ég sé ekki komin með nýja eldhúsinnréttingu...hún hefur duga ágætlega hingað til.
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm
endilega prófið þetta góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla ekki að verða leikskólastjóri......
8.4.2008 | 20:50
sagði einn lítill skjólstæðingur við mig um daginn.... ég var að skera epli fyrir hann og við vorum orðin fámenn í lok dags, svo við vorum að rabba saman og fá okkur epli....núú sagði ég... af hverju viltu ekki verða leikskólastjóri.....þá svaraði hann .... ég kann ekki að skera epli....og hann ætlaði ekki að verða læknir... því hann kunni ekki að lækna fólk... en hvað ætlar þú að verða þegar þú verðu stór? .. spurði ég... hann hugsaði sig um og sagði svo ...allt annað... kannski pizza bakari. Þessi skjólstæðingur var líka búin að ræða þessi mál við mömmu sína ...en þá hafði hann áhyggjur af því að ef hann yrði leikskólastjóri þá hefði hann ekkert hólf. Börnin eru alltaf svo hrein og bein og segja það sem þeim finnst. það eru nefnilega forréttindi að fá að umgangast börn daglega í vinnunni.
Það er alltaf nóg að gera í vinnunni, við erum á fullu með foreldraviðtöl og það er komin vorfiðringur í fólkið, löngun í útiveru og gönguferðir.... svo náttúrulega löngun til að fara að taka til og þrífa utandyra eftir veturinn. Það magnast upp spenna vegna Skotlandsferðar og tíminn flýgur áfram.
Lífið hefur gengið sinn vana gang hjá fjölskyldunni... það komu allir í mat á sunnudaginn og Erna frænka, Anna Linda og Erna Þurý..... sem blandar orðið nokkrum tungumálum saman og svo sorterar maður bara úr..... komu líka og var bara mikið stuð yfir matarborðum og mikið spjallað.
Þórður sagði mér frá því að hann ætli að koma heim í tvær vikur í júní og líkleg kæmi vinur hans hann Tóbías og stoppaði í 4-5 daga líka, það verður bara gaman að því. Isabel kemur líkleg ekki með honum núna, hún hefur tekið stefnuna á Kúbu með vinkonu sinni, ferð sem þær hafa ætlað að fara í 2 ár til að læra að dansa kúbanskt salsa...hún er mikið áhugamanneskja um dans og hefur verið að læra og æfa dans með skólanum í vetur.
Nú fer handboltanum að ljúka hjá Ólöfu og eru þær að keppa nú í kvöld við HK og eru þá bara tveir leikir eftir á þessum vetri.... það er nánast formsatriði að spila þessa leiki því þær eru efstar í riðlinum og hafa ekki tapa neinum leik í vetur... ég er einmitt að hoppa út til að horfa á leikinn... ótrúlegt að ég skuli leggja þetta á mig .... því handbolti hefur ekki verið mitt uppáhald.
kveð að sinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en það er nú þannig að stundum finnst mér ég ekki hafa mikið að segja frá... kanski er það bara vitleysa og maður á bara að byrja og láta svo fljóta .......og sjá hver útkoman verður.. ég ætla að gera það í dag.
Þegar ég kom í vinnuna á föstudagsmorguninn..kom ekki fyrr en um kl. 11.oo því ég hafði verið með svo svakalegan höfuðverk þegar ég vaknað að ég tók verkjalyf og lét þetta líða hjá, en nóg um það... þegar ég semsagt kom í vinnuna þá var mikil gleði ríkjandi yfir því að það hefði verið komið með nýbakaðar pönnukökur í kaffitímann um morguninn (kl. 9.00)....kollegarnir höfðu aldrei smakkað aðrar eins dýrðar pönnukökur... sem þær náttúrulega eru... og ég hefði mist af herlegheitunum... aðeins nokkrar eftir og þær ekki heitar lengur. Þarna hafði hann pabbi minn tekið sig til fyrir allar aldir og bakað pönnukökur og fært starfsfólkinu í leikskólanum mínum. Þetta hafði komið til tals milli okkar feðginanna að gaman væri ef hann gæti gert þetta fyrir mig svona einhvertímann við tækifæri en þarna var honum rétt lýst að drífa þetta af og færa okkur þetta í morgunkaffið.
Talandi um pönnukökur þá hafa pabbi og mamma komið því á, að yfir vetramánuðina þá er opið hús hjá þeim. Pabbi bakar pönnukökur eins og þarf, geta verið úr 1-3 uppskriftum allt eftir því hvað margir koma. Þetta gerir það að verkum að fjölskyldan hittist reglulega og tengslin við börn, barnabörn og tengdabörn verða sterkari. Þar sem þetta hefur spurst út um stórfjölskylduna og til vina þá er alltaf vona á að hitta á ættingja og vini sem annars hittust ekki nema við ættarmót og jarðarfarir. Laugardagar eru semsagt fjölskyldudagar í stórfjölskyldu minni.
Annars er þetta með pönnukökurnar alveg sérstakt því pabbi er eldfljótur að baka og lýsingarnar hjá kollegunum á föstudaginn var, voru á þessa leið.... þær eru svo fallegar á litin...fallegar í laginu... þunnar og ofboðslega góðar Pönnukökupannan hans pabba er búin að fara víða... hún fer með til Kanarí á hverju ári... hún hefur farið með í flestar þær utanlands ferðir sem foreldrar mínir hafa farið í .... þar sem þau hafa dvalið um tíma og þar sem fjölskyldan hefur verið með í för.... bara gaman að þessu.
Helgin hefur verið fín. Eftir pönnukökurnar hjá pabba og mömmu var haldið í afmæli hjá Ólöfu Þórunni daman varð 8 ára og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir þar. Í dag var svo ákveðið að sofa út og hafa það notalegt það lá ekkert fyrir að við héldum, búið að fresta handboltaleik við Gróttu til 13. apríl, engin leiksýning hjá Ólöfu því hún vara að leika síðustu sýningu fyrir páska. En það var nú ekki alveg svona rólegt því kl. 13.35 var hringt frá þjóðleikhúsinu og spurt hvort Ólöf vær i ekki að koma, ætti að sýna í dag...... það varð uppi fótur og fit því sýningin átti að byrja kl 14 og við uppi í Árbæ!!!!!!!! Við hentumst af stað og vorum komin niður í leikhús kl. 13.48 og þvílíkt stress og panik að ná í tæka tíð búningurinn var til og allt gert klárt svo þetta tókst en naumt var það. Einhver misskilningur olli því að upplýsingar um breytt fyrirkomulag komst ekki til allra en það bjargaðist en þetta þýðir að Ólöf á ekki að sýna um næstu helgi eins og við gerðum ráð fyrir heldur þarnæstu helgi
Hér látum við staðar numið í kvöld, góða nótt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf er nú gott að koma heim....
24.3.2008 | 20:24
þó helgin sé búin að vera yndisleg. Við hjónin og unglingurinn okkar fórum í sumarbústað yfir páskahelgina. Við fórum á Laugarvatn og dvöldum þar í bústað sem félag vélstjóra og málmtæknimanna eiga. Við vorum með nóg pláss, hefðum getað verið öll fjölskyldan, en við nutum þess að vara bara þrjú. Það sem vakti undrun okkar hjóna var hvað dóttirin var ánægð með að vera bara ein með okkur foreldrunum, hún sem er á þeytingi út um allt og vinirnir skipta hana öllu máli þessi misserin. Hún var svo ánægð með að geta druslast um á náttfötum, sofið fram eftir, spilað, horft á sjónvarpið (þó aðeins væru 2 stöðvar) og svo bara gera ekki neitt. Í raun erum við foreldrarnir afskaplega ánægðir með þessa ferð, að unglingurinn okkar skuli enn geta notið þess að vara bara í rólegheitum með okkur.
En það var svo skrítið að við vorum bara hálfnuð heim þegar fyrstu hringingar byrjuðu og farið var að plana hvernig verja ætti kvöldinu og næstu kvöldum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er hugsi yfir ......
16.3.2008 | 22:43
málaferlunum á Seltjarnarnesi... þar sem kennari vann mál við móður barns með asparger heilkenni. Þetta er sorglegt mál og mér finnst hreint með ólíkindum að bærinn/sveitafélagið skuli ekki vera með tryggingar sem einmitt mæta svona málum þ.e. t.d. þegar kennari verður fyrir skaða af völdum nemanda. Þetta á við um fleiri störf þar sem viðfangsefnið er manneskjan í öllum sínum breytileika.
Skólinn er fyrir alla, skóli án aðgreiningar, sem þýðir að skólinn á að vera í stakk búin til að mæta öllum einstaklingum hvort heldur um líkamlega eða andlega fötlun er að ræða eða geðræn vandamál. En hvar stendur kennari í þessu öllu saman, það er vitað að það skortir bæði fé og mannskap inn í skólakerfið til að mæta þeim einstaklingum sem þurfa mikla aðstoð.
Því segi ég að starfsmenn eiga að vera tryggðir, og það á að vera tryggingarfélag sveitarfélags sem ber kostnaðinn þegar svona mál koma upp. Það vita flestir sem eitthvað vinna með börnum að börn með þessa eða aðrar geðrænar raskanir geta verið óútreiknanleg og stjórna ekki gjörðum sínum, fyrir svo utan að hvert og eitt barn er einstakt. Því er ekki hægt að setja alla undir einn hatt. Það er mikið lagt á foreldra barns sem greinst hefur með geðraskanir og þurfa að kljást við þá staðreynd alla daga, þó það eigi ekki von á málshöfðun ef barnið verður svo ólánsamt að valda manneskju líkamstjóni, vegna stjórnlausrar hegðunar. Því segi ég aftur skólinn /sveitafélagið á að tryggja öryggi starfsmanna.
Leikskólinn er einnig undir þessum sama hatti að ef starfmaður leikskóla verður fyrir t.d eignartjóni af völdum barns þarf viðkomandi starfsmaður að gera kröfur í foreldri eða að ef sveitafélagið (borgin) á að greiða tjónið þarf að játa vanrækslu í starfi til að bætur náist fram. Þetta þýðir að frekar ber starfamaður skaðann sjálfur heldur en að fara þessar leiðir. En þá kem ég aftur að tryggingum starfmanna í skólum og hvar þeir standa ef þeir verða fyrir tjóni í starfi.
Það er ekki í grunnmenntun kennara/leikskólakennara að vinna með andlega og líkamlega fötlun. við erum með innsýn og vitum af ýmsu en við höfum ekki fengið menntun eða þjálfun til að takast á við allan þann breytileika sem okkur er ætlað að mæta í starfi.
Eftir hátt í 30 ára starf í leikskóla þar sem ég hef kynnst ýmsum gerðum andlegrar og líkamlegrar fötlunar þá set ég spurningamerki við skóla án aðgreiningar. Ég geri það í ljósi þess að mér finnst stundum eins og þetta sé spurningin um rétt foreldra en ekki barnsins. Ég vísa þá í að skólinn þarf mannafla með menntun til að takast á við þá fötlun sem er til staðar hjá barni, húsakynni og aðstöðu í skólum og leikskólum til að mæta þeirri þjónustu og þjálfun sem barnið á rétt á samkvæmt lögum. Það dugar ekki alltaf að vísa í að einhver eigi rétt á þessu og hinu það þarf bæði peninga og mannskap til að uppfylla réttinn, og meðan þetta vantar þá er skóli án aðgreiningar, orðin ein og klór í bakkann.
Í þessu máli sem að ofan er vitnað í spyr ég, hvar stæði kennarinn ef foreldri barnsins hefði ekki verið með tryggingu?????? það er ekki sjálfgefið að allir séu með tryggingu.
Þetta eru mínar vangaveltur og ég ýja að ýmsu en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Misskilningur....
14.3.2008 | 19:33
einhver misskilningur hefur farið í loftið eftir síðustu færslu... ætla mætti að við værum að fá barnabarn á næstunni..... en það er ekki rétt, allavega vitum við ekki til þess... ennþá... sem sagt þetta leiðréttist hér með ef einhver skildi hafa tekið þessi skrif mín á annan hátt.
Það verður sama hraðlestin í kringum dótturina í dag og alla þessa helgi eins og vanalega. Söngtími í dag og leiklistartími frá 16.00-20.00 og eftir það er afmæli hjá einni skólasystur. Í fyrramálið er svo leikur á móti Vestmanneyjum og annað afmæli hjá vinkonu. Á sunnudaginn verður svo seinni leikurinn á móti Vestmanneyjum kl. 12.00 og síðan á hún að sýna Skilaboðaskjóðuna kl. 14.00 sem sagt þessa helgi verðum við í skutli eins og svo oft áður.
Við fengum úthlutað bústað um páskana okkur til mikillar undrunar og ánægju, áttum ekki von á því. En við munum verða á Laugarvatni um páskana. Við erum ákveðin í að láta okkur líða vel, hvíla okkur, nota heita pottinn og dekra svolítið við sjálf okkur.
En nú þarf ég að fara að hendast af stað og sækja heimasætuna því mér er ekki vel við að hún sé að þvælast á þessum tíma úti og í strætó, líklega verður hún á hraðferð vegna afmælisins sem hún er að fara í. ef ég þekki hana rétt. En annað, okkur hefur ekki enn tekist að koma okkur niður á dag til að halda upp á hennar afmæli, sem var 7 mars, því hún er svo upptekin.
Farið vel með ykkur bless, bless.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því í ósköpunum valdirðu...
13.3.2008 | 19:13
þessa mynd Sigga ....... stundi eiginmaðurinn upp ...þegar hann sá þessa fínu mynd af mér sem fylgir bloggsíðunni .... hvar fannstu hana? hvar er hún tekin? Ég er nú ein af þessum sem myndast bara ekkert sérstaklega vel og hafa myndavélar og ég ekki endileg átt samleið. En þessa líka fínu mynd fann ég nú með því að stækka höfuðið á mér út úr annarri mynd. Mynd sem var tekin síðasta sumar í Arnarfirði, þegar ég og mágkona mín fórum í gönguferð upp úr botni Fossdals og fórum upp á Kvennaskarð og horfðum yfir í Dýrafjörð. En það getur nú samt verið að ég skoði þetta eitthvað fyrir hann
Ég talaði nú betur við hann Þórð minn um þessa tónleika sem hann var að spila á.... Þetta voru samspils tónleikar á vegum MGK tónlistarskólans í Kaupmannahöfn. Stjórnandi að nafni Django Bates breskur tónlistarprófessor sem kennir einnig við dönsku konservatoríuna, æfði hópinn og voru þau með tónleika í MGK skólanum, fóru síðan með tónleikana í Ishoj menntaskólann og síðan var endað með kvöldtónleikum í Cobenhagen Jazzhause og sagði Þórður að þetta hefði gengið alveg ....geggjað vel...
Ólöf keppti í handboltanum á þriðjudaginn var og var keppt við Stjörnuna í Garðabæ, það er skemmst frá því að segja að við foreldrarnir vorum að fara á límingunum í fyrri hálfleik... ég hefði aldrei trúað að ég færi að stressast á handboltaleik hjá 4.flokki. en þessi leikur var mjög spennandi og var eins og hálfgert einvígi milli þessara efstu liða í flokki b liða í 4.flokki semsagt frábær leikur, stelpurnar eru bara svo skemmtilegar að horfa á og hafa gaman að leiknum, spila vel saman og hvetja hver aðra til dáða. Loka tölur í leiknum urðu 17-12 fyrir Fylki en var í hálfleik 7-10 fyrir Stjörnuna.
Við fengu ánægjulega heimsókn í gær og voru þar vinir okkar að norðan á ferð með lítið 5 mánaða kríli og fengum við hjónin að máta aðeins og lét krílið sér það vel líka. Þegar heimasætan kom, fékk hún alveg fiðring í hendurnar að fá að halda á stýrinu... svo kom setning.... af hverju er ekkert að gerast hjá bræðrum mínu..... Ég held að við hér á heimilinu séum bara að verða tilbúin að verða afi og amma og föðursystir
Jæja látum þetta gott heita í dag og verið nú góð hvert við annað
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er ný vika farin af stað....
11.3.2008 | 00:13
á eftir helgi kemur vinnuvika og lífið heldur sinn vanagang. Ég hef náð að vera í sambandi við alla mína og þar með er ég með yfirsýnina á öllum. Mér finnst það ágætt ...þarf að hafa þetta svona allt á hreinu.
Ég talaði við Þórð í kvöld og var hann að koma frá því að spila á tónleikum í tónlistarskólanum sínum í dag. Þetta er svona hljómsveitarprógramm sem er svo farið með útfyrir skólann, á morgun spila þau í einhverum menntaskóla og svo á klúbbi annað völd sem ég held að heiti eitthvað... Jazzhús.... en honum finnst þetta mjög gaman.
Það er í sjálfu sér lítið að frétt héðan í dag, allt nokkuð rólegt og ekki þurfti að skutla heimasætunni eitt eða neitt ... gott mál... en á morgun á hún að keppa í Garðabæ í handbolta og að sjálfsögðu stormar maður þangað og styður sitt fólk í mikilvægum leik.
Í vinnunni er alltaf nóg að gera, starfsviðtöl í fullum gangi og undirbúningur fyrir Skotlandsför í apríl svo eitthvað sé nefnt. Börnin eru óðum að skila sér í leikskólann eftir veikindi sem hafa lagst mismunandi á þau og starfsfólk er að hressast líka.... sem sagt hækkandi sól og bara gaman.
jæja látum hér staðar numið og góða nótt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)