Hvíldar helgi ...

allar helgar hjá okkur eru orðnar hvíldarhelgar... við sofum út ef við mögulega getum og erum bara að druslast um... förum ekkert endilega út nema við þurfum þess nauðsynleg t.d skutla heimasætunni, versla og svoleiðis.  Þetta er bara gott við náum að hlaða batteríin fyrir komandi viku.  Whistling

En framhald síðan í gær. Heimasætan keppti eins og fyrr segir í söngvakeppni samfés. Þær vinkonurnar voru ánægðar með þátttökuna þó ekki hafi þær komist í verðlaunasæti.. segjast vera reynslunni ríkari og viti hvað gera skuli næsta ár .Happy  að lokinni keppni var brunað upp í Fjölnishús til að keppa í handbolta ....með millilendingu í subway... þær komu í tíma og spiluðu ágætan leik á móti Fjölnisstelpunum og unnu leikinn 22-11 bara gott mál...þær eru taplausar eftir 13 leiki...4 leikir eru framundan næstu 6 daga...sem sagt nóg að gera.Wink

Strákarnir komu í mat í kvöld og var bara gott að fá þá í heimsókn, tilefnið var nú að heimasætan átti afmæli á föstudaginn var og réði hún matnum. Ég fékk þó að hafa sm...á áhrif.... því tillaga hennar var að hafa slátur ....! í matinn á sunnudegi og sem afmælismat... en ég lofaði að hafa slátur í matinn fljótlega.Kissing 

Ég heyrði í mömmu og pabba í kvöld það er alltaf sama hamingjan á Kanarí og allir hressir og glaðir en nú fer þetta að styttast  og aðeins rúm vika þar til þau koma heim.  Það verður nú gott að fá þau heim svo maður geti nú farið að droppa við hjá þeim í Funalindina.Smile Ekki verður verra þegar laugardags pönnukökurnar byrja afturHalo og fjölskylda og vinir hittast á ný.

 


Smá spenna og fiðringur í maganum......

það er nú svo að maður verður svolítið meðvirkur með börnunum sínum þegar þau taka þátt í keppnum  Blush.... og sjálfsagt ekki óeðlileg... maður vill náttúrulega að allt gangi upp... og svo er nú markmiðið að vinna...  Tounge  En það er nú þannig að ekki geta allri unnið... svo maður gerir sitt allra besta. 

 En ég er að hlusta á samfés keppnina á rás 2 og ég verð að segja að það verður erfitt fyrir dómara að velja besta atriðið ...það er frábært að heyra í öllum þessum krökkum og hvert atriði af öðru er frábært  athugið að þetta eru bara krakkar á aldrinum 13-15 ára.   Joyful Heimasætan var í atriði no. 7 og gekk þeim bara mjög vel en eitthvað er að úsendingunni því truflanir voru  í míkrófónum hjá nokkrum atriðum þannig að útsendingin er líklega ekki alveg sú besta en salurinn heyrir þetta örugglega betur.  Ég er nú með smá hnút í maganum yfir þessu Joyful

Svo að lokinni keppninni þarf ég að bruna með nokkrar stelpur frá Laugardalshöllinni upp í Fjölnishús til að  keppa við Fjölni í handbolta kl. 17.00 .... ég hef sagt það áður að lífið snýst um þessi blessuðu börn og verð að segja að ég er heppin að það er nú  eitt barn eftir heima sem allt snýst um.  Aðrir farnir að sjá um sig sjálfir og maður tekur þátt í þeirra lífi á annan hátt. Halo

 

   


Litli drengurinn minn í Danmörku.......

hafði samband við mömmu sína ( 22 ára) og bað um íslenskt páskaegg....og þar sem ég get ekki staðist slíka bón þá mun ég senda honum og kærustunni 2 páskaegga svo  þau fari nú ekki varhluta af hinni íslensku hefð að troða sig, hver sem betur getur, út af súkkulaði.Wink

Annars er hann smá saman að komast inn í danskt samfélag og það er nú þannig að þessi blessuðu börn læra helst ef þau ganga sjálf á veggina og þannig er það nú með minn dreng, hann fer að skoða hindranirnar þegar hann hefur rekist á þær.Pinch  En hann er að læra Grin Hann er ánægður í MGK tónskólanum og er að fara að æfa með hljómsveit á vegum skólans sem mun verða með tónleika á næstunni.  Síðan er hann að vinna á Dóminos í Köben með skólanum.  Honum fannst það ekki spennandi kostur í fyrstu, en þegar menn hafa gengið um atvinnulausi og orðnir peningalitlir í öðru landi og þarf að bjarga sér þá tekur maður því fegins hendi  sem býðst.  Ég held að það að fá ekki vinnu hafi verið góð lexía, það er ekki allt sjálfgefið og það þarf að hafa fyrir hlutunum. Smile 

Nú er stóri dagur heimasætunnar að renna upp hún verður 15 ára á morgun. Það mun nú ekki mikið verða haldið upp á það að sinni því hún kemst varla yfir það sem hún hefur að gera. Dagurinn hjá henni verður á þessa leið....skóli, söngtími, leiklistartími og samfésball í Laugardalshöll. Það verður lítill tími fyrir foreldra þennan daginn. Á laugardag á hún svo að keppa ásamt tveimur vinkonum og hljómsveit úr skólanum hennar í söngvakeppni samfés, þau keppa fyrir Ársel og verður það líklega mjög spennandi og gaman, en deginum lýkur ekki þá, keppa þarf í handboltanum kl. 17.00 og síðan er henni boðið í leikhús, ég held að hún þurfi að sofa allan sunnudaginn eftir þessi herlegheit.Joyful

Jæja þá hef ég þetta ekki lengra og býð góða nóttSleeping

 


Rapport dagsins......

Þá er þessi dagur að kveldi komin, hann hófst á námskeiði um "frávikagreiningu" á fjárhagsáætlun leikskólans. Það var þörf yfirferð og eftir því sem maður fer á fleiri námskeið tengd þessum blessuðu fjármálum því öruggari verður maður með þetta allt saman. ....Ég verð að segja að hlutirnir hafa gerst svo hratt að maður heldur varla í við breytingarnar... en nú er þetta allt á réttri leið. 

Mikið er um veikindi í leikskólanum og hefur vantað um þriðjung barnanna síðustu 2-3 daga. Starfsfólkið hefur ekki farið heldur varhluta af þessari veikindatíð og er það lán í óláni að það helst í hendur.  Sick

Mamma og pabbi hringdu  frá Kanarí og spurðu frétta af öllum, þaðan var allt gott að frétta og þeirra hópur hress. Hitinn varð helst til mikill  í dag og fór í 35° þegar heitast var. 

Það er svo merkilegt þetta með að fá fréttir af öllum og hafa yfirsýn yfir alla fjölskylduna og veðrið... þar með getur maður verið rólegur.... þangað til maður hringir næst.... um að allir spjari sig nú vel án manns.  Ég held að ég sé að smitast af þessu ég þarf orðið alltaf að vita hvað allt mitt fólk ..(börn og tengdabörn) er að gera og hvort öllum líði ekki vel, síðan þarf maður að vita af systkinum og þeirra fólki og þá getur maður verið rólegur þar til maður heyrir í þeim næst Blush  Alveg merkilegt ég veit ekki hvort þetta er aldurinn eða hvað......Woundering

Heimasætan  á bænum fór að keppa í handbolta í kvöld og var nú keppt við ÍR  í Austurbergi og að sjálfsögðu tóku okkar konur þetta... hafa unnið 12 leiki af 12 leiknum leikjum og getur það talist harla gott.  Það er nú svo að ég fer orðið á alla leiki sem hún spilar og finnst þetta bara orðið ansi skemmtilegt eins og mér fannst þetta lítið spennandi þegar hún var að byrja. En við erum þarna nokkrar mömmur og pabbar sem skemmtum okkur vel og styðjum dyggilega við okkar konur....áfram Fylkir Happy 

Gott fólk ég ætla að láta staðar numið að sinni og segi góða nótt Sleeping


Sjóveik á þurru landi....

eða þannig. Ég var að fá ný gleraugu sem ég á að ganga með......svona nær og fjær gleraugu........ en ég verð að segja að við fyrstu uppsetningu líst mér ekki á blikuna. Errm Það eru svokölluð fljótandi gler sem dökkna í sól, í gleraugunum.  Mér finnst, í fyrsta lagi, ég vera með höfuðið á annarri hæð en restin af líkamanum...... skrýtin tilfinning...... síðan fer allt úr fókus ef ég lít til hliðar en læt ekki höfuðið fylgja með.... mjög óþægilegt og ef ég hreifi höfuðið og mikið þá verð ég bara sjóveik.  Sick

Ég vona að þetta eigi eftir að lagast og ég nái að nota gleraugun því annars hefur  "miklum peningum verið veðjað á rangan hest."   Ég þarf líklega að fara með þau í búðina á láta stilla þau, ég lét nefnilega afgreiða þau í fríhöfninni og bróðir minn hann Hafliði kippti þeim með sér þegar hann fór til Kanarí. 

Annars er húsmóðirin orðin hress og tók meira segja til hendi í dag....það er ekki skemmtilegasti hlutur í heimi...... ég bíð stundum eftir að hlutirnir geri sig sjálfir.... en skrýtið það gerist aldrei.. ég get alltaf treyst því að allt bíði eftir mér.  Það er eins og engin í fjölskyldunni sjái það sem ég sé.. ætli mömmur og eiginkonur hafi einhverja aðra sýn á heimilið en aðrir fjölskyldumeðlimir ......væri ágætt rannsóknarefni. Woundering

Það virðist vera eitthvað í loftinu hjá okkur mæðgum þessa dagana, ég má ekki opna munninn eða segja nokkurn hlut án þess að það sé rangtúlkað og tónhæðin fari úr böndunum og það er svo undravert að það snýst allt einhvernvegin í andhverfu sína þannig að allt verður mér að kenna.  Mér finnst þetta vont og henni finnst þetta vont svo vonandi tekst okkur að finna flöt sem báðar geta unað við, því sem betur fer höfum við nú náð að lenda málum farsællega þegar við höfum ekki verið sammála um hlutina. InLove

Mamma og pabbi hringdu í dag frá Kanarí og létu vel af sér. Það hefur verið rólegt hjá þeim eftir að allur hópurinn var farinn heim á þriðjudaginn var.. þó var haldin pönnukökuveisla í gær þar sem vinir og ættingja sem staddir eru á Kanarí, og þeir eru ansi margir, komu í kaffi og pönnsur að hætti Dodda.  Annars var allt gott að frétta af þeim og allir hressir. Joyful

Ég læt hér staðar numið í kvöld og býð öllum góða nótt.


Það virðist enginn vera undanskilin...

þegar kemur að veikindum ekki einu sinni ég.. sem verð náttúrulega aldrei veik.. en það kom að því.  Þetta byrjaði afskaplega sakleysislega eða með smá særindum öðru megin í hálsinum... ekkert annað enda var ég ekki veik eða á leið að vera veik.  En ég átti erfitt um svefn vaknaði oft og átti erfitt með að kyngja...en það var ekkert að mér ..  ég klæddi mig eins og venjuleg og ætlaði i vinnuna, en ég var mjög slæm í hálsinum og gat varla talað fyrir verkjum , svo ég ákveð hinkra og athuga hvort möguleiki væri á að komast til læknis í dag ...  nú haldið þið að ég sé husterísk að rjúka til læknis þá maður finni eitthvað til....  en þar sem ég vinn á leikskóla og flestir starfsmenn og þó nokkuð af börnum voru búin að greinast með streptococca sýkingu þá ákvað ég að tala við lækni áður en ég færi til vinnu enda hefði ég gert lítið gagn þar þó ég haldi að ég sé ómissandi.  Nú ég fór til læknisins kl. 11.00 ..heppin ég að fá tíma... og viti menn ég var með bullandi STREPTOCOCCA sýkingu...Sickog ég sem verð ekki veik.  Þrátt fyrir að ég verði ekki veik er ég búin að liggja í rúminu í allan dag og á milli þess sem ég svaf, hlustaði ég  á útvarpið sem var í ruglástandi í tilefni af hlaupársdegi.

En látum þetta gott heita í dag ég verð ábyggileg sprellfjörug á morgun eða hinn úr því ég fékk strax viðeigandi lyf til að stöðva þennann ófögnuð.


Lífið í kringum dótturina....þessa dagana

það má segja að lífið snúist nokkuð mikið í kringum dótturina enda er hún orðin ein heima með okkur foreldrunum og líkar það bara ekki svo illa.

Nú árshátíðin gekk vel  og mikil gleði með hana......minni fannst nú mamman heldur hallærisleg þegar hún fór fram á að  dóttirin ætti að vera í góðum skóm og hafa hælaskóna með í pokaShocking en viti menn það kom á daginn að það var bara skinsamleg ákvörðun því það kyngdi niður snjó á meðan dansinn dunaði.  Þessar mömmur vita nú oft hvernig best er að haga hlutunumGrin

Í dag hélt svo þemavikan áfram.. ég sem  hélt að þetta hefði tekið enda í gær.. en nei  mætt var í náttfötum í skólann í dag og það síðan notað sem afsökun fyrir því að þurfa ekki að klæða sig í dagWink  það væri nú ósköp þægilegt að vera svona afslappaður stundum. 

Handboltinn hélt áfram í kvöld og ég held að ég hafi ekki misst af nema ca. 2 leikum í vetur hjá stelpunum í 4.fl.B í Fylki. Þær eru hörku góðar og það er gaman að horfa á þær spila, það ríkir nefnilega leikgleði í hópnum...... að sjálfsögðu unnu þær í kvöld og það með 15 marka mun og átti dóttirin ekki sístan þátt í þvíJoyful 

Stelpan hefur verið að kvarta aðeins undan því að þegar hún tæki spretti í hraðaupphlaupum þá væri eins og hún springi og verði móð....við höfum velt þessu fyrir okkur, hvað þetta gæti verið, ...hvort hún borðaði ekki nóg... hún hefur verið að stækka hratt... hvort opið sem var á milli hjartahólfa væri ekki örugglega lokað eins og sagt var þegar hún var 6 ára.... en í dag kom skemmtileg athugasemd frá einum pabbanum í hópnum sem hljóðaði svona ..."það er eins og þú andir ekki í hraðaupphlaupunum"... og þetta er ekki svo galið .. hún sleppti að anda því hún var svo upptekin að rekja boltann... svo nú í kvöld lagði hún áherslu á að anda réttBlush og viti menn hún fann ekki fyrir neinuGrin 

Jæja meira verðu ekki gert á þessum ágæta degi og býð ég bara góða nótt.


Það er mikið um að vera þessa dagana...

það er nefnilega árshátíð í vændum hjá unglingnum á heimilinu, þar sem hún er stelpa þá er mikið tilstand ... ég man ekki eftir þessu hjá strákunum .. það var alltaf eitthvað svo  hreint og beint, það var varla að þeir nenntu að pæla í fötunum sem þeir ætluðu að vera í...... en dóttirin þar gegnir allt öðru máli. Það þarf kjól .. það voru keyptir 4 á Kanarí svo eitthvað er að velja úr....  það þarf skó... þurfa að passa við kjólinn, réttur litur, eyrnalokka þarf að velja og hálsmen, eitthvað er til en annað þarf að kaupa, sem betur fer eru þetta ekki mjög dýrir hlutir en það týnist til.  Síðan þarf að spekúlera og spá með vinkonunum og huga að hvernig hárið eigi að vera og ég tala nú ekki um förðunin. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona mikið mál þegar ég fór á árshátíð í gamladaga.Halo 

Það sem gerir hlutina erfiðari þessa vikuna og fer með skapið hjá móður og dóttur er að það eru þemadagar í gangi í tengslum við árshátíðarvikuna. Það var kúrekadagur á mánudag, 80´s á þriðjudag og á sjálfan árshátíðardaginn hafa bekkirnir valið sinn eigin þemaklæðnað til að klæðast yfir daginn og svo er ballið um kvöldið.

Þetta hefði  nú  verið allt í lagi ef til hefði verið eitthvað í þessum dúr á heimilinu, húsmóðirin tók  nefnilega nokkuð vel til í skápum  í vetur og lét allt sem minnti á gamla tíð í fatnaði hverfa og af þeim sökum varð ástandið á mánudagskvöldið verulega erfitt þegar ekkert fannst sem minnti á 80´s í fataskápunum.  En þegar upp var staðið og raddir höfðu hækkað og lækkað og allt komið út úr skápum, fannst lausn á málinu og allir urðu sáttir. En það verð ég að segja að grímuböll eða þemaklæðnaður hefur aldrei verið mín deild, þetta er ágætt og gaman að horfa á aðra, ef ég þarf ekki að koma nálægt þessu sjálf. Tounge

 


Þá er maður komin aftur....

eftir árs fjarveru frá bloggi, ekki að það hafi verið mikið áður, en nú tek ég upp þráðinn.  Ég brá mér til Kanaríeyja fyrir stuttu. Hvort það er aldurinn sem segir til sín, veit ég ekki en mér fannst það afskaplega notalegt og það braut upp tilveruna og skammdegið.

Ég fór "ein" eða þannig, eiginmaðurinn kom ekki með að þessu sinni. Ekki var ég nú ein að öllu leiti, foreldrar mínir, bróðir minni og hluti fjölskyldu hans voru úti ásamt móðursystur og eiginmanni og ýmsum sem ég þekkti. Ég fékk að gista í sumarhúsi sem bróðir minn var með og fór afskaplega vel um fólk þar. Hitinn var ágætur þó mér finndist svolítið kalt á kvöldin, var eitthvað kulvísari fyrstu dagana eftir að ég kom út.

Ég stoppaði ekki nema viku og þykir mér það helst til lítið og næst, þá fer ég með eiginmanninn með og verð lágmark í 2 vikur þá má eiginlega ekki vera minna ef fólk á virkilega að ná að slaka á.  En ég hafði gaman af þessari ferð, við fórum í hringferð  um eyjuna og sáum hana græna og fallega, því það hafði rignt aðeins áður en ég kom út, svo allt var í blóma og mikið af fallegum litum í náttúrunni. Við fórum líka í hellaferð og var það mjög gaman og framandi að sjá híbýli fólks sem hafði kosið sér að búa í hellum.

Mikið var gengið, meðfram ströndinni og hinar ýmsu götur ensku strandarinnar þræddar. Það var áð á nokkrum af hinum fjölmörgu  veitingastöðum sem hægt var að finna á göngu sinni um svæðið á daginn og þorsta og hungri svalað, síðan voru matsölustaðir teknir út á kvöldin. Þetta var einstaklega notalegt og rólegt líf. 

Karnivalið var í hámæli þessa viku sem ég stoppaði. Hvar sem maður fór mætti maður fólki í hinum ýmsu búningum og oftar en ekki voru það karlmenn í kveinmannsklæðum eða afskaplega fáklæddir piltar í skrautbúningum. 

                  Kanarí Febrúar 2008 056   Kanarí Febrúar 2008 150  Kanarí Febrúar 2008 124

Eftir þessa upplifun mína á Kanarí sé ég hvað það er sem dregur foreldrana og alla þessa íslendinga aftur og aftur til þessarar fallegu eyju.

Cool


Hgleiðingar um illa meðferð á börnum....

Hún  hefur verið ofarlega í huga mér undanfarna viku öll þessi umræða um illa meðferð á drengum sem sendir voru í Breiðuvík á sjött og sjöunda áratugnum. Mér hefur verið hugsað til þeirra barna sem hafa átt undir högg sækja fyrr á árum og jafnvel í dag, íslenska þjóðin hefur farið illa með börnin sín í margar aldir.  Það þótti sjálfsagt að berja börn til hlýðni, það átti að hyrta þau ef þau sýndu leti eða ómennsku.  Sérstaklega var komið illa fram við börn fátækra eða börn fólks sem stóð hölum fæti í þjóðfélaginu, það þótti sjálfsagt að nýðast á þeim því sjaldan félli eplið langt frá eikinni og skildi ómenskan  hirt úr börnunum. Þessu trúðu þeir sem töldust yfir þetta fólk hafið. Það var jú bullandi stéttarskipting í landinu og fólk sem ekki átti jarðir eða réði sér sjálft fékk alveg að vita af því að það átti engan rétt.   Nú er ég bara að tala um fyrri hluta síðustu aldar og fram á miðja öldina. Úr  þessum jarvegi erum við sprottin og líklega hefur þetta þótt enn í lagi á tíma vistheimilisnis í Breiðuvík að berja börn, þó eru þarna komnar fram raddir um að þetta sé rangt en þær náðu ekki að vera nógu sterka því við vorum líklega föst í viðjum vanans og menningarinnar í landinu að það þótti ekki tiltöku mál að níðast á börnum.

Við vorum líka með vöggustofur þar sem ekki þótti rétt að hampa börnum eða leyfa foreldrum að sjá börn sín nema einu sinni í viku og þá í gegnum gler, það skapaði líklega óróa og grát ef mömmurnar fengju að halda á börnum sínum smá stund. Á vöggustofum voru oftast börn einstæðra mæðra sem áttu fullt í fangi með að hafa í sig á og fólks sem bjó við félagslega erfið leika og einnig námsfólks. Börnin voru flest á fyrsta ári, þau voru ekki barin en þau fengu enga andlega eða tilfinningalega örvun, lágu bara í rúmum sínum í hvítu og sterilu umhverfi. Það er líklegt að margar mæður hafi alldrei borið þess bætur að hafa þurft að láta börn sín inn á þessar stofnanir, en þetta var jú talið öllum fyrir bestu þá.   Ætli einhverjir af Breiðavíkurdrengjunum hafi ekki hafið sína dvöl á vistheimili einmitt á vöggustofu og hafi því ekki náð að þroska tilfinningalega og félagslega hæfni sína.  Því það skipti öllu máli með þroska þessara barna hvaða atlæti og umönnun þau fengu þegar þau komu út af vöggustofunum. Sum hafa náð að spjara sig önnur ekki. 

Nú skulum við skoða stöðuna í dag það er óskandi að við séum ekki að gera eitthvað í málum barna í dag sem á eftir að hitta okkur  eftir 20, 30 eða 40 ár.  Tímaleysið, vinnuálagið á foreldrum, þörfin fyrir að eiga allt fá allt, hömluleysið, siðblindan, fyrringin yfirganginn og frekjuna sem við erum að upplifa í dag gæti komið okkur um koll síðar  og hvern ætlum við að ásaka þá. 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband