Því í ósköpunum valdirðu...

þessa mynd Sigga ....... stundi eiginmaðurinn upp ...þegar hann sá þessa fínu mynd af mér sem fylgir bloggsíðunni .... hvar fannstu hana? hvar er hún tekin?   Ég er nú ein af þessum sem myndast bara ekkert sérstaklega vel og hafa myndavélar og ég ekki endileg átt samleið.  En þessa líka fínu mynd fann ég nú með því að stækka höfuðið á mér út úr annarri mynd.  Mynd sem var tekin síðasta sumar í Arnarfirði, þegar ég og mágkona mín fórum í gönguferð upp úr botni Fossdals og fórum upp á Kvennaskarð og horfðum yfir í Dýrafjörð.    En það getur nú samt verið að ég skoði þetta eitthvað fyrir hannInLove

Ég talaði nú betur við hann Þórð minn um þessa tónleika sem hann var að spila á.... Þetta voru samspils tónleikar  á vegum MGK tónlistarskólans í Kaupmannahöfn.  Stjórnandi að nafni Django Bates breskur tónlistarprófessor sem  kennir einnig við dönsku konservatoríuna, æfði hópinn og voru þau með tónleika í MGK skólanum, fóru síðan með tónleikana í Ishoj menntaskólann og síðan var endað með kvöldtónleikum í Cobenhagen Jazzhause og sagði Þórður að þetta hefði gengið alveg ....geggjað vel... W00t

Ólöf keppti í handboltanum á þriðjudaginn var og var keppt við Stjörnuna í Garðabæ, það er skemmst frá því að segja að við foreldrarnir vorum að fara á límingunum í fyrri hálfleik... Gasp ég hefði aldrei trúað að ég færi að stressast á handboltaleik hjá 4.flokki. en þessi leikur var mjög spennandi og var eins og hálfgert einvígi milli þessara efstu liða í flokki b liða í 4.flokki  semsagt frábær leikur, stelpurnar eru bara svo skemmtilegar að horfa á og hafa gaman að leiknum, spila vel saman og hvetja hver aðra til dáða.  Loka tölur í leiknum urðu 17-12 fyrir Fylki en var í hálfleik 7-10 fyrir Stjörnuna.Grin

Við fengu ánægjulega heimsókn í gær og voru þar vinir okkar að norðan á ferð með lítið 5 mánaða kríli og fengum við hjónin að máta aðeins Smile og lét krílið sér það vel líka. Þegar heimasætan  kom, fékk hún alveg fiðring í hendurnar að fá að halda á stýrinu... Joyfulsvo kom setning.... af hverju er ekkert að gerast hjá bræðrum mínu.....Wink  Ég held að við hér á heimilinu séum bara að verða tilbúin að verða afi og amma og föðursystirHalo

Jæja látum þetta gott heita í dag og verið nú góð hvert við annað Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fín mynd. Ef þetta er slæm mynd þá máttu nú bara prísa þig sæla með þín huggulegheit.

Ég sé að það er mikið að gera á stóru heimili. Enda í mörg horn að líta býst ég við. En ég verð var við óþolinmæði eftir barnabörnum. Kemst þótt seint fari húsfreyja stendur í Njálu. Gangi þér vel tilvonandi Amma. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband