Alltaf er eitthvað að gerast í þessari fjölskyldu...
18.1.2009 | 19:17
það er engin lognmolla í gangi hér ....frá því síðast var skrifað hefur ýmislegt verið í gangi..... Ólöf Kristín hefur haldið áfram í prufunum í Söngvaseið og nú kemur í ljós fyrir hádegi á morgun hvort hún kemst áfram í loka prufuna sem fer fram á mánudagskvöldið....
það mun bara hafa sinn gang ...en frábært að hafa komist í 80 manna úrtakið...hún er ánægð með sína frammistöðu og meira er ekki hægt að gera........
Þórður varð fyrir því óláni á leiðinni heim til Danmerkur að saxafónninn hans skemmdist á leiðinni..... síðastliðin 3 ár hefur hann ferðast með hann á milli landanna og alltaf tekið hann með í handfarangur, því hann kemst í farangurshólfin fyrir ofan sætin.....en hvað skeður hann er skikkaður til að setja hljóðfærið niður í farangursgeymslu vélarinnar...... þegar hann kemur út í flugvélina og minn maður verður ekki glaður..... og viti menn þegar hann fær hljóðfærið úti í Danmörku þá er kassinn opinn og eitthvað skemmdur að honum sýnist ....það er svo ekki fyrr en hann á að spila á hljóðfærið tveim dögum seinna að það kemur í ljós að saxafónninn er stórskemmdur og ekki hægt að spila á hann...
Nú er hann í viðgerð og þar kom í ljós að einnig kassinn er ónýtur og það þarf að kaupa nýjan.......niðurstaðan í þessu er að þetta er kostnaður upp á 60-70 þúsund sem er bara góður biti fyrir efnalítinn námsmann í útlöndum ......Við höfum sent greinagerð til flugfélagsins en erum nú ekki of viss um að þeir líti svo á að þetta sé þeim að kenna.......en ef það verður ekki komið eitthvað á móts við strákinn í þessu máli......þá er ég nokkuð viss um að fjölskyldan forðist að fljúga með því flugfélagi..... á næstunni..
Þetta er alveg ótrúlega sárt með hljóðfærið því Þórður hefur passað uppá það eins og sjáaldur augna sinna frá því hann fékk það........enda kostar það í dag rúmlega 400.000 þúsund......
Jæja nóg um það eiginmaðurinn átti afmæli í gær þann 17.janúar..... Við nenntum nú ekki að halda afmælisveislu .....og fórum því bara í pönnukökur til pabba og mömmu .......þar hittum við því megnið af minni fjölskyldu ...... en við slógum í eina köku og vöfflur í dag og við fengum Bergþóru og Jóa, Nonna og Teddu, mömmu og pabba og Fríðu tengdamömmu í kaffi og var það ósköp notalegt.......
........ en við mæðgur gerðum afmælisbarnið alveg orðlaust og næstum gráti nær ....en það var vegna þess að við Ólöf gáfum honum "GÍTAR" og byrjendabók í gítarkennslu.......
....ha ..ha....ha.... hann hefur nefnilega átt sér leyndan draum að geta spilað á gítar .....og nú er boltinn hjá honum .....ég veit nú ekki hvort þetta verður upphafið af því að hann verði óþolandi í öllum veislum sem framundan eru ........en það kemur bara í ljós......
Annars hefur vikan verið bara nokkuð góð....ég fór í bíó sem ég hef ekki gert lengi og sá myndina Ástralía og var hún alveg frábær við fórum nokkrar úr vinnunni saman í bíó og skemmtum okkur vel ....mæli með þessari mynd.....
-Í hvert sinn sem eitthvað gott hendi þig láttu þá eitthvað gott henda einhvern annann-
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.