Dagur 7 Föstudagur......við höfum átt frábæran dag í dag....

Við höfum ekki verið að flýta okkur á morgnanna og þessi morgun var engin undantekning á því .....borðuðum og spjölluðum en síðan skruppum við Steini og Þyri í smá verslunarleiðangur vegna matarveislu kvöldsins......Winkvið skruppum á grænmetismarkaðinn og náðum okkur í ferskt grænmeti ...og Steini og  Þyri smökkuðu ýmsar ostategundir ...þau ákváðu að taka nokkra osta með heim..Smile ...Við fórum síðan í súpermarkaðinn og þar fundum við ýmislegt sem vantaði til viðbótar ásamt því að við fundum ýmislegt til heimilisins sem við ætlum að taka með heim....Tounge. krakkarnir nenntu ekki með okkur svo þau voru bara heima á hóteli og skemmtu sér í tölvunum sínum....Wink.Við fórum síðan til mom og dad með innkaupinn .....þegar við komum þangað var pakkinn hans Palla komin þangað og enginn vissi almennilega hvað þarna var á ferðinni.....svaka stór kassi með tveimur litlum kössum innan í........Grin..jú þarna voru komnir aukahlutirnir við robot ryksuguna hans Palla .....við eigum bara eftir að finna út hvernig við pökkum þessu niður.....GetLost..jæja við fórum síðan og sóttum krakkana og fengum okkur smá í svanginn, keyrðum síðan  um bæinn....skoðuðum litinn í trjánum ....þeir hafa verið að breytast frá degi til dags ....Um fimm leytið þurfti að fara að koma matnum á stað ......s.s lambalærunum sem við komum með okkur að heiman.....og það er skemmst að segja frá því að þau systkinin lögðu vel saman í eldamenskunni og útkoman var frábær....allir tóku vel til matar síns og dásömuðu íslenska lambið......um.um.um....Halo...mom hafði svo bakað tvær pæ ,  epla og bláberjabæ.....alveg snilld ......ég hugsa að sonum mínum hefði þótt þær góðar...

Heidi og Elen voru búnar að safna fyrir mig laufblöðum ........þegar við komum á Cold Brook í dag .....voru búnar að setja laufin á vaxpappír til að halda þeim heilum á leiðinni heim....mig langaði svo að fara heim með amerísk laufblöð og sína krökkunum í Árborg öðru vísi laufblöð en við höfum á Íslandi.....Smile   En við komum heim á hótel um 23.30 og ætlum að taka deginum á morgun rólega.... okkur Steina og Ólöfu er síðan boðið í mat annað kvöld hjá Kim skólabróður Steina, Þyri hefur ekki ákveðið enn hvort hún kemur með okkur eða verður með mom og dad.....kemur í ljós á morgun.

Það var örlítið hlýrra í dag en í gær ...sólin skein í dag og það var fallegt veður.....nú í kvöld hafði kólnað verulega og líklega hitinn komin  niður í ca. 4-5 gráður... það er sérstakt að það er svakalega mikið myrkur hér á kvöldin og  nóttunni...það fer að dimma skart um kl 18.30 og verður fljótlega mjög mikið myrkur.... það er lítið um ljósastaura og fólk er ekki að lýsa mikið upp utan húss ...ef ekki þarf á því að halda....svo þetta er svolítið mikið öðruvísi en heima ...Woundering..

jæja ég mun reyna að bæta inn myndum það hefur ekki verið mjög auðvelt en ég sé til .

Við sendum bara okkar bestu kveðjur heim frá öllum í USA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt gott að frétta héðan. Það snjóaði fyrir 2 dögum og bjart og fallegt yfir að líta. Mamma var að borða kjötsúpu hjá okkur, gott  þegar svona er kalt. Hún biður að heilsa öllum. Nonni kemur heim í dag. Kannski bjarga lífeyrissjóðirnir þjóðarskútunni.

Buðjum að heilsa.

Bergþóra 

Bergþóra Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband