Ja hérna blogg á 3ja ára fresti....
15.6.2015 | 23:10
Á morgun eru 3 ár síðan ég skifaði inn á þessa síðu...komin tími til að uppfæra nýjustu frétti eða framhald af þeim sem skrifaðar voru síðast ... Á laugardaginn 20 júní útskrifast Þórður minn úr HR sem Tölvunarfræðingur og er er ég mjög stolt af honum að klára þetta nám. Hann lauk námi frá Keili 2012 og síðan þá hefur hann eignast konu hana Guðrúnu Jakobínu og lítinn dreng hann Jón Þorstein sem kom í heiminn í des 2013. Það hefur aldeilis fjölgað í fjölskyldunni því nú erum við orðin 14 talsins, með okkur þá eru 4 börn,4 tengdabörn og 4 barnabörn og geri aðrir betur á ekki lengri tíma....
Palli minn er á ferð og flugi um allan heima að stýra Gavía kafbátum eða kenna öðrum á þá ásamt því að halda námskeið hann og Herdís eignuðust hann Hilmi í febrúar 2013.
Nonni hefur hætt kennslu í bili og vinnur nú hjá AJ vörulistanum ásamt því að þjálfa hjá Fylki en hann og Tedda eru búin að eignast tvær dætur frá því ég skrifaði síðast, hana Birnu Karitas í jan 2013 og Maríu Hafdísi sem Nonni fékk í afmælisgjöf í nóv 2014.
Svo er það Ólöf Kristín en hún flutti að heiman og fór að búa með honum Birki sínum fyrir tveimur árum, hún tók sér hlé frá námi og hefur unnið á leikskóla í tvö ár en nú er stefnan tekin á HÍ í haust og læra lífeindafræði og Birki sem er kokkur ætlar að bæta við sig í náminu líka,klára stúdentinn svo nú ætla þau að flytja heim til foreldra Birkis og helga sig náminu á næstunni....hún er alltaf að talsetja og nóg að gera í því en leiklistinn verður sett á hilluna í bili....
Okkur hjónakornunum líður vel hér í Kópavogi og eignuðumst þennann líka fína pall á síðasta ár og vonunum að sólin fari að láta sjá sig svo hægt sé að nota hann....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ hæ........
16.6.2012 | 22:55
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur lítið heyrst frá manni leeeeeeengi.....
29.8.2009 | 19:26
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er orðið mjööööööööög langt síðan ég var hér síðast.....
14.6.2009 | 16:44
fékk einhverja ritstíflu .......eða nennti þessu ekki....en nú er ég komin aftur og mig langar ennþá ekkert til að skrifa um fréttir eða landsmálin og held mér bara við lífið og tilveruna hjá þessari fjölskyldu... Það er sem sagt allt gott að frétta af okkur hér í Hraunbænum, maí mánuði var erilsamur hjá okkur öllum og lítið pláss fyrir annað en vinnu og skóla hjá fjölskyldu meðlimum en nú hyllir undir sumarleyfi og fer húsmóðirin í frí 29.júní og eiginmaður um svipað leyti eða hann hættir bara alveg því ekki liggur ljóst fyrir ennþá hvort vinnustaður hans lifir lengur en til mánaðarmóta..... dóttirin mun verða í fríi með foreldrunum því ekki er vinna nema fram að sumarfríi...
Ólöf Kristín tók 10.bekkinn með stæl var með 9,3 í aðaleinkunn hún hefur sótt um Verslunarskólann og vonar innilega að hún komist þangað ....það á á eftir að koma í ljós... Eins og einhverjir vita þá hefur hún verið að spila handbolta í vetur og spilað bæði með 4 og 3ja flokk......nú í maí var hún valin í 28 manna úrtak í landslið kvenna undir 17 ára og mín kona var nú heldur en ekki kát með þetta ...þessi hópur æfði alla síðustu helgi og síðan verða valdar 22 úr þessum hópi til að æfa saman næsta vetur........ í apríl var óskað eftir því við hana að hún tæki við hlutverki í Kardimommubænum í júní og fór hún í dag og leikur í tveimur síðustu sýningum fyrir sumarfrí ...síðan tekur hún upp þráðinn í lok ágúst.... Hún hefur verið að talsetja undanfarið og síðan fékk hún vinnu í leikskólanum mínum á vegum vinnuskólans...
Það er allt gott að frétta af Palla og Herdísi það fjölgar dýrum á heimilinu hjá þeim ...fyrir áttu þau naggrísina Hákoníu og Daðínu en nú hefur páfagaukurinn Jakob bæst í hópinn..... Palli lagði af stað í leiðangur með Bjarna Sæmundssyni þann 11.júní og verður í 15 daga ...það á að mynda kórala suð-austur af landinu....það er hægt að fylgjast með ferðum skipsins á www.hafro.is
Nonni og Tedda eru á rólegum nótum ...skólanum var að ljúka hjá Nonna og var hann í námsferð í Barselona með kennurum Selásskóla í síðustu viku.......hann sagðist ekki vilja kenna í skóla á Spáni.... annars verður hann að þjálfa alla daga í sumar bæði 7.flokk og 4. flokk. Tedda er að vinna í sumar og mun svo halda áfram námi í haust.
Þórður og Emilie koma til landsins þann 1.júlí og verða í 20 daga......Þórður hefur fengið inngöngu í menntaskóla í Kaupmannahöfn og ætlar að klára stúdentspróf þaðan......við foreldrarnir erum afskaplega ánægð með þá ákvörðun......
Það sem er framundan hjá okkur er ættarmót að Laugum í Sælingsdal og mun minn leggur í fjölskyldunni fjölmenna..... Þaðan förum við vestur á Bíldudal. Gulli bróðir hefur lánað mér húsið sitt því Laugardalurinn verður upptekin á þeim tíma sem ég gæti komist þangað...Þórður, Emilie og Ólöf verða með okkur ........við ætlum að stoppa þar í ca. 5-7 daga og far svo norður á Ólafsfjörð.....förum líkleg svolítið eftir veðri....en okkur er farið að hlakka til að komast í sumarfrí......
Jæja látum þetta gott heita núna en munið:
" við veljum okkur viðhorf"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af þessum bæ er allt gott að frétta ........
10.4.2009 | 21:34
nóg hefur verið að gera undanfarið og virðist ekkert lát á því ......Heimsætan er nú ávalt númer eitt hér og veit hún vel af því ....... ég biði ekki í þetta ef við værum með fleiri ung börn á heimilinu.....enda nýtur hún þess til fullnustu að vera....... baaaarrrra ein með okkur..... Eins og ég sagði í síðasta bloggi .......þá fékk hún sér hárlengingar .......það gekk vel í fyrstu en svo kom að því að það losnuðu nokkrar og mín kona var ekki með hýrri há því hún komst ekki strax á hárgreiðslustofuna til að láta laga þetta .......hún hélt greyið að hún hefði gert eitthvað vitlaust ...og var alveg ómöguleg ...en þetta var svo lagað og mín kona í skýjunum af gleði aftur .......það kom í ljós að neðstu lengingarnar höfðu ekki verið festar nógu vel en nú er allt eins og það á að vera....... ég dáist að því hvað hún nennir að sinna þessu hári vel......því það er mikil vinna að vera með svona sítt hár...
4.fl kvenna í Fylki varð deildarmeistari í handbolta nú á dögunum og eru þær þá búnar að vinna 3 bikara af 4 í vetur Reykjavíkurbikarinn, Bikarkeppnisbikarinn og deildarbikarinn ....eiga bara eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn ......nú fara í hönd úrslitaleikir um þann bikar og verða fyrstu leikirnir 16.apríl en þá verða 8 liða úrslit og síðan 4 liða og loks úrslitakeppni ......og nú er bara að standa sig til enda....þær geta þetta vel.
Sönglist var að ljúka nú fyrir páska og var söngleikjadeildin með frábæra sýningu ....var settur upp kabarett með ýmsum söngleikjalögum og atriðum og endað á Abba syrpu......þannig að nú er komið frí fram á haustið.... en mín kona ætlar að halda áfram í Sönglist....ég held að Erla Rut losni bara ekki við þessa krakka og verði stöðugt að bæta inn nýjungum því krakkarnir vilja ekki hætta........ Talsetningarnar halda áfram og Kardimommubærinn bætist við eftir páska......þannig að það er nóg að gera ennþá hjá minni........og í góðviðrinu í dag tók hún sig til og hjólaði alla leið niður í Öskjuhlíð og til baka ......
Við fórum norður á Sauðárkrók um helgina síðustu í fermingarveisluna hans Arnórs Þórðarsonar .....og var það góð ferð norður........Við gistum í Varmahlíð í sumarbústað sem Þórður hafði tekið á leigu til að hýsa fjölskylduna .......við gistum bara eina nótt.... komum á laugardagskvöldið því við vorum í annarri fermingarveislu á laugardeginum hér í bænum, fermingarveislunni hennar Jóhönnu systurdóttur Steina svo það var nóg um að vara hjá okkur þessa helgina........
Nú er ljóst að Þórður og Emilie koma til Íslands dagana 1-20 júlí í sumar og verða með á ættarmótinu að Laugum í Sælingsdal....síðan höfum við ákveðið að fara vestur í framhaldi af ættarmótinu og vera í allavega viku og erum búin að fá lánað húsið þeirra Gulla og Bryndísar á Bíldudal því Laugardalurinn er upptekinn.....
Við tókum þann pólinn í hæðina að vera bara heima á rólegum nótum þessa páskafrídaga ...kannski að fara í bíltúr .....fer eftir veðrinu.... dunda eitthvað við að snurfusa í kringum sig..... eða bara leggja sig...... eða bara ekki neitt..........
Látum gott heita í bili ..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir af fjölskyldunni.....
21.3.2009 | 11:48
Þetta eru orðnir nokkurskonar frétta pistlar af fjölskyldunni hjá mér ...eða bara dagbók......en það er nú í góðu lagi.....Þessi vika hefur liðið ansi hratt ...það var bara mánudagur og föstudagur....... en ég er líka búin að vera óskaplega löt eitthvað og lítið gert.....dreif mig til læknis á mánudag eftir að hafa farið nokkrum sinnum í blóðþrýstingsmælingu .....og viti menn ég er komin á lyf eins og líklega hálf þjóðin við blóðþrýstingi annars var bara ekkert að mér og allar mælingar í góðu lagi..... ... ég er nú samt ekki sátt við að þurfa að taka lyf......
Eins og alltaf er allt á ferð og flugi í kringum Ólöfu hún hefur verið að talsetja í vikunni og spila handbolta, þeim gengur enn vel í handboltanum eru efstar í riðlinum og allar líkur á að þær vinni deildina með sama áframhaldi....... Selma Björns hafði samband við hana og bað hana að koma til liðs við Kardimommubæinn í Þjóðleikhúsinu ...það eru komnar svo margar sýningar að það vantar að bæta við krökkum til að jafna álagið ....og að sjálfsögðu sagið mín já .....ekki málið að hoppa inní leiksýningu í þjóðleikhúsinu...... Daman hefur ekki látið laust né fast með að fá hárlengingar ....hún hefur verið að nota hárlengingar sem smelltar eru í hárið en hún vildi fá lengingar sem hún þyrfti ekki alltaf að vera að taka úr og setja í .....svo nú var látið til skara skríða í gær og daman er nú með sítt hár.........hún borgaði þetta sjálf ...enda er þetta dýrt ....en þetta er hár með ábyrgð í 1 1/2 ár og er alveg ótrúlega eðlilegt......enda ekta hár....
Ég talaði við Þórð í vikunni og var mjög gott hljóð í honum . Hann fór og talaði við námsráðgjafa í menntaskólanum sem hann er búin að skrá sig í og var bara mjög ánægður eftir það.....hann fær svar í apríl um það hvort hann þarf að taka einhver inntökupróf þá verður það líklega enska og stærðfræði til að sjá hvar hann stendur í þeim fögum annars er hann komin inn í skólann og byrjar í haust ......það er eins og það hafi létta yfir honum við að taka þessa ákvörðun.....
Allt er gott að frétta af Palla og Herdísi þau una sér vel á Ísafirði ....tala um ótrúlega veðursæld og þó veður hafi verið vitlaus fyrir vestan oft í vetur þá nær það ekki alltaf inn Ísafjörð....allavega eru þau að læra á dreifbýlið.....
Nonni og Tedda eru bara á sínu róli ......vinna og skóli....
Veður hefur verið ágætt undanfarna daga, hlýtt en gengið á með rigningu eða svona vor í lofti....Lóan er komin.....en það á nú að kólna í næstu viku og í dag er spáð stormi sunnan og vestanlands, þannig að enn eru sviptingar í veðrinu......
Látum gott heita í bili kv. Sigga
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pistill dagsins....
14.3.2009 | 12:36
Það er nóg að gera þessa dagana ...við stöllur fórum á Queen tónleikana og skemmtum okkur ágætlega...... þó voru þeir aðeins öðruvísi en ég átti von á ...... hefði viljað heyra meira af þekktustu lögum hljómsveitarinnar ...annars gerðu krakkarnir þetta ágætleg og Hera var frábær.... Það var handboltaleikur hjá Ólöfu í gær á móti Haukum ...lið sem ég á svo erfitt með að líta réttum augum því mér finnst þær leika svo ruddalegan leik..... og mér er góðfúslega bent á að handbolti sé nú enginn ballett.....með mjúkum strokum...heldur á að taka á því ........en stelpurnar okkar unnu þetta náttúrulega.....
Ég talaði við Palla í morgun og sagði hann að veðrið væri búið að vera leiðinlegt þar vestra...enn er snjóflóðahætta á norðanverðum vestfjörðum en þó mest á Bolungavík..... en þau láta vel af sér.
Það kom skeyti frá Þórði hann segir að þeir séu búnir að slóa bara undanfarna daga og lítil veiði hafi verið vegna veðurs og hann sé bara farin að telja niður dagana að koma í land og fá smá frí.
Gulli hefur ekki farið á sjó alla vikuna bæði vegna veðurs og svo hefur hluti áhafnarinnar ekki verið í standi til að fara á sjó ....... Þau ætluðu vestur nú um helgina en ég hef ekki heyrt hvort þau hafi farið því veðrið hefur verið alveg vitlaust fyrir vestan og hér fyrir sunnan líka...
Kveð að sinni ....Sigga
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn og vegurinn.....
11.3.2009 | 21:25
hann líður áfram tíminn og full hratt finnst mér.......nú eru liðnir nokkrir dagar frá "helginni stóru"...dóttirin búin að jafna sig eftir afmælisveisluna.... sem gekk ljómandi vel ....ég hefði átta að hafa meiri áhyggjur........ en heilsan hefur ekki verið góð hjá dömunni, nú þegar líða tók á vikuna.....hún er hund kvefuð og kvarta um í hálsi ....en virðist ekki vera með hita...þó fór hún að sofa greyið nú um kl. 21.00. Við sjáum til í fyrramálið hvernig hún verður. Þetta eru nú ekki heppilegustu veikindin þegar atvinnutækið er röddin.... Hún er nú að talsetja 9 þætti af Bratts og síðan duttu inn 10 þættirnir um ameríska drekann.......hún var nú farin að halda að Sýrland hefði gleymt sér ....en svona er þetta hlutirnir gerast allt í einu ....og það líkar minni. Hún fór í prufuna vegna Grease og það voru um 300 manns sem fengu að spreyta sig ....en hún sagði strax að hún ætti nú lítinn séns í þetta .... en það var gaman að fara.
Þórður minn tilkynnti mér að hann væri búin að sækja um menntaskóla í Danmörku og ætlar hann að klára stúdentsprófið þar.....hann er búin að eiga lögheimili í Danmörku í tvö ár í sumar og þá á hann kost á að fá námsmannastyrk sem allir nemendur í framhaldsskólum þar fá.....hann er búin að sjá að þó hann haldi áfram að læra á saxafón þá þarf hann að klára stúdentsprófið....
Pabbi og mamma höfðu samband í gær frá Kanarí og sögðu frá því að dagurinn í gær hefði verið fyrsti dagurinn sem hitinn fer upp undir 30°...það hefur verið frekar kalt undanfarna viku....annars var allt í góðum gír þar......og allir hressir...
Það er ekkert að frétta af Þórði bróður síðan fyrir helgi, en líklega fer hann að send mér línur í tölvupóstinum.........
Gulli hefur ekki farið á sjó þessa viku...það hafa verið veikindi í gangi hjá skipshöfninni...en líkleg fer hann í fyrramálið.....
Maður fylgist grannt með fréttum af vestfjörðunum því það eru viðvaranir vegna snjóflóðahættu og þó krakkarnir búi á öruggum stað .....undir snjóflóðagarðinum á Ísafirði ....þá finnast mér þetta óþægilegar fréttir.......
Ég, Bryndís og Anna Birna ætlum að fara á Queen tónleika í Fífunni annað kvöld, því Doddi er í skammtímavistuninni og tækifæri fyrir þær að skreppa út....okkur hlakkar mikið til ...ég held að þetta verði flottir tónleikar....
Kveð að sinni ...Sigga
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eitthvað að gerast .....
8.3.2009 | 14:43
jæja þá eru nú nokkrir dagar liðnir síðan ég skrifaði síðast.....og margt búið að gerast...... fyrst að telja er að Ólöf tók söngvakeppni Samfés með stæl....þau krakkarnir hafa síðan troðið nokkrum sinnum upp með lagið og vakið stormandi lukku......1.mars varð svo daman bikarmeistari í 4.fl.k í handbolta og átti stórleik þar.... Nú, hún fékk tilboð að tala inn á bíómynd og sían fær hún að fara í prufu vegna Grease sýningarinnar sem á að sýna í sumar...þannig að hún er á fljúgandi ferð.....En svo við snúum okkur að því sem frúin tók sér fyrir hendur .....þá skellti hún sér til Kanarí.......já Kanarí....það kom til þannig að það hætti einn við að fara og mér var boðið að hoppa inní .... og ég slóg til...Hafliði bróðir og hans fjölskylda fóru og svo Erna og Dómhildur frænkur mína ásamt manni Ernu og syni Dómhildar...og að sjálfsögðu fórum við sumpart til að heimsækja foreldra okkar sem alltaf eru á sama tíma á Kanarí....... þau náttúrulega fá engan frið því út því við fáum ekki pönnukökur í 7 vikur hér heima þá förum við bara og borðum þær hjá þeim á Kanarí...... Ferðin var fín þó hitinn hefði alveg mátt vera örlítið hærri....síðan var flugið heim nokkuð langt fyrir minn smekk......það tók 6og hálfan tíma flugið sjálft......fyrir svo utan að seinkun var um 5 tíma vegna veðurs í Evrópu....ferðalagið tók okkur því alls 16 klst. sem er heldur langt fyrir minn smekk....
Þegar heim kom var nokkur þreyta í liðinu ´.....því var það nú svolítið kvíðvænlegt að dóttirin sem fyllti 16 árin nú 7 mars.... ákvað á föstudag að draga frestun á afmælisveislu til baka...... því komið var í ljós að það væri barasta engin dagur laus til að halda afmæli fyrr en einhverntíman í apríl...og það var of langt......svo frúin fór að baka ......jú daman vildi hafa kökuveislu fyrir vinina........þá var nú komið að fjöldanum...við vorum búin að heyra minnst á 20 vini.......en vinirnir sem hún varð að bjóða voru komnir í 35!!!!!.......við settumst niður og fórum í gegnum þetta með henni og viti menn ...hópurinn sem hún er að umgangast nánast daglega eða í viku hverri telur 35 ......svo nú varð að bretta upp ermar......en það var annað...... við áttum ekki að vera heima......afmælið var frá kl. 20 -24 og mér leist nú ekki á þetta ....vildi hún ekki fá smá hjálp með kökurnar ...taka af borðum...setja fram og svona aðstoð ....NEI... hún taldi sig geta þetta....þá var spurningin... hvert ættum við að fara .....ættum við að keyra um hverfið og fylgjast öðru hvoru með....nei niðurstaðan var að treyst á að allt gengi vel....því þetta voru góðir krakkar, allt tónlistar og íþróttafólk og ekki kennt við neina vitleysu.....svo við töluðum við nágrana okkar og sögðum þeim hvað til stæði og að líklega yrði einhver háfaði því það átti að spila á hljóðfæri og syngja......lagðar voru línur með að hleypa engum inn sem ekki var boðið og ef slíkt gerðist þá átti að hringja í okkur og líka að tala við nágrannana........svo við fórum og heimsóttum Gulla bróður og Bryndísi á meðan .....hringdi ég reglulega og kannaði stöðuna ...við komum heim rúmlega 12 á miðnætti og þá voru krakkarnir að fara heim og foreldrar að sækja þau .......það var nokkur hávaði þegar við komum.... tónlistin komin í hærra lag .....en viti menn það gekk allt vel....umgengnin kannski ekki alveg eins og ég hefði haft það en daman fór í að taka til og ganga frá og allir mjög glaðir með þessa veislu.
Ég fékk bréf frá Þórði bróður og er hann komin út í sjó, þeir eru á Reykjaneshrygg og voru að byrja veiðar....annars var einhver pest í gangi um borð og nokkrir skipverjar lagstir í rúmið.....sjálfsagt lítið spennandi að vera veikur til sjós...
Af Palla og Herdísi er allt gott að frétta ...þau voru send heim úr vinnu vegna snjóflóðahættu í vikunni ....þannig að þau eru búin að kynnast hvernig vetur geta verið á Íslandi þennan stutta tíma sem þau hafa búið á Ísafirði....annars er Herdís í bænum þessa helgi ...kom til að halda upp á afmælið sitt með vinkonum ....en hún varð 30 ára núna 5 mars.....og ekki viðrar vel til flugs vestur því það á að athuga með flug seinni partinn.....
Kveð að sinni Sigga
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er það söngvakeppni Samfés.......:)
21.2.2009 | 09:25
Nú er stóri dagurinn runninn upp hjá heimasætunni.... Samfés söngvakeppnin verður í dag og hún á að keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ársel...... þetta var allt á leið í óefni á fimmtudag .....en þá fór mín að finna til í hálsi og allt var set af stað til að bægja óværunni frá........ það var hálsbrjósykur, hósta saft, strepsels, klæða sig vel, drekka heitt ........ mín lagði á sig að drekka heitt te........fannst það ekki gott... ballið hjá Samfés var í gær og það var rökrætt að það þyrfti líkleg að velja og hafna......hvort væri mikilvægara að far á ballið eða...keppnin í dag....mín fór á ballið en hringdi kl. 20.45 og vildi láta sækja sig þetta væri orðið gott og hún ætlaði ekki að taka meiri áhættu......svo hún var sótt ...og bara eins gott hún drakk heitt og fór svo að sofa ....og viti menn hún var bara í ágætis standi þegar hún vaknað .......sagði að það væri smá svona ryk í röddinni en það gæfi laginu bara karakter....:) svo hún lagði af stað fyrir kl.9 því hennar atriði er númer 3 í röðinni í dag og það verður bein útsending á Rás 2 kl. 13.00 ...svo segjum við bara... toy..toy..toy.
Hún vann......
http://dagskra.ruv.is/ras2/4461290/2009/02/21/
Hún söng 3ja lagið og svo er það sungið aftur í lokin.....
Dagurinn verður svo ekki búin þegar þessu söngstandi lýkur nei...þá er að gera seig klára fyrir Vestmanneyjar ..... 3 og 4 fl. eru að fara að keppa í Vestmanneyjum á morgun og fara í kvöld með Herjólfi til eyja .......ef það verður þá farið því spáin er ekki gæfuleg.........hreinlega vona ég að þessu verði bara frestað......
Læt þetta gott heita í bili
Dægurmál | Breytt 22.2.2009 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)