Það tóku sig upp gamlar minningar ......

við að fara í rigningunni á tónleika í Fjölskyldu - og húsdýragarðinum í kvöld..Tounge minningar um ófáar ferðir í Galtalæk um verslunarmannahelgina þar sem allt rigndi niður en allir .....aðallega börnin ....voru sælir og glaðir í sinni og tóku þátt í hátíðarhöldum af hjartans list....það voru aðallega við þessi eldri....  Wink  ..sem vorum ekki alveg eins hress með bleytuna og allt það vesen sem fylgdi rigningu og börnum .....en þessar ferðir lifa í minningu barnanna og það fyrnist yfir leiðinlega hlutann af því að fara í útilegu....Grin 

En það var gaman á tónleikunum í kvöld..... við mæðgur fórum saman  og skemmtum okkur mjög vel....Smile .. þrátt fyrir að ég kæmi heim eins og hundur af sundi....þá var þetta gaman..... Stuðmenn hafa engu gleymt og ekki var nú síðra að heyra í Nýdönsk... og fögnuðurinn og gleðin var mikill hjá yngri kynslóðinni þegar Ingó og Veðurguðirnir stigu á pall......þá komu fjörug lög sem allir kunnu ásamt náttúrulega "Bahama eyjar" sem allir á svæðinu kunnu frá 0 og uppúr.....Grin   takk fyrir þessa ágætu skemmtun...

  Annars hefur þessi helgi verið róleg ...kannski fullróleg.. en við höfum hvílt okkur vellllll.....Sleeping  en þó skruppum við í gærkveldi upp í Skorradal til Bergþóru og Jóa og þar var grillað og krakkarnir fóru í heita pottinn.. það var margt um manninn hjá þeim því Steini og Anna voru með Júlíu og Mattías Mána og síðan var frændi  Önnu og hans kona ásamt litla drengnum þeirra......við komum svo til baka um kl 23 í gærkveldi.

Í heita pottinum í Skorradal

En eins og Stuðmenn sögðu í lok dagskrár í kvöld ...no. 1. "gerið ekkert sem þið sjáið eftir seinna" og no . 2 "sjáið aldrei eftir því sem þið gerið" Tounge ekki alveg viss með þessa lífsspeki....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Halló, svo skemmtilega vill til að Bergþóra og Jói eru mitt vinafólk. Ég veit ekki hver þú ert en við Bergþóra ólumst upp í Ólafsfirði og erum miklar vinkonur en sjáumst alltof sjaldan.

Kveðja Ásgerður.

egvania, 4.8.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: egvania

Ég er að átta mig þú ert Sigga konan hans Dengsa ekki satt, sá nöfnin á sonum þínum og þá kom það.

Kveðja til ykkar frá Ásgerði í Ólafsfirði.

egvania, 4.8.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Bumba

Sæl mágkona og velkomin í vinahópinn . Sérðu bara þarna er hún Ásgerður strax farin að tala við þig, hehehe. Vinkona mín og frænka að vísu fjarskyld frá Ólafsfirði. En hún er lærð fóstra eins og þú og þannig að þið hafið ábyggilega mikið að spjalla um. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.8.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Sæl Ásgerður það er rétt til getið hjá þér ég er konan hans Dengsa  gaman að sjá þig hér og Nonni mágur takk fyrir innlitið kv, Sigga

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 6.8.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband