Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekki er nú hægt að segja að blogg vinnan sé afkastamikil...

því það fer að nálgast hálfan mánuðinn síðan ég skrifaði síðast...GetLosten nóg um það hér er ég komin.  Síðustu dagar hafa verið ótrúlega erilsamir, bæði í vinnu og fyrir utan hana. Verkefnin bætast alltaf við í vinnunni og er nú svo komið að ég upplifi mig .... eins og ég sé að hræra í tíu pottum samtímis og nái ekki að gera neitt almennilega..... og viti menn þetta er ekki góð tilfinning. 

 En upp með húmorinn..... það styttist óðum í Skotlandsferðina  W00t við leggjum í hann snemma morguns 24.apríl og það eru allir ákveðnir í því .....að þetta á fyrst og fremst að vera skemmtileg ferð og er ég ekki í nokkrum vafa að það tekst því þetta er ekki í fyrsta sinn sem megnið af hópnum hefur ferðast saman til útlanda..... mikið fjör og mikið gaman....Cool

En snúum okkur aðeins að því hvað er að gerast í fjölskyldunni....  nú Þórður og Isabell hafa fengið nýja íbúð...þau fá hana afhenta 1.maí.  Þetta er stúdenta íbúð sem staðsett er í blokk sem eldri borgarar búa í ....það eru víst nokkrar stúdentaíbúðir í húsinu...þau fá 57 fermetra íbúð á 4.hæð og er lyfta í húsinu.  Þarna geta þau verið nokkuð örugg með húsnæði  næstu árin, alla vega á meðan Isabell er í sínu námi... Smile  

 nú  nú .... Ólöf varð deildarmeistari b.liða í handbolta í 4.flokki og verður keppt um íslandsmeistara titilinn nú í næstu viku....ég missa af því Frown  en ég get ekki verið alstaðar svo það verða aðrar mömmur að taka yfir stuðningshrópin á pöllunum Wink ... það eru jú fleiri mömmur að horfa á en pabbar í okkar hópi......ég mun bara vera með þeim í anda. deildarmeistarafylkis08 030

 Nú er leiklistarskólanum hjá Ólöfu að ljúka og verður lokakvöld (að ég held) í Borgarleikhúsinu á síðasta vetrardag þann 23.apríl. Sýningin sem krakkarnir sýna er eftir Shakespeare en 23.apríl er 444. afmælisdagur hans og verða unglingar um allan heim að sýna verk eftir hann í tilefni dagsins...  hefst fyrsta sýning í Nýja Sjálandi og endar á Haíti. Hér er hægt að sjá hvað er í gangi í tilefni dagsins í hinum ýmsu löndum á öllum tímabeltum.    www.ssf.uk.com/international/24/schedule

Nú fer sýningum á Skilaboðaskjóðunni að ljúka á þessari vorönn og hún fer í frí fram á haust... Ólöf var að sýna í dag og tók hún svo á móti frændsystkynum sínum Eyþóri Erni og Ólöfu Þórunni í lok sýningar og sýndi þeim baksviðs í leikhúsinu og fannst þeim það ekki leiðinlegt....Grin

Það hefur verið ágætt að gera hjá Palla og Nonna undanfarið. Ástinn hefur bankað að dyrum hjá Palla og bara gaman að því.. hann og vinkona hans Herdís ætla að skreppa á Akureyri um næstu helgi og hafa það skemmtilegt og er ég ekki í nokkrum vafa um að það takist...InLove  Nonni er komin á fullt  í þjálfuninni hjá Fylki... mér sýnast allar helgar verða uppteknar í keppnum með báða flokkana næstu mánuði... en þetta er hans líf og indi  svo það er gott mál.  Tedda les og les svo við sjáum ekki mikið af henni þessa dagana.

Síðan snúumst við hjónakornin um þetta allt....Halo 

Látum þetta gott heita í kvöld.


Þetta er ótrúlega rétt lýsing á mér þetta strumpapróf...

Papa_Smurfég er ...Papa smurf.... sem sagt alltaf að hugsa um aðra en sjálfan mig ....ætli það séu ekki nokkrir í kringum mig sem tækju undir það InLove.....ég væri líklega komin með nýja eldhúsinnréttingu, uppgert bað, eða bara nýja íbúð ef ég væri ekki alltaf að hugsa um hvað það væri nú gott  ef allir í kringum mig ....þá meina ég nú aðallega börnin.... hefðu það sem þau vantar og langar til... og líka þessi hugsun... það koma tímar seinna... ég get gert það sem mig langar þá...... svo finnst mér líka gaman að gefa öðrum og líður bara ágætlega þó ég sé ekki komin með nýja eldhúsinnréttingu...hún hefur duga ágætlega hingað til. Grin

http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm

endilega prófið þetta góða skemmtun Smile

 

 


Ég ætla ekki að verða leikskólastjóri......

sagði einn lítill skjólstæðingur við mig um daginn.... ég var að skera epli fyrir hann  og við vorum orðin fámenn í lok dags, svo við vorum að rabba saman og fá okkur epli....núú sagði ég... af hverju viltu ekki verða leikskólastjóri.....þá svaraði hann .... ég kann ekki að skera epli....og hann ætlaði ekki að verða læknir... því hann kunni ekki að lækna fólk... en hvað ætlar þú að verða þegar þú verðu stór? .. spurði ég... hann hugsaði sig um og sagði svo ...allt annað... kannski pizza bakari.  Þessi skjólstæðingur var líka búin að ræða þessi mál við mömmu sína ...en þá hafði hann áhyggjur af því að ef hann yrði leikskólastjóri þá hefði hann ekkert hólf. Smile  Börnin eru alltaf svo hrein og bein og segja það sem þeim finnst. það eru nefnilega forréttindi að fá að umgangast börn daglega í vinnunni.  

Það er alltaf nóg að gera í vinnunni, við erum á fullu með foreldraviðtöl og það er komin vorfiðringur í fólkið, löngun í útiveru og gönguferðir.... svo náttúrulega löngun til að fara að taka til og þrífa utandyra eftir veturinn.  Það magnast upp spenna vegna Skotlandsferðar  og tíminn flýgur áfram.

Lífið hefur gengið sinn vana gang hjá fjölskyldunni... það komu allir í mat á sunnudaginn og Erna frænka, Anna Linda og Erna Þurý..... sem blandar orðið nokkrum tungumálum  saman og svo sorterar maður bara úr..... komu líka og var bara mikið stuð yfir matarborðum og mikið spjallað. 

Þórður sagði mér frá því að hann ætli að koma heim í tvær vikur í júní og líkleg kæmi vinur hans hann Tóbías og stoppaði í 4-5 daga líka, það verður bara gaman að því.   Isabel kemur líkleg ekki með honum núna,  hún hefur tekið stefnuna á Kúbu með vinkonu sinni, ferð sem þær hafa ætlað að fara í 2 ár til að læra að dansa kúbanskt salsa...hún er mikið áhugamanneskja um dans og hefur verið að læra og æfa dans með skólanum í vetur. 

Nú fer handboltanum að ljúka hjá Ólöfu og eru þær að keppa nú í kvöld við HK og eru þá bara tveir leikir eftir á þessum vetri.... það er nánast formsatriði að spila þessa leiki því þær eru efstar í riðlinum og hafa ekki tapa neinum leik í vetur... ég er einmitt að hoppa út til að  horfa á leikinn... ótrúlegt að ég skuli leggja þetta á mig .... því handbolti hefur ekki verið mitt uppáhald.

kveð að sinni.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband