Af þessum bæ er allt gott að frétta ........

nóg hefur verið að gera undanfarið og virðist ekkert lát á því ......Heimsætan er nú ávalt númer eitt hér og veit hún vel af því .......Wink ég biði ekki í þetta ef við værum  með  fleiri ung börn á heimilinu.....enda nýtur hún þess til fullnustu að vera....... baaaarrrra ein með okkur.....Grin  Eins og ég sagði í síðasta bloggi .......þá fékk hún sér hárlengingar .......Haloþað gekk vel í fyrstu en svo kom að því að það losnuðu nokkrar og mín kona var ekki með hýrri há því hún komst ekki strax á hárgreiðslustofuna til að láta laga þetta .......Frownhún hélt greyið að hún hefði gert eitthvað vitlaust ...og var alveg ómöguleg ...en þetta var svo lagað og mín kona í skýjunum af gleði aftur .......Smileþað kom í ljós að neðstu lengingarnar höfðu ekki verið festar nógu vel en nú er allt eins og það á að vera....... Heartég dáist að því hvað hún nennir að sinna þessu hári  vel......því það er mikil vinna að vera með svona sítt hár... Tounge

4.fl kvenna í Fylki varð deildarmeistari í handbolta nú á dögunum og eru þær þá búnar að vinna 3 bikara af 4 í vetur Reykjavíkurbikarinn, Bikarkeppnisbikarinn og deildarbikarinn   ....eiga bara eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn ......Halonú fara í hönd úrslitaleikir um þann bikar og verða fyrstu  leikirnir 16.apríl en þá verða 8 liða úrslit og síðan 4 liða og loks úrslitakeppni ......og nú er bara að standa sig til enda....þær geta þetta vel.

Sönglist var að ljúka nú fyrir páska og var söngleikjadeildin með frábæra sýningu ....var settur upp kabarett með ýmsum söngleikjalögum og atriðum og endað á Abba syrpu......þannig að nú er komið frí fram á haustið.... en mín kona ætlar að halda áfram í Sönglist....ég held að Erla Rut losni bara ekki við þessa krakka og verði stöðugt að bæta inn nýjungum því krakkarnir vilja ekki hætta........Grin   Talsetningarnar halda áfram og Kardimommubærinn bætist við eftir páska......þannig að það er nóg að gera ennþá hjá minni........og í góðviðrinu í dag tók hún sig til og hjólaði alla leið niður í Öskjuhlíð og til baka ......Tounge 

Við fórum norður á Sauðárkrók um helgina síðustu í fermingarveisluna hans Arnórs Þórðarsonar .....og var það  góð ferð norður........Við gistum í Varmahlíð í sumarbústað sem Þórður hafði tekið á leigu til að hýsa fjölskylduna .......Winkvið gistum bara eina nótt.... komum á laugardagskvöldið því við vorum í annarri fermingarveislu á laugardeginum hér í bænum, fermingarveislunni hennar Jóhönnu systurdóttur Steina svo það var nóg um að vara hjá okkur þessa helgina........

Nú er ljóst að Þórður og Emilie koma til Íslands dagana 1-20 júlí í sumar og verða með á ættarmótinu að Laugum í Sælingsdal....síðan höfum við ákveðið að fara vestur í framhaldi af ættarmótinu og vera í allavega viku og erum búin að fá lánað húsið þeirra  Gulla og Bryndísar á Bíldudal því Laugardalurinn er upptekinn.....Smile

Við tókum þann pólinn í hæðina að vera bara heima á rólegum nótum þessa páskafrídaga ...kannski að fara í bíltúr .....fer eftir veðrinu....Smile dunda eitthvað við að snurfusa í kringum sig..... eða bara leggja sig...... eða bara ekki neitt..........Halo

Látum gott heita í bili ..........Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband