Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Það er nú meiri bloggarinn sem ekki sendir frá sér línu í marga daga.....

en það er nú þannig að stundum finnst mér ég ekki hafa mikið að segja frá...  kanski er það bara vitleysa og maður á bara að byrja og láta svo fljóta .......og sjá hver útkoman verður..  ég ætla að gera það í dag. 

Þegar ég kom í vinnuna á föstudagsmorguninn..kom ekki fyrr en um kl. 11.oo því ég hafði verið með svo svakalegan höfuðverk Crying þegar ég vaknað að ég tók verkjalyf og lét þetta líða hjá, en nóg um það... þegar ég semsagt kom í vinnuna þá var mikil gleði ríkjandi yfir því að það hefði verið komið með nýbakaðar pönnukökur í kaffitímann um morguninn (kl. 9.00)....Grinkollegarnir höfðu aldrei smakkað aðrar eins dýrðar pönnukökur... sem þær náttúrulega eru... og ég hefði mist af herlegheitunum... aðeins nokkrar eftir og þær ekki heitar lengur.  Þarna hafði hann pabbi minn tekið sig til fyrir allar aldir og bakað pönnukökur og fært starfsfólkinu í leikskólanum mínum.  Þetta hafði komið til tals milli okkar feðginanna að gaman væri ef hann gæti gert þetta fyrir mig svona einhvertímann við tækifæri en þarna var honum rétt lýst að drífa þetta af og færa okkur þetta í morgunkaffið.  Smile

Talandi um pönnukökur þá hafa pabbi og mamma komið því á, að yfir vetramánuðina þá er opið hús hjá þeim.  Pabbi bakar pönnukökur eins og þarf, geta verið úr 1-3 uppskriftum allt eftir því hvað margir koma. Halo  Þetta gerir það að verkum að fjölskyldan hittist reglulega og tengslin við börn, barnabörn og tengdabörn verða sterkari. Þar sem þetta hefur spurst út um stórfjölskylduna og til  vina þá er alltaf vona á að hitta á ættingja og vini  sem  annars hittust  ekki nema við ættarmót og jarðarfarir.  Laugardagar eru semsagt fjölskyldudagar í stórfjölskyldu minni. Smile

Annars er þetta með pönnukökurnar alveg sérstakt því pabbi er eldfljótur að baka og lýsingarnar hjá kollegunum á föstudaginn var, voru á þessa leið....  þær eru svo fallegar á litin...fallegar í laginu... þunnar og ofboðslega góðarInLove  Pönnukökupannan hans pabba er búin að fara víða... hún fer með til Kanarí á hverju ári... hún hefur farið með í flestar þær utanlands ferðir sem foreldrar  mínir hafa farið í .... þar sem þau hafa dvalið um tíma og þar sem fjölskyldan hefur verið með í för..Wink.. bara gaman að þessu.

Helgin hefur verið fín. Eftir pönnukökurnar hjá pabba og mömmu var haldið í afmæli hjá Ólöfu Þórunni daman varð 8 ára og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir þar.  Í dag var svo ákveðið að sofa út og hafa það notalegt það lá ekkert fyrir að við héldum, búið að fresta handboltaleik við Gróttu til 13. apríl, engin leiksýning hjá Ólöfu því hún vara að leika síðustu sýningu fyrir páska.  En það var nú ekki alveg svona rólegt því kl. 13.35 var hringt frá þjóðleikhúsinu og spurt hvort Ólöf vær i ekki að koma, ætti að sýna í dag...... Gasp  það varð uppi fótur og fit því sýningin átti að byrja kl 14 og við uppi í Árbæ!!!!!!!!   Við hentumst af stað og vorum komin niður í leikhús kl. 13.48 og þvílíkt stress og panik að ná í tæka tíð búningurinn var til og allt gert klárt svo þetta tókst en naumt var það. Smile Einhver misskilningur olli því að upplýsingar um breytt fyrirkomulag komst ekki til allra en það bjargaðist en þetta þýðir að Ólöf á ekki að sýna um næstu helgi eins og við gerðum ráð fyrir heldur þarnæstu helgiJoyful

Hér látum við staðar numið í kvöld, góða nótt.


Alltaf er nú gott að koma heim....

þó helgin sé búin að vera yndisleg.  Við hjónin og unglingurinn okkar fórum í sumarbústað yfir páskahelgina. Við fórum á Laugarvatn og dvöldum þar í bústað sem félag vélstjóra og málmtæknimanna eiga. Við vorum með nóg pláss, hefðum getað verið öll fjölskyldan,  en við  nutum þess að vara bara þrjú.  Það sem vakti undrun okkar hjóna var hvað dóttirin var ánægð með að vera bara ein með okkur foreldrunum, hún sem er á þeytingi út um allt og vinirnir skipta hana öllu máli þessi misserin. Halo  Hún var svo ánægð með að geta druslast um á náttfötum, sofið fram eftir, spilað, horft á sjónvarpið (þó aðeins væru 2 stöðvar) og svo bara gera ekki neitt.  Í raun erum við foreldrarnir afskaplega ánægðir með þessa ferð, að unglingurinn okkar skuli enn geta notið þess að vara bara í rólegheitum með okkur. Grin

En það var svo skrítið að við vorum bara hálfnuð heim þegar fyrstu hringingar byrjuðu og farið var að plana hvernig verja ætti kvöldinu og næstu kvöldumSmile

 

 

 


Ég er hugsi yfir ......

málaferlunum á Seltjarnarnesi... þar sem kennari vann mál við móður barns með asparger heilkenni. Þetta er sorglegt mál og mér finnst hreint með ólíkindum að bærinn/sveitafélagið skuli ekki vera með tryggingar sem einmitt mæta svona málum þ.e. t.d. þegar kennari verður fyrir skaða af völdum nemanda.  Þetta á við um fleiri störf þar sem viðfangsefnið er manneskjan í öllum sínum breytileika.

Skólinn er fyrir alla, skóli án aðgreiningar, sem þýðir að skólinn á að vera  í stakk búin til að mæta öllum einstaklingum hvort heldur um líkamlega eða andlega fötlun er að ræða eða geðræn vandamál.  En hvar stendur kennari í þessu öllu saman, það er vitað að það skortir bæði fé og mannskap  inn í skólakerfið til að mæta þeim einstaklingum sem þurfa mikla aðstoð. 

Því segi ég að starfsmenn eiga að vera tryggðir, og það á að vera tryggingarfélag sveitarfélags sem ber kostnaðinn þegar svona mál koma upp. Það vita flestir sem eitthvað vinna með börnum að börn með  þessa  eða aðrar geðrænar raskanir geta verið óútreiknanleg og stjórna ekki gjörðum sínum, fyrir svo utan að hvert og eitt barn er einstakt.  Því er ekki hægt að setja alla undir einn hatt.  Það er mikið lagt á foreldra barns sem greinst hefur með geðraskanir og þurfa að  kljást  við þá staðreynd alla daga, þó það eigi ekki von á málshöfðun ef barnið verður svo ólánsamt að valda manneskju líkamstjóni, vegna stjórnlausrar hegðunar. Því segi ég aftur skólinn /sveitafélagið á að tryggja öryggi starfsmanna.

Leikskólinn er einnig undir þessum sama hatti að ef starfmaður leikskóla verður fyrir t.d eignartjóni af völdum barns þarf viðkomandi starfsmaður að gera kröfur í foreldri eða að ef sveitafélagið (borgin) á að greiða tjónið þarf að játa vanrækslu í starfi til að bætur náist fram.  Þetta þýðir að frekar ber starfamaður skaðann sjálfur heldur en að fara þessar leiðir.  En þá kem ég aftur að tryggingum starfmanna í skólum  og hvar þeir standa ef þeir verða fyrir tjóni í starfi.

 Það er ekki í grunnmenntun kennara/leikskólakennara að vinna með andlega og líkamlega fötlun. við erum með innsýn og vitum af ýmsu  en við höfum ekki fengið menntun eða þjálfun  til að takast á við allan þann breytileika sem okkur  er ætlað að  mæta í starfi. 

Eftir hátt í 30 ára starf í leikskóla þar sem ég hef kynnst ýmsum gerðum andlegrar og líkamlegrar fötlunar þá set ég spurningamerki við skóla án aðgreiningar.   Ég geri það í ljósi þess að mér finnst stundum eins og þetta sé spurningin  um rétt foreldra en ekki barnsins.  Ég vísa þá í að skólinn þarf mannafla með menntun til að takast á við þá fötlun sem er til staðar hjá barni, húsakynni og aðstöðu í skólum og leikskólum til að mæta þeirri þjónustu og þjálfun sem barnið á rétt á samkvæmt lögum.  Það dugar ekki alltaf að vísa í að einhver eigi rétt á þessu og hinu það þarf bæði peninga og mannskap til að uppfylla réttinn, og meðan þetta vantar þá er skóli án aðgreiningar, orðin ein  og klór í bakkann.

Í þessu máli sem að ofan er vitnað í spyr ég, hvar stæði kennarinn ef foreldri barnsins hefði ekki verið með tryggingu?????? það er ekki sjálfgefið að allir séu með tryggingu.

Þetta eru mínar vangaveltur og ég ýja að ýmsu en aðgát skal höfð í nærveru sálar.


Misskilningur....

einhver misskilningur hefur farið í loftið eftir síðustu færslu...Tounge  ætla mætti að við værum  að fá barnabarn á næstunni..... en það er ekki rétt, allavega vitum við ekki til þess...Halo ennþá... sem sagt þetta leiðréttist hér með ef einhver skildi hafa tekið þessi skrif mín á annan hátt.

Það verður sama hraðlestin í kringum dótturina í dag og alla þessa helgi eins og vanalega. Smile Söngtími í dag og leiklistartími frá 16.00-20.00 og eftir það er afmæli hjá einni skólasystur. Í fyrramálið er svo leikur á móti Vestmanneyjum og annað afmæli hjá vinkonu. Tounge  Á sunnudaginn verður svo seinni leikurinn á móti Vestmanneyjum kl. 12.00 og síðan á hún að sýna Skilaboðaskjóðuna kl. 14.00  Wink sem sagt þessa helgi verðum við í skutli eins og svo oft  áður.

Við fengum úthlutað bústað um páskana Grin okkur til mikillar undrunar og ánægju, áttum ekki von á því. En við munum verða á Laugarvatni um páskana. Við erum ákveðin í að láta okkur líða vel, hvíla okkur, nota heita pottinn og dekra svolítið við sjálf okkur. Halo 

En nú þarf ég að fara að hendast af stað og sækja heimasætuna því mér er ekki vel við að hún sé að þvælast á þessum tíma úti og  í strætó, líklega verður hún á hraðferð vegna afmælisins sem hún er að fara í.InLove ef ég þekki hana rétt.  En annað, okkur hefur ekki enn tekist að koma okkur niður á dag til að halda upp á hennar afmæli, sem var 7 mars, því hún er svo upptekin.GetLost

Farið vel með ykkur bless, bless. Sideways


Því í ósköpunum valdirðu...

þessa mynd Sigga ....... stundi eiginmaðurinn upp ...þegar hann sá þessa fínu mynd af mér sem fylgir bloggsíðunni .... hvar fannstu hana? hvar er hún tekin?   Ég er nú ein af þessum sem myndast bara ekkert sérstaklega vel og hafa myndavélar og ég ekki endileg átt samleið.  En þessa líka fínu mynd fann ég nú með því að stækka höfuðið á mér út úr annarri mynd.  Mynd sem var tekin síðasta sumar í Arnarfirði, þegar ég og mágkona mín fórum í gönguferð upp úr botni Fossdals og fórum upp á Kvennaskarð og horfðum yfir í Dýrafjörð.    En það getur nú samt verið að ég skoði þetta eitthvað fyrir hannInLove

Ég talaði nú betur við hann Þórð minn um þessa tónleika sem hann var að spila á.... Þetta voru samspils tónleikar  á vegum MGK tónlistarskólans í Kaupmannahöfn.  Stjórnandi að nafni Django Bates breskur tónlistarprófessor sem  kennir einnig við dönsku konservatoríuna, æfði hópinn og voru þau með tónleika í MGK skólanum, fóru síðan með tónleikana í Ishoj menntaskólann og síðan var endað með kvöldtónleikum í Cobenhagen Jazzhause og sagði Þórður að þetta hefði gengið alveg ....geggjað vel... W00t

Ólöf keppti í handboltanum á þriðjudaginn var og var keppt við Stjörnuna í Garðabæ, það er skemmst frá því að segja að við foreldrarnir vorum að fara á límingunum í fyrri hálfleik... Gasp ég hefði aldrei trúað að ég færi að stressast á handboltaleik hjá 4.flokki. en þessi leikur var mjög spennandi og var eins og hálfgert einvígi milli þessara efstu liða í flokki b liða í 4.flokki  semsagt frábær leikur, stelpurnar eru bara svo skemmtilegar að horfa á og hafa gaman að leiknum, spila vel saman og hvetja hver aðra til dáða.  Loka tölur í leiknum urðu 17-12 fyrir Fylki en var í hálfleik 7-10 fyrir Stjörnuna.Grin

Við fengu ánægjulega heimsókn í gær og voru þar vinir okkar að norðan á ferð með lítið 5 mánaða kríli og fengum við hjónin að máta aðeins Smile og lét krílið sér það vel líka. Þegar heimasætan  kom, fékk hún alveg fiðring í hendurnar að fá að halda á stýrinu... Joyfulsvo kom setning.... af hverju er ekkert að gerast hjá bræðrum mínu.....Wink  Ég held að við hér á heimilinu séum bara að verða tilbúin að verða afi og amma og föðursystirHalo

Jæja látum þetta gott heita í dag og verið nú góð hvert við annað Smile


Þá er ný vika farin af stað....

á eftir helgi kemur vinnuvika og lífið heldur sinn vanagang. Ég hef náð að vera í sambandi við alla mína og þar með er ég með yfirsýnina á öllum.  Mér finnst það ágætt ...þarf að hafa þetta svona allt á hreinu. Wink  

Ég talaði við Þórð í kvöld og var hann að koma frá því að spila á tónleikum í tónlistarskólanum sínum í dag.  Þetta er svona hljómsveitarprógramm sem er svo farið með útfyrir skólann, á morgun spila þau í einhverum menntaskóla og svo á klúbbi annað völd sem ég held að heiti eitthvað... Jazzhús.... en honum finnst þetta mjög gaman. Kissing

Það er í sjálfu sér lítið að frétt héðan í dag, allt nokkuð rólegt og ekki þurfti að skutla heimasætunni eitt eða neitt ... gott mál... en á morgun á hún að keppa í Garðabæ í handbolta og að sjálfsögðu stormar maður þangað og styður sitt fólk í mikilvægum leik. Happy

Í vinnunni er alltaf nóg að gera, starfsviðtöl í fullum gangi og undirbúningur fyrir Skotlandsför í apríl svo eitthvað sé nefnt.  Börnin eru óðum að skila sér í leikskólann  eftir veikindi sem hafa lagst mismunandi á þau og starfsfólk er að hressast líka.... sem sagt hækkandi sól og bara gaman.Cool

jæja látum hér staðar numið og góða nóttSleeping

 


Hvíldar helgi ...

allar helgar hjá okkur eru orðnar hvíldarhelgar... við sofum út ef við mögulega getum og erum bara að druslast um... förum ekkert endilega út nema við þurfum þess nauðsynleg t.d skutla heimasætunni, versla og svoleiðis.  Þetta er bara gott við náum að hlaða batteríin fyrir komandi viku.  Whistling

En framhald síðan í gær. Heimasætan keppti eins og fyrr segir í söngvakeppni samfés. Þær vinkonurnar voru ánægðar með þátttökuna þó ekki hafi þær komist í verðlaunasæti.. segjast vera reynslunni ríkari og viti hvað gera skuli næsta ár .Happy  að lokinni keppni var brunað upp í Fjölnishús til að keppa í handbolta ....með millilendingu í subway... þær komu í tíma og spiluðu ágætan leik á móti Fjölnisstelpunum og unnu leikinn 22-11 bara gott mál...þær eru taplausar eftir 13 leiki...4 leikir eru framundan næstu 6 daga...sem sagt nóg að gera.Wink

Strákarnir komu í mat í kvöld og var bara gott að fá þá í heimsókn, tilefnið var nú að heimasætan átti afmæli á föstudaginn var og réði hún matnum. Ég fékk þó að hafa sm...á áhrif.... því tillaga hennar var að hafa slátur ....! í matinn á sunnudegi og sem afmælismat... en ég lofaði að hafa slátur í matinn fljótlega.Kissing 

Ég heyrði í mömmu og pabba í kvöld það er alltaf sama hamingjan á Kanarí og allir hressir og glaðir en nú fer þetta að styttast  og aðeins rúm vika þar til þau koma heim.  Það verður nú gott að fá þau heim svo maður geti nú farið að droppa við hjá þeim í Funalindina.Smile Ekki verður verra þegar laugardags pönnukökurnar byrja afturHalo og fjölskylda og vinir hittast á ný.

 


Smá spenna og fiðringur í maganum......

það er nú svo að maður verður svolítið meðvirkur með börnunum sínum þegar þau taka þátt í keppnum  Blush.... og sjálfsagt ekki óeðlileg... maður vill náttúrulega að allt gangi upp... og svo er nú markmiðið að vinna...  Tounge  En það er nú þannig að ekki geta allri unnið... svo maður gerir sitt allra besta. 

 En ég er að hlusta á samfés keppnina á rás 2 og ég verð að segja að það verður erfitt fyrir dómara að velja besta atriðið ...það er frábært að heyra í öllum þessum krökkum og hvert atriði af öðru er frábært  athugið að þetta eru bara krakkar á aldrinum 13-15 ára.   Joyful Heimasætan var í atriði no. 7 og gekk þeim bara mjög vel en eitthvað er að úsendingunni því truflanir voru  í míkrófónum hjá nokkrum atriðum þannig að útsendingin er líklega ekki alveg sú besta en salurinn heyrir þetta örugglega betur.  Ég er nú með smá hnút í maganum yfir þessu Joyful

Svo að lokinni keppninni þarf ég að bruna með nokkrar stelpur frá Laugardalshöllinni upp í Fjölnishús til að  keppa við Fjölni í handbolta kl. 17.00 .... ég hef sagt það áður að lífið snýst um þessi blessuðu börn og verð að segja að ég er heppin að það er nú  eitt barn eftir heima sem allt snýst um.  Aðrir farnir að sjá um sig sjálfir og maður tekur þátt í þeirra lífi á annan hátt. Halo

 

   


Litli drengurinn minn í Danmörku.......

hafði samband við mömmu sína ( 22 ára) og bað um íslenskt páskaegg....og þar sem ég get ekki staðist slíka bón þá mun ég senda honum og kærustunni 2 páskaegga svo  þau fari nú ekki varhluta af hinni íslensku hefð að troða sig, hver sem betur getur, út af súkkulaði.Wink

Annars er hann smá saman að komast inn í danskt samfélag og það er nú þannig að þessi blessuðu börn læra helst ef þau ganga sjálf á veggina og þannig er það nú með minn dreng, hann fer að skoða hindranirnar þegar hann hefur rekist á þær.Pinch  En hann er að læra Grin Hann er ánægður í MGK tónskólanum og er að fara að æfa með hljómsveit á vegum skólans sem mun verða með tónleika á næstunni.  Síðan er hann að vinna á Dóminos í Köben með skólanum.  Honum fannst það ekki spennandi kostur í fyrstu, en þegar menn hafa gengið um atvinnulausi og orðnir peningalitlir í öðru landi og þarf að bjarga sér þá tekur maður því fegins hendi  sem býðst.  Ég held að það að fá ekki vinnu hafi verið góð lexía, það er ekki allt sjálfgefið og það þarf að hafa fyrir hlutunum. Smile 

Nú er stóri dagur heimasætunnar að renna upp hún verður 15 ára á morgun. Það mun nú ekki mikið verða haldið upp á það að sinni því hún kemst varla yfir það sem hún hefur að gera. Dagurinn hjá henni verður á þessa leið....skóli, söngtími, leiklistartími og samfésball í Laugardalshöll. Það verður lítill tími fyrir foreldra þennan daginn. Á laugardag á hún svo að keppa ásamt tveimur vinkonum og hljómsveit úr skólanum hennar í söngvakeppni samfés, þau keppa fyrir Ársel og verður það líklega mjög spennandi og gaman, en deginum lýkur ekki þá, keppa þarf í handboltanum kl. 17.00 og síðan er henni boðið í leikhús, ég held að hún þurfi að sofa allan sunnudaginn eftir þessi herlegheit.Joyful

Jæja þá hef ég þetta ekki lengra og býð góða nóttSleeping

 


Rapport dagsins......

Þá er þessi dagur að kveldi komin, hann hófst á námskeiði um "frávikagreiningu" á fjárhagsáætlun leikskólans. Það var þörf yfirferð og eftir því sem maður fer á fleiri námskeið tengd þessum blessuðu fjármálum því öruggari verður maður með þetta allt saman. ....Ég verð að segja að hlutirnir hafa gerst svo hratt að maður heldur varla í við breytingarnar... en nú er þetta allt á réttri leið. 

Mikið er um veikindi í leikskólanum og hefur vantað um þriðjung barnanna síðustu 2-3 daga. Starfsfólkið hefur ekki farið heldur varhluta af þessari veikindatíð og er það lán í óláni að það helst í hendur.  Sick

Mamma og pabbi hringdu  frá Kanarí og spurðu frétta af öllum, þaðan var allt gott að frétta og þeirra hópur hress. Hitinn varð helst til mikill  í dag og fór í 35° þegar heitast var. 

Það er svo merkilegt þetta með að fá fréttir af öllum og hafa yfirsýn yfir alla fjölskylduna og veðrið... þar með getur maður verið rólegur.... þangað til maður hringir næst.... um að allir spjari sig nú vel án manns.  Ég held að ég sé að smitast af þessu ég þarf orðið alltaf að vita hvað allt mitt fólk ..(börn og tengdabörn) er að gera og hvort öllum líði ekki vel, síðan þarf maður að vita af systkinum og þeirra fólki og þá getur maður verið rólegur þar til maður heyrir í þeim næst Blush  Alveg merkilegt ég veit ekki hvort þetta er aldurinn eða hvað......Woundering

Heimasætan  á bænum fór að keppa í handbolta í kvöld og var nú keppt við ÍR  í Austurbergi og að sjálfsögðu tóku okkar konur þetta... hafa unnið 12 leiki af 12 leiknum leikjum og getur það talist harla gott.  Það er nú svo að ég fer orðið á alla leiki sem hún spilar og finnst þetta bara orðið ansi skemmtilegt eins og mér fannst þetta lítið spennandi þegar hún var að byrja. En við erum þarna nokkrar mömmur og pabbar sem skemmtum okkur vel og styðjum dyggilega við okkar konur....áfram Fylkir Happy 

Gott fólk ég ætla að láta staðar numið að sinni og segi góða nótt Sleeping


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband