Þá er þessi ágæta helgi liðin......

Við mæðgur skelltum okkur í bíó á laugardaginn og sáum "Mamma mía" ..og hún var alveg frábært...þessa mynd ætla ég að eiga þegar hún kemur út á DVD ....pottþétt....ég átti fullt í fangi með að syngja ekki hástöfum með og missa mig ekki í dans...Grin  mæli eindregið með henni.

En ég var  vakin eldsnemma ..... eða þannig í morgun kl. 10.00Tounge og spurð að því hvort ég væri ekki til í að koma með út í Viðey!!!!!  í fyrstu leist mér nú ekki neitt sérstaklega á það og það átti að taka bátinn kl. 11.15..... en ég var vöknuð og svo hugsaði ég ...af hverju ekki... hvað annað væri ég að gera....svo ég sló til og rauk í að hafa mig til og ég var mætt á réttum tíma inní Sundahöfn.. Veðrið var náttúrulega alveg dásamlegt og ekki hægt að hugsa sér það betra .... við tókum okkur svo göngu út í þorpið í austureyjunni og gengum svo eftir gönguslóð sunnan megin til baka að Viðeyjarstofu... þar sem við fengum okkur smá að borða, við héldum svo til baka með ferjunni kl. 14.30, þá var farið að kula svolítið.... ég set hér inn nokkrar myndir frá deginum.

Grípum tækifærin þegar þau gefastSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er gaman að koma út í Viðey, hef reyndar ekki komist þangað nema einu sinni sem er helst til of lítið. Þarf að fara að vinna í Viðeyjarferð :)

Bryndís (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband