Það virðist enginn vera undanskilin...

þegar kemur að veikindum ekki einu sinni ég.. sem verð náttúrulega aldrei veik.. en það kom að því.  Þetta byrjaði afskaplega sakleysislega eða með smá særindum öðru megin í hálsinum... ekkert annað enda var ég ekki veik eða á leið að vera veik.  En ég átti erfitt um svefn vaknaði oft og átti erfitt með að kyngja...en það var ekkert að mér ..  ég klæddi mig eins og venjuleg og ætlaði i vinnuna, en ég var mjög slæm í hálsinum og gat varla talað fyrir verkjum , svo ég ákveð hinkra og athuga hvort möguleiki væri á að komast til læknis í dag ...  nú haldið þið að ég sé husterísk að rjúka til læknis þá maður finni eitthvað til....  en þar sem ég vinn á leikskóla og flestir starfsmenn og þó nokkuð af börnum voru búin að greinast með streptococca sýkingu þá ákvað ég að tala við lækni áður en ég færi til vinnu enda hefði ég gert lítið gagn þar þó ég haldi að ég sé ómissandi.  Nú ég fór til læknisins kl. 11.00 ..heppin ég að fá tíma... og viti menn ég var með bullandi STREPTOCOCCA sýkingu...Sickog ég sem verð ekki veik.  Þrátt fyrir að ég verði ekki veik er ég búin að liggja í rúminu í allan dag og á milli þess sem ég svaf, hlustaði ég  á útvarpið sem var í ruglástandi í tilefni af hlaupársdegi.

En látum þetta gott heita í dag ég verð ábyggileg sprellfjörug á morgun eða hinn úr því ég fékk strax viðeigandi lyf til að stöðva þennann ófögnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband