Lífið í kringum dótturina....þessa dagana

það má segja að lífið snúist nokkuð mikið í kringum dótturina enda er hún orðin ein heima með okkur foreldrunum og líkar það bara ekki svo illa.

Nú árshátíðin gekk vel  og mikil gleði með hana......minni fannst nú mamman heldur hallærisleg þegar hún fór fram á að  dóttirin ætti að vera í góðum skóm og hafa hælaskóna með í pokaShocking en viti menn það kom á daginn að það var bara skinsamleg ákvörðun því það kyngdi niður snjó á meðan dansinn dunaði.  Þessar mömmur vita nú oft hvernig best er að haga hlutunumGrin

Í dag hélt svo þemavikan áfram.. ég sem  hélt að þetta hefði tekið enda í gær.. en nei  mætt var í náttfötum í skólann í dag og það síðan notað sem afsökun fyrir því að þurfa ekki að klæða sig í dagWink  það væri nú ósköp þægilegt að vera svona afslappaður stundum. 

Handboltinn hélt áfram í kvöld og ég held að ég hafi ekki misst af nema ca. 2 leikum í vetur hjá stelpunum í 4.fl.B í Fylki. Þær eru hörku góðar og það er gaman að horfa á þær spila, það ríkir nefnilega leikgleði í hópnum...... að sjálfsögðu unnu þær í kvöld og það með 15 marka mun og átti dóttirin ekki sístan þátt í þvíJoyful 

Stelpan hefur verið að kvarta aðeins undan því að þegar hún tæki spretti í hraðaupphlaupum þá væri eins og hún springi og verði móð....við höfum velt þessu fyrir okkur, hvað þetta gæti verið, ...hvort hún borðaði ekki nóg... hún hefur verið að stækka hratt... hvort opið sem var á milli hjartahólfa væri ekki örugglega lokað eins og sagt var þegar hún var 6 ára.... en í dag kom skemmtileg athugasemd frá einum pabbanum í hópnum sem hljóðaði svona ..."það er eins og þú andir ekki í hraðaupphlaupunum"... og þetta er ekki svo galið .. hún sleppti að anda því hún var svo upptekin að rekja boltann... svo nú í kvöld lagði hún áherslu á að anda réttBlush og viti menn hún fann ekki fyrir neinuGrin 

Jæja meira verðu ekki gert á þessum ágæta degi og býð ég bara góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband