Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Dagur 3 mánudagur... og það er ekki að spyrja að því.....
30.9.2008 | 03:00
það hriktir í stoðum þjóðfélagsins um leið og maður yfirgefur landið.... en það er ekki bara á Íslandi sem allt skelfur í fjármálaheiminum heldur hér vestan hafs líka það er ekki talað um annað í sjónvarpi en hrun á Wal Street og höfnun þingsins á björgunaraðgerðunum...... við gátum líklega ekki verið á ferðinni hér á óheppilegri tíma ....ef við hugsum út frá "búðum" ... En maður er nú ekki að láta hátt gengi á sig fá .... eða maður ætti líkleg að gera það....það þarf líklega að borga reikningana þegar við komum til baka.....við munum fara varlega í verslunina .....allavega erum við með góðan ásetning ....vonandi dugar það
Jæja við tókum daginn nokkuð snemma en fórum okkur rólega í morgun vorum lengi í morgunmatnum ....gestgjafinn var mjög ræðin og sagði okkur frá sögu hússins..... Þetta hús var byggt um 1825 ....þau keyptu það þegar það var nánast að hruni komið ......mom sagði að það hefði ekki munað miklu að hún hreinlega færi þarna að næturlagi og legði eld að því...ástandið hússins var svo hræðilegt..en Lee og kona hans keyptu það 1984 og létu gera það upp í sem upprunalegustu mynd ....og það hefur þeim tekist mjög vel þau hafa rekið Bed and brekfast í því síðan...Lee sagði okkur að hér hefði fólk búið þegar þau keyptu það og það hefði búið í tveimur herbergjum baka til og það hefði verið með hænur í einu herbergi á þriðju hæðinni... búið var að taka allt rafmagn af húsinu... og í raun var húsið óíbúðarhæft. Vonandi tekst mér að setja einhverjar myndi inn í albúmið, kemur í ljós...
En við ákváðum að skreppa í verslunarferð ..... já í moll .....í dag til Syracus... dóttirin var mjög umhugað að komast til að versla eitthvað ... og það gerðum við ...sjálfsagt hefði verið skinsamlegra að biða.... en fólkið er allt að koma á morgun... .seinnipartinn...svo eftir það verður dagskráin nokkuð þéttari hjá okkur...svo við ákváðum að láta þetta eftir henni...... Við fórum í "moll" sem er nálægt flugvellinum í Syracuse ....á meðan við Ólöf vorum í búðunum þá var Steini úti í bíl.... las bók... spjallaði við fólk sem átti leið hjá .... sjáið þetta fyrir ykkur ..honum leiddist ekki.....síðan hitti hann okkur og við fengum okkur snarl .... og við héldum áfram að versla en hann fór með pokana út í bíl....hann segist aldrei hafa farið í eins afslappaða verslunarferð....
Við erum búin að átta okkur á aðstæðum og vegakerfinu og það er bara auðvelt að rata hér um ...höfum ekki notað GPS tækið aftur .... notum það líkleg bara ef við villumst því við kunnum að stilla á Cool Brok Route ...s.s heim til mom og dad.... s. s góð í tækninni ha ha ha..... Við enduðum daginn á að fara til mom and dad og borða með þeim og spjalla.....nú erum við bara í rólegheitum í herberginu og förum að sofa fljótlega....skrítið hvað maður getur verið þreyttur á að gera ekki neitt...
Það hefur kólnað í dag og hiti um 14 stig en kaldara nú í kvöld.... það hefur haldist nokkuð þurrt í dag . Litirnir eru alveg ofboðslega fallegir á trjánum enda er þessi tími kallaður "indian sommer" eða indíána sumar vegna litadýrðarinnar.
jæja gott í bili knús til ykkar allra Sigga og co í Ameríku
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þá er að dagur tvö....sunnudagur
29.9.2008 | 02:23
við vöknuðum um kl. 07.00 í morgun og gátum ekki sofið lengur við vorum búin að tala e um morgunmat kl. 9.00 svo við tókum því rólega..... við fórum svo í morgunmat og það var eins og að koma í borðstofu á óðalssetri þar sem okkur var þjónað til borðs... eigandinn hér heitir Lee og hann spjallaði við okkur og spurði mikið um Ísland og við reyndum að upplýsa hann að fremsta megni....... við tókum góðan tíma í morgunmatinn og fórum síðan upp aftur og viti menn ég sofnaði í tvo tíma en Steini las og lagði sig svo og Ólöf var í tölvunni......við fórum ekki út fyrr en um miðjan dag og þá keyrðum við hér um fórum niður í miðbæ Hómer og síðan inn í Cortland og fengum okkur smá að borða og komum við í stórmarkaði og keyptum lítilræði sem vantaði... það hefur rignt hér í dag og verið þoka ...hiti hefur þó verið um 18 gráður en spáin næstu daga sýnist mér vera nokkuð blaut.. en við ætlum nú ekki að láta það trufla okkur. Eftir bíltúrinn fórum við til mom og dad og vorum þar til kl. 21.30 .....sveim mér þá við erum orðin syfjuð og þreytt þrátt fyrir að við höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut en hvíla okkur.... Við höfum ákveðið að fara til Syracus á morgun og kíkt í "moll" Steini er nú ekki sérlega spenntur en ætlar nú samt að fara með okkur....hann er jú bílstjórinn.. það er líka ágætt að vera búin að far áður en allri koma á þriðjudaginn... ég ætla að setja inn albúm og bæta við myndum í það næstu daga... en þangað til næst hafið það gott öll sömul..
kveðja úr henni Ameríku....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tha er madur komin til hinnar storu ameriku.....
27.9.2008 | 20:03
og thad gekk nu ekki alveg atakalaust fyris sig... .. nu vid vourm voknus eldsnemma i gaermorgun og klarudum ad taka okkur til...nu...nu.. vid vildum vera snemma i thi og vorum komin ut a flugvoll kl. 14.30 og inn i flughofn stuttu seinna.... thannig ad thad gekk nu allt vel fyrir sig og naegur timi.... gott flug til USA tok taepa 6 tima.......vorum ordin svolitid eyrdarlaus i lokin.. svo tok vid mid i tollinum ......langar radir...thegar loks var komid ad okkur tha voru tekin fingrafor og mynd af okkur ollum ......bara svona til ad segja ykkur tha var mjog heitt og vid ad lida utaf af hita ...yfir 20 gradur og rigning... nu nu vid komumst tharna i gegn og forum med farangur i "transit" tokum lest sem gengur umhverfis vollinn og stoppar vid hvern terminal ...mjog thaegilegt.. en annars vid lentum i NY a Kennidy flugvelli....... thegar kom ad terminal 3 tha gekk nu ekki alveg smurt ad skra okkur inn og thurftum vid hjalp fra 2 adilum en loks gekk tad...ny taekni vid innritun...... ta var okkur bent a ad thad yrdi seinkun a fluginu til Syracuse vegna vedurs.....ekki leyst okkur a thad..en seinkunin var bara einn timi ... nu thurfti ad fara i gegnum tollaskodun aftur og viti thid thad ad vid thurftum at fara i "spes skodun" vorum tekin til hlidar og allt yfirfarid...vorum sem betur fer bara med handfarangur sem var i godu lagi...en thetta tok svolitid a taugarnar... .. en loks vorum vid komin i gegn og tha vorum vid svo svong at vid fegnum okkur ad borda ....thvi timinn var naegur...nu tok vid heljarinnar ganga.....vid vorum vid utgang 25 hinum megin i thessum terminal ... loks komumst vid a enda .. og stuttu eftir thad var kallad ut i vel... litla 44 manna vel og...... thar satum vid i 1og halfan tima... vegna bilunar...i saeti flugstjorand.... nu var klukkan ordin ansi margt hja okkur islendingunum og vid ad verda verulega threyt... loks var haldid af stad og flugid til Syracuse tok um einn tima...thad var indaelt og vinalegt ad lenda thar... bara eins og ad koma heim... allt gekk eftir med bilaleigubilinn og thad var bedid eftir okkur tho thessi seinkun hafi verid... Steini fekk kennslu a GPS taekid en hefdi thurft at hafa t.d olofu med til ad laera a thad ... thvi ad thad kom i ljos at thad virkadi ekki alveg..... eins og vid vildum..... Vid fengum flottan jeppa "cevi" kalladi Steini hann.... rumgodan og finan... en nu hofst ferlid at koma ser til Homer...og vid forum i stuttu mali i tvo hringi adur en vid komumst a rettan veg... vid hofdum vitad ad vid thyrftum at komast a veg 81 sudur og saum hann alltaf en GPS sagdi annad.... en svo akvadum vid at hlusta ekki a konuna i taekinu... og fylgja 81 sudur og tha gekk all eins og i sogu til Homer......Thegar til Homer kom keyrdum vid thangad sem vid attum ad gista ....en vid gatum hvortki nad simasambandi eda vaki husradendur .... og vid vorum alveg utkeyrd eftir ferdina ... tha akvad Steini ad vid faerum bara heim til mom og ded og vektum thau og thad var ekki vandamalid thar...vid drifin inn og i rum og eg held ad eg hafi aldrei verid eins fegin ad sofan eins og tharna .... ..klukkan hja okkur var tha 07.30 vid vorum buin at vaka i solahring..
En vit erum semsagt i godu yfirlaeti nuna og munum faera okkur yfir a gististadin i dag ...hjonin thar " voru eydilogd at vid skildum ekki geta vakid thau ...thau bua a efstu haed en vid vildum heldur ekki vera atgangshord til at veka ekki alla a gististadnum... en vid munum ga gott atlaeti hja theim.. .
Bidjum at heilda ollum hedan fra Ameriku... latum heyra fra okkur seinna.......
stafsetnign ag stafir eru eitthvad odruvisi vonandi skiljid thid thad sem eg skrifa..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er eitthvað svo skrítið......
26.9.2008 | 00:39
maður er að fara til hennar stóru Ameríku og mér finnst eins og ég sé ekki að fara þangað ....það er semsagt engin.... yfirþyrmandi spenningur... ég held að það sé bara vegna þess að Ameríka hefur ekki verð minn uppáhaldsstaður í veröldinni frá því ég fór þangað fyrir 10 árum ........já það eru tíu ár síðan fjölskyldan fór þangað síðast og þá á sama stað.... til Homer í norður hluta NY fylkis . Þar búa enn skiptinemaforeldrar Steina... þau Connie og Donald Steiger ...en þau eiga nú 60 ára brúðkaupsafmæli og við ætlum að heimsækja þau ásamt Þyri systur Steina og Daníel syni hennar... en Þyri var líka skiptinemi hjá þeim hjónum. En aftur að því af hverju Ameríka er ekki með mikð aðdráttarafl fyrir mig .....það er eittvað svo yfirþyrmandi stórt..... og mikið af öllu þar....... en það verður gaman að hitta fólkið allt saman og við ætlum aðeins að líta meira í kringum okkur heldur en við gerðum síðast ..... Við munum gista á sama stað og síðast á Quagmire Manor og okkur var meira segja boðið sama verð og fyrir 10 árum .... ekki slæmt það.
Quagmire Manor Bed and Bregfast
Þetta er hús frá 1825 og afskaplega vinalegt að gista þarna. Hjónin sem reka þetta hafa gert allt húsið upp í sem upprunalegasta útliti. .. Við hlökkum til að kom þarna aftur.
En nóg um þetta við erum svona næstum klár ...ég hef verið ótrúlega löt að koma okkur ...niður í tösku..... og geri allt annað en ég þarf að gera ...en nú ætla ég að fara bara að sofa og vakna heldur snemma á morgun .....og klára rest. ...... Nonni og Tedda ætla að vera hér á meðan við erum úti ....það frestaðist allt með málningarvinnuna vegna veikinda málarans ...svo það verður bara málað þegar við komum til baka... Palli og Herdís fara vestur á Ísafjörð nú um helgina þau flýttu ferðinni en þau ætluðu um næstu helgi....en þau verða komin aftur eftir helgi....... Þau munu fara á bílnum okkar vestur....... jæja það þýðir ekki að drolla þetta maður þarf að fara að sofa núna og við biðjum bara að heilsa í bili ...við komum heim 8 okt ...snemma....það verðu tölva með í för en ég veit ekki hvort við verðum í netsambandi ....en ef svo verður þá látum við vita af okkur.......knús til ykkar allra í bili .......... sjáumst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það yfirgefa mig allir........
17.9.2008 | 20:15
tilkynnti dóttir mín mér þegar ég sagði henni frá því að bróðir hennar ætlaði að flytja til Ísafjarðar.....dramatíkin varð meiri því hún brást hin reiðast við og þuldi upp að hún væri að missa öll tengsli við bræður sína.....fyrst fór Þórður til Danmerkur og hún sæi hann aldrei........ og nú fer Palli til Ísafjarðar og hún muni örugglega missa öll tengsl við hann... við mundum örugglega ekki nenna að fara og heimsækja hann og svo væri Nonni alltaf að vinna og hún sæi hann aldrei.......Ég nefndi nú að ég væri mamma þeirra hvernig henni héldi að mér liði ...ég stykki nú ekki upp á nef mér ....heldur sæi nýja möguleika fyrir alla.....nei hún sá það ekki....ég hefði sko fengið miklu meiri tíma með þeim heldur en hún......það eru rök fyrir öllu hjá henni blessaðri. En eins og þið sjáið þá hafa Palli og Herdís ákveðið að flytja til Ísafjarðar þau hafa bæði fengið vinnu þar og munu líkleg fara um mánaðarmótin okt/nóv. Mér finnst þetta bara mjög spennandi og í raun tilvalið að prufa eitthvað nýtt...þau eru bara tvö og það er ekkert sem bindur þau þannig þetta verður bara gaman.. Nú fara þau bara að leita að íbúð og undirbúa flutninga...
Ólöf er komin á fullt og er hver stund skipulögð og sérstaklega núna því nú styttist í utanferðina..sem er bara í næstu viku..... Rósaballið er á morgun og þvílíkt tilstand .....það tekur marga daga að velja föt og það sem við á að vera... þær eru 7 stelpurnar saman sem ætla að taka sér "limmó" til að sækja þennan eina dreng úr 8. bekk sem þeim var úthlutað ........það er sem sagt mikið ójafnvægi á fjölda drengja og stúlkna í 8 og 10 bekk þannig að það verða margir að sameinast um 1 af gagnstæðu kyni........bara fyndið ....vondi bregður blessuðum drengnum ekki við að sá þennan föngulega kvennaskara sem mun sækja hann... en það er gaman að fylgjast með þessu....
Ég held að ég láti þetta gott heita að sinni. Verið bara góð hvert við annað....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er heil vika síðan ég var hér síðast......
9.9.2008 | 22:49
og það er nú margt sem getur gerst í lífi manns á styttri tíma en það... Það hefur að sjálfsögðu verið nóg við að vera í vinnunni....starfsdagar á föstudag og mánudag og ég tala nú ekki um sambland af vinnu og skemmtun á föstudeginum...sem tókst frábærlega..... Helgin var fín mamma og pabbi komu klifjuð af berjum að vestan og dreifðu til afkvæma og vina sem mest þau máttu......um.m.mmmmmmm. Nú nú við mæðgur fórum svo í leikhús á sunnudagskvöldið og sáum Fló á skinn....og við skemmtum okkur konunglega....við hlógum alla vega mikið og þá er tilganginum náð að mínu mati...
Nú fer að líða að Ameríkuferð og þar sem við ætlum að láta mála öll herbergi og alla glugga á meðan við erum að heiman....þá er þetta eins og ég sé að flytja...... því ég þarf að gera klárt svo málararnir geti komist að... við ætlum reyndar að breyta ýmsu í leiðinni flytja á milli herbergja og breyta notkun á þeim þannig að við erum líka að grisja ...sem er nú ekki vanþörf á...
Það hefur verið heil mikil vinna að púsla saman dagskránni hennar Ólafar og þar sem hún vill helst ekki gefa eftir neitt af því sem hún hefur verið að gera þá er það þrautinni þyngri... en hrædd er ég um að hún komist nú að því að það þarf eitthvað undan að láta... eftir því sem kröfurnar aukast á öllum stöðum... en hún verður að finna það út sjálf ..það þýðir lítið að ætla að segja henni hvernig hún á að hafa hlutina ...þessari elsku.... en það er eins og henni líði best eftir því sem meira er að gera og þá skipuleggur hún sig líka betur.
Látum gott heita í kvöld góða nótt......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)