Þetta er eitthvað svo skrítið......

maður er að fara til hennar stóru Ameríku og mér finnst eins og ég sé ekki að fara þangað ....það er semsagt engin.... yfirþyrmandi spenningur... ég held að það sé bara vegna þess að Ameríka hefur ekki verð minn  uppáhaldsstaður í veröldinni frá því ég fór þangað fyrir 10 árum  Blush........já það eru tíu ár síðan fjölskyldan fór þangað síðast og þá á sama stað.... til Homer í norður hluta NY fylkis . Þar búa enn skiptinemaforeldrar Steina... þau Connie og Donald SteigerSmile  ...en þau eiga nú 60 ára brúðkaupsafmæli og við ætlum að heimsækja þau ásamt Þyri systur Steina og Daníel syni hennar... en Þyri var líka skiptinemi hjá þeim hjónum.  En aftur að því af hverju Ameríka er ekki með mikð aðdráttarafl fyrir mig .....það er eittvað svo yfirþyrmandi stórt..... og mikið af öllu þar.....Frown.. en það verður gaman að hitta fólkið allt saman og við ætlum aðeins að líta meira í kringum okkur heldur en við gerðum síðast .....Wink  Við munum gista á sama stað og síðast á Quagmire Manor  og okkur var meira segja boðið sama verð og fyrir 10 árum ....Grin  ekki slæmt það.

Quagmire Manor  Quagmire Manor Bed and Bregfast

Þetta er hús frá 1825 og afskaplega vinalegt að gista þarna. Hjónin sem reka þetta hafa gert allt húsið upp í sem upprunalegasta útliti. .. Við hlökkum til að kom þarna aftur.

En nóg um þetta við erum svona næstum klár ...ég hef verið ótrúlega löt að koma okkur ...niður í tösku...Tounge.. og geri allt annað en ég þarf að gera ...en nú ætla ég að fara bara að sofa og vakna heldur snemma á morgun .....og klára rest. ...... Nonni og Tedda ætla að vera hér á meðan við erum úti ....það frestaðist allt með málningarvinnuna vegna veikinda málarans ...svo það verður bara málað þegar við komum til baka... Palli og Herdís fara vestur á Ísafjörð nú um helgina þau  flýttu ferðinni en  þau ætluðu um næstu helgi....en þau verða komin aftur eftir helgi.....Smile.. Þau munu fara á bílnum okkar  vestur....Wink... jæja það þýðir ekki að drolla þetta maður þarf að fara að sofa núna og við biðjum bara að heilsa í bili ...við komum heim 8 okt ...snemma....það verðu tölva með í för en ég veit ekki hvort við verðum í netsambandi ....en ef svo verður þá látum við vita af okkur.......knús til ykkar allra í bili ..........Kissing  sjáumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband