Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Það ætlar að ganga erfiðlega að koma sér af stað í frí....
30.6.2008 | 13:00
þetta er alveg ótrúlegt að þegar loks er búið að ákveða að fara í sumarfrí og ákveða dagsetningu með löngum fyrirvara... þá virðist eins og flóðgátt í verkefnum opnist í vinnunni hjá Steina..... það ætti að skrá hann í frí oftar til að viðhalda verkefnum...... nú höfum við dólað okkur heima yfir helgina því það þarf að gera tilboð sem er áríðandi að gangi í gegn í dag..svo ekki förum við af stað fyrr en í fyrstalagi í fyrramálið ..... Við ætlum að fara austur að Klaustri og hitta þar mömmu og pabba í bústað....Þórður fékk bústaðinn en getur ekki nýtt hann allan tíman svo við ætlum að fara austur fyrir á leið okkar á Akureyri og gista þar á leiðinni...... en við erum svo með bústað í Kjarnaskógi í næstu viku
Veðurspáin er nú ekki neitt sérstök..... en það er víst ekki við allt ráðið og er stefnan aðallega tekin á að hvíla sig.
Helgin hefur verið með eindæmum róleg og má segja að við höfum verið að væflast fyrir hvort öðru að mestu leiti.....þó tókum við okkur til og hittum aðeins á fólk.... kíktum til Gulla og Bryndísar á laugardagskvöldið og í gærkveldi kíktum við á Marit og Sigga .....sem við höfum ekki séð síðan í desember.... og svo var heilsað upp á Hreiðar og Trine og þar sáum við hinn frækna sigur Spánverja... að öðru leiti var bara ekkert gert.
Njótið dagsins
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annasamri viku lokið....
29.6.2008 | 01:47
þá er maður nú búin að kveðja litla drenginn og hann farinn aftur til Danmerkur. Strákarnir áttu annríkt við að skoða helstu ferðamannastaði svo og sundlaugar og búðir....Danirnir Filipp og Tobías voru afskaplega hrifnir af birtunni á nóttunni, ómældu heitu vatni, sundaugunum, köldu vatni, lambakjöti, Gullfossi, Geysi og bara öllu sem þeir upplifðu á þessum 5 dögum........við hjónin vorum að ræða það að við hefðum sjaldan fengið eins þægilega gesti í svo langan tíma til okkar...þeir bara duttu inn í munstrið eins og þeir væru okkar synir...... þar sem þeir eru miklir aðdáendur Sigurrósar og Bjarkar fannst þeim súrt að fara áður en tónleikarnir yrðu...... en vitneskjan um þá lá ekki fyrir þegar þeir keyptu farið til Íslands...... Að sjálfsögðu var öllum boðið í pönnukökur til mömmu og pabba hvað annað ....og strákarnir tóku vel til matar síns þar... mamma spreytti sig á dönskunni og Filipp hafði á orði að þar sem hann ætti ekki ömmur eða afa ...hvort þau gætu bara ekki verið afi hans og amma líka.........
Ólöf fékk að fara norður í Laxárvirkjun til frænkna sinna og vera þar, þar til við komum norður 4 júlí..hún fór með flugi og var ekki laust við að smá kvíði væri fyrir ferðinni ........og þar held ég aðal orsökin hafi verið að fara frá pabba og mömmu ........s.s naflastrengurinn frekar stuttur...... en það hristist af henni og er hún í góðu yfirlæti í Aðaldalnum þó þar sé nú ansi kalt og lítið sem bendir til að það sé sumar.......í augnablikinu.
Það er ekki laust við að við hjónin vitum varla hvað við eigum að gera af okkur, við kunnum ekki að vera ein..... höfum alla okkar tíð verið með börn á heimilinu...og þó Ólöf sé nú orðið bara ein þá er hún á við nokkra.........því það er ansi mikið um að vera í kringum hana og við vitum vel af henni á heimilinu.......þannig að við þurfum að æfa okkur að vera án hennar og allra hinna stundum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá kom að því.........
23.6.2008 | 13:37
ég veit ekki hvað ég á af mér að gera......... Ég hef staðið á haus við að gera heimilið klárt fyrir heimkomu yngsta sonarins og vini hans... og viti menn ég er bara búin að gera allt hér heima í bili og meira segja þvoði ég stofugluggann að utan svo allt væri nú ....spik og span... og nú sitjum við mæðgur hér heima og veltum fyrir okkur hvað við getum gert af okkur......ég er nefnilega byrjuð í sumarfríi.... ....og ég held ég kunni það ekki...ég er alltaf með eitthvað samvikubit yfir að vera ...bara .....heima á virkum degi!!! ég þarf að venja mig af þessum fjanda.
Þórður kom heim um miðnætti í gær og komu sem sagt tveir vinir hans með honum þeir Topias og Filipp. Það var farið nokkuð seint að sofa en fólk fór á fætur um kl. 11.00 og ekki verið að hangsa neitt því um hádegið var lagt af stað í ... Gullna hringinn.... en eins og ég hef nefnt áður hefur gripið sig óhemju ættjarðarást hjá Þórði og verður kappkostað við að sýna vinunum sem mest af Íslandi þessa 5 daga sem þeir stoppa... Þar sem bíllinn okkar tekur bara 5 þá fór Steini með í ferðina sem sérlegur bílstjóri og leiðsögumaður....en við mæðgur sitjum heima að þessu sinni.....við erum að spá í að fá okkur göngutúr niður í Elliðaárdal og uppá Fylkisvöll og sækja bílinn til Nonna og gera okkur svo einhvern dagamun í góða veðrinu...
Njótið dagsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að sniglast inni á You Tube .......
19.6.2008 | 21:36
og þar sem mér er nú málið svolítið skilt þá var ég að skoða hvað væri þar inni tengt Latabæ og það er alveg óhemja af myndböndum með lögunum úr Latabæ á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum. Þar á meðal er íslenska útfærslan og þar sem ég hef nú verið að fylgjast með þessum þáttum úr návígi þá á ég mér uppáhalds lag úr þáttaröðinni og mér finnst það flott . Ég set það hér ef vera skildi að þið þekktuð ekki Latabæ ha ha ha ha......... Ólöf Kristín var ekki nema 12 ára þegar hún söng þetta og boðskapurinn í laginu lýsir henni vel.
Smá montin af stelpunni ........ Nú fer að styttast í að Þórður og Danirnir komi... þeir lenda á sunnudagskvöld og síðan er búið að skipuleggja alla næstu viku, hvað eigi að sýna þeim, s.s Gullfoss og Geysi, Bláa lónið, Sögusafnið, Landnámssafnið og síðan er eitthvað fleira sem ætlunin er að gera....... ég er hrædd um að tíminn endist ekki í að sjá allt sem Þórð langar að sýna vinunum frá Danmörku .........það er gaman að fylgjast með þessari nýju ættjarðarást líkleg gerir fjarlægðin mennina mikla og fjöllin blá ....
Nú er bara eftir að vinna föstudaginn og svo er maður komin í langþráð sumarfrí....... í mánuð.
Verið góð við hvert annað, kveð að sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alltaf eru það jafnmikil kraftaverk....
15.6.2008 | 22:45
þessu litlu nýfæddu börn Við fórum í dag og skoðuðum nýjasta meðliminn í fjölskyldunni. Anna og Steini voru að eignast lítinn dreng sem nefndur hefur verið Mattías Máni. Ég mundi bara ekki eftir því að nýfædd börn væru svona lítil, allavega voru mín börn ekki svona lítil, þó telst 14 marka barn ekki lítið barn, en hann var óskaplega fallegur og ekki laust við að kæmi smáááá......... ömmutilfinning í mig og að maður táraðist yfir þessu litla kraftaverki en eins og Jóhanna Sig sagði "minn tími mun koma" . Kannski fæ ég að verða amma einhvern tímann, hver veit.........
Í gær vorum við svo í útskriftarveislu hjá Lilý, hún var að útskrifast úr HÍ sem bókmenntafræðingur. Hún skrapp hingað heim til að útskrifast, frá London en þar hefur hún búið, ásamt kærastanum sínum honum Arnari, í eitt ár og ætlar að vera þar eitthvað áfram.
Annars var helgin hin rólegasta, mikið sofið og bara hvílst..... setti jú í nokkrar þvottavélar og gekk frá ýmsum dóti sem farið var að safnast upp hér og þar, horfðum á fótbolta og handbolta í TV .. annars lítið meira að segja um það.
Farið varlega, góða nótt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð helgi og rúmlega það...
13.6.2008 | 22:07
var hjá okkur hjónum og heimasætunni um síðustu helgi....þá lögðum við land undir fót eða dekk og það í orðsins fyllstu merkingu því við ókum um 1400 km á þessum 5 dögum sem við tókum okkur í frí....´ Við byrjuðum á því að fara norður á Akureyri og gistum þar því okkur var boðið í fermingarveislu alla leið norður í Laxárvirkjun í Aðaldal á laugardeginum 7.júní.... Þar áttum við frábæran dag í faðmi fjölskyldu og vina.......... en þegar halda átti heim á leið (á Akureyri) þá var það dóttirin ásamt frænkunum sem suðaði það út að fá að gista fram á sunnudaginn.....og auðvitað var það þannig að við létum undan og ákváðum að sækja hana áður en lagt yrði af stað vestur á í Tálknafjörð daginn eftir... ekki alveg í leiðinni...
Við héldum til Tálknafjarðar á sunnudeginum og vorum komin vestur um kl. 22.00.. við fengum frábært veður á leiðinni... stoppuðum í Bjarkarlundi og fengum okkur að borða...þar eru nú staðarhaldarar foreldrar bekkjarbróður Ólafar og koma það skemmtilega á óvart... þar var svo horft á fyrrihálfleikinn í landsleik Íslendinga og Makedóníu áður en við héldum af stað aftur. Ferðinni var heitið vestur í tilefni af því að pabbi varð 75 ára 10 júní og ætluðum við systkinin að vera í Stóra Laugardal þessa helgi.... en ekki gátum við verið öll á sama tíma ... en við hittumst flest.... það var samt eiginlega að einn kom þá annar fór..... boðað var til tveggja grillveisla og tókust þær frábærlega báðar tvær.....
Á afmælisdaginn hans pabba áttum við hjónin einnig brúðkaupsafmæli...... og viti menn við erum búin að vera gift í 30 ár ...mér skilst að það sé perlubrúðkaup.... ég trúi þessari tölu varla því mér finnst þetta vara ansi mörg ár og ég svo ung ....en svo horfir maður á börnin sín og jú.... Nonni er að verða þrítugur!!!!....
Við eyddum brúðkaupsafmælinu í að fara í ferð með Hafliða, Þórði bróður og nokkrum af börnunum okkar yfir á Suðureyri við Tálknafjörð.. Suðureyrir er á móti Stóra Laugardal hinum megin við fjörðinn....ég og Þórður höfðum aldrei komið þangað og var gaman að skoða rústirnar af hvalstöðinni sem þarna var síðari hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu... Þegar þessari fróðleiksferð var lokið fóru allir út í Laugardal en við hjónin ákváðum að fara í sund á Patró....mjög rómó.... en það er engin sturta í Stóra Laugardal og því hefur fólk farið í laugina á Tálknafirði ...en nú var verið að lagfæra hana og hún því lokuð og því var ferðinni heitið á Patró í sund......það var gaman að koma í nýju laugina á Patró en hún er staðsett á skrítnum stað í miðjum bænum ....uppi á annarri hæð.... það er allavega gott útsýni yfir fjörðinn þaðan.. um kvöldið var svo slegið til grillveislu og komu þangað tvö systkini pabba og makar og systir mömmu og hennar maður ásamt einum af þeirra sonum og tengdadóttir... það er ekki að sökum að spyrja þetta varð hin besta veisla og held ég að allir hafi skemmt sér vel...
Við komum svo suður á miðvikudagskvöldið...tókum Baldur yfir Breiðafjörð.....það er alltaf gaman að sigla yfir Breiðafjörð..sérstaklega í góðu veðri ...við virðumst alltaf fá gott veður en allavega Breiðafjarðareyjarnar eru alltaf fallegar...
Restin af vikunni hefur svo verið nokkuð annasöm.. það er verið að gera klárt fyrir að geta farið í sumarfrí.. en við Steini ætlum að fara í frí 23.júní.... Svo fer að styttast í að Þórður komi heim frá Danmörku með sína vini ..þannig að það er nóg að gera framundan..
Set nokkrar myndir inn úr ferðinni....
kveðja út í kvöldið og nóttina .....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)