Góð helgi og rúmlega það...

var hjá okkur hjónum og heimasætunni um síðustu helgi....þá lögðum við land undir fót eða dekk og það í orðsins fyllstu merkingu því  við ókum um 1400 km á þessum 5 dögum sem við tókum okkur í frí....´Tounge Við byrjuðum á því að fara norður á Akureyri og gistum þar því okkur var boðið  í fermingarveislu alla leið norður í Laxárvirkjun í Aðaldal á laugardeginum 7.júní....  Þar áttum við frábæran dag í faðmi fjölskyldu og vina.......... en þegar halda átti heim á leið (á Akureyri) þá var það dóttirin ásamt frænkunum sem suðaði það út að fá að gista fram á sunnudaginn.....og auðvitað var það þannig að við létum undan og ákváðum að sækja hana áður en lagt yrði af stað vestur á í Tálknafjörð daginn eftir... ekki alveg í leiðinni...Wink

Við héldum til Tálknafjarðar á sunnudeginum og vorum komin vestur um kl. 22.00.. við fengum frábært veður á leiðinni... stoppuðum í Bjarkarlundi og fengum okkur að borða...þar eru nú staðarhaldarar foreldrar bekkjarbróður Ólafar og koma það skemmtilega á óvart... þar var svo horft á fyrrihálfleikinn í landsleik Íslendinga og Makedóníu Blush  áður en við héldum  af stað aftur.  Ferðinni var heitið vestur í tilefni af því að pabbi varð 75 ára 10 júní og ætluðum við systkinin að vera í Stóra Laugardal þessa helgi.... en ekki gátum við verið öll á sama tíma ... en við hittumst flest.... það var samt eiginlega að einn kom þá annar fór..... boðað var til tveggja grillveisla og tókust þær frábærlega báðar tvær.....Cool

Á afmælisdaginn hans pabba áttum við hjónin einnig brúðkaupsafmæli...... og viti menn við erum búin að vera gift í 30 ár ...mér skilst að það sé perlubrúðkaup.... ég trúi þessari tölu varla því mér finnst þetta vara ansi mörg ár og ég svo ung ....en svo horfir maður á börnin sín og jú.... Nonni er að verða þrítugur!!!!....Halo

Við eyddum brúðkaupsafmælinu í að fara í ferð með Hafliða, Þórði bróður og nokkrum af börnunum okkar yfir á Suðureyri við Tálknafjörð..  Suðureyrir er á móti Stóra Laugardal hinum megin við fjörðinn....ég og Þórður höfðum aldrei komið þangað og var gaman að skoða rústirnar af hvalstöðinni sem þarna var síðari hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu...Joyful Þegar þessari fróðleiksferð var lokið fóru allir út í Laugardal en við hjónin ákváðum að fara í sund á Patró....mjög rómó....InLove   en það er engin sturta í Stóra Laugardal og því hefur fólk farið í laugina á Tálknafirði ...en nú var verið að lagfæra hana og hún því lokuð og því var ferðinni heitið á Patró í sund......það var gaman að koma í nýju laugina á Patró en hún er staðsett á skrítnum stað í miðjum bænum ....uppi á annarri hæð....Grin það er allavega gott útsýni yfir fjörðinn þaðan.. um kvöldið var svo slegið til grillveislu og komu þangað tvö systkini pabba og makar og systir mömmu og hennar maður ásamt einum af þeirra sonum og tengdadóttir... það er ekki að sökum að spyrja þetta varð hin besta veisla og held ég að allir hafi skemmt sér vel...

Við komum svo suður á miðvikudagskvöldið...tókum Baldur yfir Breiðafjörð.....það er alltaf gaman að sigla yfir Breiðafjörð..sérstaklega í góðu veðri ...við virðumst alltaf fá gott veður en allavega Breiðafjarðareyjarnar eru alltaf fallegar...Tounge

Restin af vikunni hefur svo verið nokkuð annasöm.. það er verið að gera klárt fyrir að geta farið í sumarfrí.. en við Steini ætlum að fara í frí 23.júní.... Svo fer að styttast í að Þórður komi heim frá Danmörku með sína vini ..þannig að það er nóg að gera framundan..Sideways

Set nokkrar myndir inn úr ferðinni....

kveðja út í kvöldið og nóttina .....Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Til lukku með brúðkaupsafmælið - 30 ár er gott úthald

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband