Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ég gerði góðverk dagsins í dag.....og átti að vera búin að þessu fyrir löngu..

svona er þetta nú maður er alltaf í tímaþröng ....eða gefur sér ekki tíma... ætli það sé ekki frekar þannigBlush En ég lét verða að því að fara og heimsækja hann frænda minn (á ská) upp á spítala.. strákurinn er búin að var rúmliggjandi í 3 vikur eftir brunaslys sem hann varð fyrir á Sauðárkróki þegar lítill brúsi með 120 oktana bensíni fyrir fjarstýrða bíla sprakk í höndunum á honum það varð  sjálfsíkveikja og kveikti það í fötunum hans svo hann hlaut mikið brunasár á fótum og höndum.

Ég hef ekki hitt hann í nokkur ár og ætlaði varla að þekkja strákinn, en það var ánægjulegt að hitta hann... ég talaði nú aðalega  til að byrja með en það breyttist fljótt.  Hann á að fara í aðra aðgerð á morgun til að gæða  aftur skinn á fótlegginn og á ekki von á að sleppa út af spítalanum næstu 3 vikurnar...þar að segja ef allt gengur að óskum..Smile  Hann er ekki farin að stíga í fæturna enn og fær ekki að gera það næstu vikuna. En það var nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir að hann segðist vera með stöðuga verki í fótunum.... en ég ætla að skjótast til hans fljótlega aftur og óska honum góðs bata þangað til.    Wink 

Ég hef sett upp spakmæli á hverjum degi í vinnunni undanfarinn einn og hálfan mánuð. Þau hafa skapað umræður og pælingar í kaffitímanum á morgnanna og vakið fólk til umhugsunar.  Woundering Ég skráði mig á velgengni.is  og þeir senda þessi spagmæli  til áskrifenda á hverjum virkum degi og ég mæli með þessu. Það er mikil lífssýn í þessum spakmælum sem koma og ég trúi því að þau leiði mann til betra lífs og vekja upp spurningar um hver  lífsviðhorf manns eru  Halo 

Það var sveitaferð í leikskólanum í dag..farið að Grjóteyri í Kjós.. alltaf er gott að koma þangað.  Ég fór ekki að þessu sinni því önnur verkefni þurftu að hafa forgang.  Það fór 120 manna hópur frá leikskólanum og er það nú orðið þannig að foreldrar og gestir eru að nálgast sömu tölu og börnin eru.. Halo  en það gekk frábærlega í ferðinni og það hafa allir gaman að því að koma í sveitina og sjá ungviðið, lömbin, folöldin, kálfana, ungana, kettlingana og hvolpana og að sjálf sögðu foreldra ungviðisins....Fábær staður og gott að koma á og alltaf góðar móttökur..Grin 

Jæja nú segi ég eins og segir í spakmælunum góðu,  hrósaðu einhverjum í dag.

Góða nótt Sleeping


This is my live....ótrúlega flott...þau voru laaaaang....flottust..

til hamingju Regína og Friðrik....þið tókuð þetta með glæsibrag.....W00t Þau voru svo geislandi, falleg og óaðfinnanleg á sviðinu og söngurinn fullkomin.....er hægt að ætlast til meira..enn og aftur til hamingju með þetta.    Hér vorum við mæðgur og vinkona dótturinnar að fylgjast með og höfðum allar okkar skoðun á frammistöðu keppenda...okkur fannst Svíþjóð, úkraína, Mekadónia, Danmörk og Portúgal flott lög og þau komust flest áfram og bara frábært að öll norðurlöndin skuli vera áfram í keppninni. Þegar lesið var upp hverjir kæmust áfram þá ætlaði bara allt af göflunum að ganga þegar nafn Íslands  var lesið upp,  ef þakið hefði getað lyfst þá hefði það gerst ....og vorum við bara  þrjár...LoL  ég held að við höfum ekki gefið Man.Unitet aðdáendum neitt eftir í fögnuði. Tounge Nú verður bara frábært að fylgjast með á laugardaginn.  ÁFRAM ÍSLAND.

Við vorum með Eurovision ball í leikskólanum í dag og var þemað bleikt.. og það var sko dansað að hjartans list við tónlist Eurobandsins og gömlu eurovision lögin....bara gaman Grin  Ekki er það leiðinlegt heldur að Regína er uppalin í Árbænum og þegar maður býr þar þá hlýtur maður að eiga svolítið i henni..........ha ha  Halo  svo er Friðrik frá Dalvík... næsti bæ við Ólafsfjörð..ha ha ekki leiðinlegt.   

 

Og svo ÁFRAM ÍSLAND....  Regína og Friðrik þið eruð langflottust...........


Halló......

bara aðeins að láta vita af mér ...ég sé að það eru einhverjir að kíkja inn ....svo það er best ég láti aðeins vita af mér. Wink   Þessi vika hefur einhvernvegin liðið hægt þó að hún sé ekki nema 4 vinnudagar.... ég held að það hafi verið þriðjudeginum að kenna .....alltaf að kenna öðrum um...he.he.... hann fór eitthvað vitlaust í mig og það var allt  á afturfótunum þann daginn og það hefur síðan gengið á ýmsu í vinnunni þannig að maður hefur verið alveg úrvinda í lok  hvers dags.Woundering ..... ég sofnaði þegar ég kom heim í dag og svaf af mér tiltekt í lóðinni og hafði mig ekki af stað til að heilsa upp á hana Öggu vinkonum mína sem átti afmæli í dagBlush En við ælum að hittast í góðu tómi síðar.....

En ég hef ekki sagt ykkur frá því að bíllinn minn fíni Ford Mondeoin... gaf upp öndina fyrir tveim vikum það kom í ljós að sjálfskiptingin var ónýt og það er bara hálfrar miljóna krónu dæmi ...Frown ég er búin að keyra hann um 3500-4000 km á þessum 7 mánuðum sem ég hef átt hann og hann er ekki nema 5 ára gamall...Shocking en við eigum eftir að sjá hvað hægt verður að gera og hvað umboðið vill gera fyrir okkur.......... Wink ég er ekki farin að örvænta enn ...... en við það að vera bíllaus .... er ég farin að ganga í vinnuna og viti menn foreldrar í leikskólanum hafa spurt mig að því hvort ég sé í heilsu átaki......Smile   því þeir sjá mig koma gangandi í vinnuna á morgnanna .... en þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf á bíl... ég meira  segja hugsa og tek ákvarðanir út frá því að ég sé á bíl.....GetLost....  mér finnst ég ótrúlega lengi að aðlagast því að ég sé ekki á bíl.... því ég veit ekki fyrr en ég hef gert ráðstafanir og gert ráð fyrir að bíllinn standi úti.

Það er gaman að sjá hvað gróðurinn er að taka vel við sér og sumarið að skella á ... eitt verð ég þó að segja að mér finnst ótrúlega mikið að  býflugum þessum.. gulu stóru röndóttu...það er ógrinni af þeim fljúgandi fyrir utan glugga  hjá mér á þriðju hæð... og náttúrlega villast þær inn .. ég held að ég hafi veitt einar 7 í gær og sett út ... ég get ekki drepið þær heldur læt þær út Halo

Þórður sagði mér í kvöld að brunasárin væru farin að gróa en hann hafi ekki getað spilað því það tæki í sárin í lófanum einnig fór að blæða úr handleggnum því umbúðirnar eru á einhverju flakki en að öðru leiti lét hann vel af sér. Þau keyptu sér borð og 4 stóla og voru mikið glöð með þau kaup...Grin 

Við sjáum lítið af hinum ástfangna Palla en fréttum að því að hann hafi verið í Freysnesi að setja upp dælur nú í vikunni.   InLove

Nonni er á fullu að ljúka kennslu nú í maí og síðan eru allir flokkarnir sem hann er að þjálfa komnir í einhver mót svo við sjáum lítið af honum ...hann er að þjálfa 7 flokk. 5 flokk . og nú á dögunum gerðist hann aðstoðarmaður hjá 2. flokk þannig að hann mun hafa nóg að gera og nánast búa á Fylkisvellinum í sumar.  Cool

Síðan er það Ólöf Kristín hún er að byrja í prófum... það er komin sumarpása í öllu  sem hún hefur verið að fást við í vetur... Tónskólanum, handboltanum, þjóðleikhúsinu .. en nú fer hún aðeins örar í talsetninguna búin að talsetja 4 Latabæi og síðan áframhald á ameríska drekanum. Hún verður líkleg á einhverjum rólegum nótum í sumar..veitir víst ekki af eftir erilsaman vetur. Smile 

Úr því ég hef farið yfir stöðu allra barnanna  þá má ég víst ekki gleyma eiginmanninum....hann hefur tekið sig til við að synda annan hvern dag og er byrjaður að fara eftir æfingaprógrammi sem Nonni útbjó fyrir hann ....það lofar góðu....  og bara svona í framhjáhlaupi þá er ég farin að hjóla á þrekhjóli hér heima ..... mér finnst það nú ekki sérlega skemmtilegt en það hefur góð áhrif....Smile

En þarna er það þá komið ég hafði ekkert að segja þegar ég settist niður en þetta nálgast nú munnræpu.....LoL

 Farið vel með ykkur og góða nót Sleeping


Fréttir sem draga mann bara niður... en samt þarf maður alltaf....

að athuga hvað er í fréttum ...þegar ég opnaði tölvuna í morgun og las á mbl.is frétt að miklum jarðskjálfta í Kína fékk ég sting í hjartað.....  Crying vesalings fólkið á þessu svæði... í Burma hrinur fólk niður eftir náttúruhamfarir,  vegna aðgerðarleysis eigin fólks (yfirvalda ) sem er tilbúið að fórna sinni eigin þjóð vegna einhvers sem engin skilur..Angry svo hingað heim ökumenn teknir undir áhrifum fíkniefna út um allt land..... hvað er að gerast hér .... ég fer að halda að umferðin á Íslandi sé eins og rússnesk rúlletta..... maður telur sig vera nokkuð góðan  og öruggann  bílstjóra en....þú getur ekki treyst neinum í umferðinni kringum þig.... þetta finnst mér vera ógnvænlegt. Ég hef  ósjálfrátt farið að hugsa... þegar ég  heyri af umferðarslysum... hvar ætli strákarnir mínir séu á ferð núna? Frown

Ég fann síðu sem er með yfirlit yfir alla stæri jarðskjálfta í heiminum alla yfir 4 á ricter, ég hef farið nokkrum sinnum inn á þessa síðu og hún er fróðleg :

http://tsunami.geo.ed.ac.uk/local-bin/quakes/mapscript/home.pl 

En nóg um svona depurð.  Þessi helgi hefur verið alveg eins og hún á að vera... alger rólegheit og ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut, varla klætt mig Halo ...jú sett í þvottavél og gripið í ryksugu en þá er það upptalið og mér líður bara nokkuð vel með þetta.   Aðrir á heimilinu hafa haft aðeins meira fyrir stafni ...s.s Steini fór í sund og Ólöf  "hæ bæ" hefur sinnt vinum.. Vinkona hennar var hjá okkur í þrjár nætur því foreldrar hennar voru úti.  Jú ekki má gleyma að Bergþóra og Jói buðu okkur í hádegismat í dag og sátum við þar fram eftir degi, það er langt síðan ég hef verið boðin í hádegismat Grin takk fyrir okkur.

Í síðustu færslu sagði ég ykkur frá brunaslysi sem Agnar lendir í en það er eins og aldrei sé ein báran stök ...því Þórður minn hringdi heim á laugardaginn og lét mig vita af því að hann væri á bráðavaktinni í Kaupmannahöfn   Frown og þyrfti að vita hvort hann hefði verið sprautaður fyrir stífkrampa???   ég hváði .... og hann sagðist hafa brennt sig .... ótrúleg... og hvernig þá..jú hann hafði brennt sig við að fara með höndina inn i bakaraofn ... hann var að ná í brauðbollu sem hafði dottið einhvernvegin uppfyrir í ofninum!!!  og bæði brennt sig í lófa og  rekist með framhandlegg utan í og við þetta hlotið annarstigs bruna.......ég segi bara gott að ekki fór verr....... og það er alveg áreiðanlegt að slysin gera ekki boð á undan sér....Woundering 

Farið varlega því það er víst aldrei of varlega farið í henni veröld....Joyful

 

 


Nú held ég að borgarstjóri sé að keyra út í skurð....

það er með ólíkindum hvernig allt er að snúast í henni vík..... ég veit ekki betur en að stefna borgarinnar hafi verið að greiða ekki fasta yfirvinnu.... öll vinna innan fastra launa, þó svo unnin sé yfirvinna eða um helgar,  þetta átti alla vega að vera fyrir yfirmenn hjá leikskólum..... en þar starfa jú bara konur..... en mér finnst þessi framkvæmd á ráðningu Jakobs með ólíkindum...og alveg  örugglega hefði hún ekki verið liðin ef einhver annar í borgarkerfinu hefði leyft sér að ráða í yfirmannsstöðu/verkefnastjórastöðu án auglýsingar...   sem sagt ég held að borgarstjórinn sé komin í skurðinn meðfram beina veginum.  Errm 

Við vorum að koma af uppskeruhátíð hjá Ólöfu og ekki kom það að óvart að hún yrði valin leikmaður ársins í b liðum eftir fábæra frammistöðu í vetur.  Við vorum lík á foreldrafundi í "Sönglist "  og stelpan fær bara frábær meðmæli þaðan, það eru nú svolítið stoltir foreldrar sem elta stelpuna sína í þessu öllu saman.  Halo

Það var sárt að heyra að Agnar fóstursonur Þórðar bróður hefði brennst svona illa á sunnudagskvöldið var.. hann var fluttur með sjúkraflugi suður og er á brunadeildinni á landspítalanum... samkvæmt því sem Þórður segir þá hefði þetta getað farið ver en hann er illa brunnin um ökkla og upp á leggina og síðan brunasár á höndum og ofar á fótleggjum. Við sendum honum góðar kveðjur og vonum að honum fari að líða betur og hann nái sér fljótt.    Frown En þetta kennir manni það að slysin gera ekki boð á undan sér ekki.   Woundering

Ég heyrði í Þórði mínum áðan og hann er komin í netsamband og þau Isabell að koma sér fyrir í nýju íbúðinni.....sumarið er komið í Köben og búið að vera frábært veður í 5 daga og spáir 24 stiga hita á morgunn......Cool

Þegar ég lít hér út um gluggann.... sé ég þessi líka flykki fljúga fyrir utan gluggann það byrgir næstu fyrir sólina....þessar líka rista hunangsflugur á flugi....uppi á 3.hæð....  ekki vinir mínir en þær eru nú óttalega meinlausar greyin.. Tounge   hey hún er komin inn og hávaðin í henni....ótrúlegt!!

Við erum með gest hér hjá okkur nú í nokkra daga það er vinkona Ólafar hún Rósa sem fær að vera hér á meðan foreldrarnir skruppu til útlanda...það fer nú ekki mikið fyrir henni....bara gaman að fá hana til okkar. ..Smile

Verið góð hvert við annað sæl að sinni.....


Það er þetta með greindina......

ég er ekki alveg sátt við svona fullyrðingar...  Errm að slá því fram að börn séu greindari ef þau hafa verið eingöngu á brjósti fyrstu mánuðina.... ég held nú að brjóstamjólkin skeri nú ekki úr um greindina.. en líkleg hefur hún áhrif á heilastarfsemina sökum næringargildis mjólkurinnar öðru fremur sem síðan veldur meiri þroska og skerpir greind..... þó svo ég hafi nú ekki mikið vit á þessu. En eitt veit ég að mér gekk ómögulega að mjólka fyrir mín börn og fékk skír skilaboð á þeim tíma hvað ég væri misheppnuð að "nenna ekki að vinna að því að halda mjólkinni" sem var alsekki rétt því ég bara mjólkaði ekki og gaf því mínum börnum snemma þurrmjólk... þau hafa bara dafnað ágætlega og komist ágætlega til manns og teljast bara nokkuð greind.... Halo   Ólöf sagði þegar hún sá þetta ... hvað hefði orðið með mig ef ég hefði verið á brjósti...Grin  gaman að þessu við erum alltaf að fá skilaboð um hinn eina sanna rétta veg í gegnum lífið en hann er svo vandrataður og því okkur hættir svo við að lenda í skurðunum báðu megin við þennan eina sanna veg. Wink

notum skinsemina þá farnast okkur vel.

 


Það er sorglegt að heyra svona fréttir.....

eins og þjóðin hefur fengið yfir sig um helgina þar sem prestur er sakaður um kynferðisafbrot gagnvart ungum stúlkum...  ég hef þann hátt á að reyna að horfa á hlutina út frá þeirri hlið að engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð.. en það er ljóst að alvegsama hvernig þetta mál fer ,sekt eða sakleysi, þá er það mannorðsmorð fyrir þann sem lendir í þessari stöðu, ég tala nú ekki um þegar maður í þessari stöðu á í hlut.  Vonandi er þetta allt saman bara misskilningu eins og hann heldur fram. Crying 

sollastirdajan06 003En nóg með þetta þá er loksins farið að talsetja nýjustu Latabæjarþættina og var byrjað í dag. Ólöf talsetti einn þátt í dag og fer aftur á morgun... bara gaman að því.  Söngurinn verður líklega tekinn upp hjá Mána í Latabæjarstúdíóinu eins og síðast og það er bara gott mál þeim gekk svo vel að vinna saman síðast ...Smile  Nú er komið hlé á Skilaboðaskjóðunni fram á haust og handboltinn búin og Sönglist búin svo nú er Tónlistarskólinn og skólinn bara eftir á þessu vori svo mín kona getur farið að finna sé eitthvað nýtt að fást við ...... hún getur ekki verið verkefnalaus þessi elska....  ég veit ekki hvaðan hún hefur þessa orku....örugglega ekki frá okkur foreldrunum ....allavega ekki eins og við erum í dag......Halo 

Ég heyrði í Þórði í gær og hann er bara ánægður með nýja húsnæðið....þau Isabel fluttu inn á föstudaginn og eru svona að skoða í kringum sig og koma sér fyrir... hann talar um að umhverfið sé fallegt stutt í útivistarsvæði, stutt í strætó og verslanir og þau eru nær miðbænum...Isabel er komin við hliðina á Háskólanum og Þórður getur hjólað í sinn skóla...  Gatan heitir Fogetegorden 3 (íslenskað fann ekki danskt o) og sú gata liggur á móts við gatnamót Jadegate og Tagensveij  líklega skrifa ég þetta ekki rétt....Wink   annars segist sonurinn vera að tapa kílóum hafi lést um 18 kíló síðan hann flutti út....ég held hann megi ekki léttast mikið meira hann er svo hár..Tounge 

Krakkarnir komu í mat í gærkveldi en Tedda var að vinna á kvöldvakt svo hún kom nú ekki að þessu sinni..... Við dustuðum rykið af grillinu og athuguðum hvort við kynnum þetta ennþá...ég meina að grilla....það hefur ekki verið grillað síðan síðastliðið sumar  Grin  og viti menn við kunnum þetta enn...grilluðum dýrindis lambalæri..W00t 

Þá segjum við þetta gott í bili og njótið kvöldsins.

 

 


Þá er maður komin heim og lífið farið að ganga sinn vana gang.....

Það var ánægður en þreyttur hópur leikskólakvenna sem lenti í Keflavík á sunnudagskvöldið síðasta....Grin  eftir vel heppnaða ferð til Skotlands.   Við dvöldum í Glasgow og skoðuðum leikskóla þar  en fórum síðan einn dag til Edinborgar og skoðuðum leikskóla og fórum á námskeið í Story Telling centre... það var bara frábært.....  í lok dagsins skruppum við aðeins og kíktum nokkrar á Edinborgarkastala.  Við fengum ágætis veður þó útlit hafi verið fyrir rigningu en við sluppum að mestu við hana..... Cool Við sáum vorið koma í Skotlandi því gróður grænkaði og tré sprungu út rétt á meðan við stoppuðum þessa 4 daga.  Að sjálfsögðu voru verslanir kannaðar og var margt til í búðunum sem vakti áhuga.... en við Árborgargellur vorum bara spakar í innkaupum því við vorum ekki með neina yfirvigt á farangri eins og reyndin var hjá kollekum okkar sem einnig voru í náms og kynnisferð í Skotlandi. .... það varð dálítið stress í gangi... en við sluppum.

skotland 2008 127     

Það hefur verið nóg að gera síðan við komum heim og framundan er opið hús á laugardag, svo ekki er hægt að slá slöku við þangað til alla vega... Halo 

Á meðan ég var í Skotlandi fór Steini vestur í jarðarför Bjössa frænda,  svo við fengum Nonna til að vera hér heima hjá Ólöfu því hún var að ljúka keppninni í Islandmótinu í handbolta og að sjálfsögðu unnu þær Íslandsmeistaratitillinn og voru vel að honum komnar... hafa ekki tapað einum einasta leik í vetur...  Tounge

Við skruppum  aðeins og kíktum  á húsið hjá Þyri og Kalla í dag því ég hafði aldrei sé það. Þetta verðu örugglega mjög flott hjá þeim þegar þessu verður lokið en það eru nú nokkur handtökin eftir hjá þeim Smile 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband