Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Það er orðið langt síðan síðast...........
30.11.2008 | 00:51
og mál til komið að segja ykkur hvað á daga mína hefur drifið síðan síðast....... Svona fyrir utan öll þjóðfélagsmálin sem allir hafa verið uppteknir af þessar síðustu vikur þá hefur nú lífið haldið áfram...... sem betur fer..... Frumburðurinn hann Nonni varð 30 ára núna 25.nóv og hélt hann veglega veislu um síðustu helgi fyrir vini og vandamenn.....og svo skemmtilega vildi til dagblaðið fékk sig knúið til að birta við hann viðtal og frétt í tilefni dagsins...Þetta er nú annars svo skrýtið að ég skuli eiga þrítugt barn því mér finnst ég sjálf varla vera eldri.......
Þórður kom heim frá Danmörku og stoppaði yfir helgina til að taka þátt í afmælinu og tók hann saxafóninn með heim og spiluðu hann og Skúli vinur hans í veislunni. Bræðurnir Nonni og Palli buðu honum heim svo hann gæti verið með okkur...... Palli og Herdís komu frá Ísafirði, þau flugu suður og fóru svo á bílnum hans Palla vestur.....við höfðum smá áhyggjur af þeim á leiðinni því spáin var þannig og komið myrkur og bíllin ekki sá besti til vetraraksturs, en ferðin gekk bara vel hjá þeim. Herdís hefur loksins náð sér af þessum veikindum sem hrjáðu hana í 3 vikur eftir að hún kom vestur og er komin af stað í vinnu..... Palli fór í ferð með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni um Ísafjarðardjúpið í rúman sólahring... og varð ekki sjóveikur.......... hann kemur til með að fara í ferðir í framtíðinni og vinna með neðansjávarmyndavélina sem staðsett er á Ísafirði........honum finnst þetta mjög spennandi og gaman að takast á við nýja hluti.
Ólöf hefur haft meira en nóg að gera undafarið...það á að frumsýna jólaleikrit leiklistarhópsins "Borgarbarna" sem starfar á vegum "Sönglistar" núna á morgun sunnudag kl. 18.00 í Iðnó. Leikritið heitir "Rétta leiðin" og er góður boðskapur í kringum jólin.....Hennar tími undanfarið hefur semsagt farið í æfingar og mikið verið um leyfi frá skóla. Hún hefur brugðið sér að keppa í handboltanum og er Fylkir í efsta sæti Íslandsmótsins í 4 fl. einnig komust þær í 16 liða úrslitin í bikarnum á dögunum ....þannig að það er rífandi gangur í þessu öllu saman..... Á morgun er líka síðasta sýning Skilaboðaskjóðunnar og ætlar hún að sjá þá sýningu og síðan er smá veisla í lokin fyrir leikarana sem unnið hafa að henni síðasta árið ... það er því nóg að gera á öllum vígstöðum....
Hér hafa verið framkvæmdir í gangi hann pabbi minn hefur verið að mála fyrir mig svefnherbergin og lagfæra það sem aflaga hefur farið og á hann miklar þakkir skildar fyrir það, við höfum verið að taka til og grisja því það er svo skrítið að það er alltaf nóg að dóti og drasli sem hægt er að henda ...
Lengra höfum við þetta ekki að sinni.
Orð dagsins: "Það er notalegt að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera notalegur."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fæst ekkert ókeypis ..........
13.11.2008 | 13:40
sagði varaforseti Venúsavela eða var það Kólembía .....heyrði þetta í morgunfréttunum þegar ég var að vakna......þar hefur fólk tapað miklum upphæðum sem það setti í plat fjárfestingafyrirtæki vegna þess að því var boðin svo há ávöxtun.....manninum fannst ástæða til að senda út fréttatilkynningu til landsmanna að leggja peninga ekki inn hjá þeim sem lofuðu tvöföldun á ávöxtun.....því ekkert er ókeypis.....það er alltaf einhver sem borgar...ekkert fæst fyrir ekki neytt.....
Foreldrar mínir hafa alltaf hamrað á því við okkur krakkana og hafa haft þá skoðun að það er alltaf einhver sem greiðri brúsann....því í ósköpunum klingdi ekki einhverstaðar bjöllum þegar allir voru að græða og græða meira en enginn virtist þurfa að vinna til þeirra.... peningar spretta ekki upp af sjálfu sér ......... og þetta er bara almenn skynsemi sem segir manni að peningar vaxa ekki á trjánum.. Hvað hafa þessir sprenglærðu fjármálaspekúlantar verið læra í Háskólunum .....hvernig á að féfletta fólk án þess að það fatti það.........ég bara spyr....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sært stolt.....
11.11.2008 | 19:27
ég verð að segja það að mér líður skrítilega þessa dagana....mér finnst ég særð....það er sært þjóðarstolt....ég er miður mín yfir því skipbroti sem þjóðin hefur orðið fyrir.... mér finnst ekki vera nóg að gert ......að við séum ekki að verja okkur með öllum tiltækum ráðum...... að við séum ekki að slá til baka........ það er verið að mjatla í okkur upplýsingar......þær eru að leka einhvernvegin út til okkar ...trúnaðarmál!!!...skrýtið......ætli margir séu með svona órekjanleg netföng eins og framsóknarþingmaðurinn notaði gegn Valgerði til að leka upplýsingum...... ég hef misst tiltrú á það fólk sem er í forystu landsins...misst trúna á stjórnendur bankanna þó svo búið sé að setja annað fólk í stjórnir.........ég vil ekki að fólk missi traust á mér....en ég er bara ein af öllum íslendingum sem ekki verður hægt að treysta í náinni framtíð og það er sárt...... samt hef ég alltaf staðið við mitt og má ekki til þess hugsa að einhver missi traust á mér.........
En nú vil ég snúa mér að öðru og skemmtilegra efni......Ólöf fór í stigspróf í dag í söngnum og tók 2.stigið og að hennar sögn gekk það vel.... það gengur alltaf allt vel hjá henni, ef maður spyr hana....... Steini beið eftir henni á meðan hún var í prófinu því hún átti að vera mætt niður í Borgarleikhús strax á eftir til að taka þátt í "Skrekk" hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, það kemur í ljós hvort þau komast upp úr undankeppninni í kvöld en það eru tveir skólar sem komast áfram í kvöld en sjö eru að keppa í dag.. mjög spennandi... Síðan er allt á fullu við æfingar á "Réttu leiðinni" sem er jólaleikrit fyrir börn sem leiklistarhópurinn borgarbörn sýnir á jólaföstunni. Þannig að Ólöf slær ekki af......
Þórður er að koma til eftir sýkinguna sem hann fékk í síðustu viku...hann hefur þó verið að vinna því hann þarf að vinna sér í haginn vegna leiksýninga ferðarinnar til Árósa, Álaborgar og Silkiborgar í lok mánaðarins.
Palli og Herdís eru búin að koma sér að mestu fyrir á Ísafirði, Herdís byrjaði á að taka upp einhverja óþverra pest svo hún gat ekki byrjað að vinna strax en Palli er byrjaður og lýst bara vel á..hann á að fara á sjó í fyrsta skipti nú á fimmtudaginn til að taka neðansjáfarmyndir úr fiskeldiskví....spennandi að fylgjast með þessu..
Nonni minn er síðan að nálgast 30 ára afmælið og ætlar hann að halda upp á það með pompi og prakt ..... og verður bara gaman að hitta alla og gleðjast þrátt fyrir allt tal um kreppu....
Nú fer að styttast í að Gulli og Bryndís komi heim en þau eiga að koma til landsins 17 nóv. Það hefur verið gaman að fylgjast með ferðum þeirra á Nýja Sjálandi...en kannski ekki eins spennandi að koma heim í kreppu umræðuna .....
En hvað um það " Við látum ekki deigan síga "
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litli drengurinn (stóri) lasin úti í löndum og engin mamma nálægt.....
4.11.2008 | 22:08
já Þórður minn á nú bágt fjarri mömmu í útlöndum.... Hann var svo óheppinn að fá slæma sýkingu þannig að hann þurfti að fara í aðgerð á spítala í Danmörku í gær....greyið var búin að vera illa haldin um helgina ....og var bara kvölum kvalinn.... Það mun taka hann 1-2 vikur að ná sér alveg aftur og geta verið miklir verkir fyrstu dagana....auðvitað erum við búin að vera á línunni og leggja honum ráðin...og það er ekkert gott að vara svona langt í burtu þegar eitthvað bjátar á.....en foreldrar vinkonu hans tóku bara þá ákvörðun að taka hann heim til sín og hlúa að honum á meðan það versta gengur yfir..... og ég verð að segja það að ég er mjög fegin að hann er undir smá eftirliti í nokkra daga....það er nú bara þannig að maður er alltaf að reyna að halda utan um alla.....en hann mun ná sér fljótt og bara gott mál að hann skildi þó fara til læknis. Það er svo merkilegt að þessi börn manns spjara sig nú þegar á hólminn er komið þó maður haldi ekki stöðugt í höndina á þeim ...... er það þá ekki bara mælikvarði á að maður hafi náð að skila þeim af sér til manns.....
Orð dagsins: Fyrirstöður þurfa ekki að stöðva þig. Ef þú hleypur á vegg, ekki snúa þér við og gefast upp. Athugaður hvort hægt er að klifra yfir hann, fara í gegnum hann eða fara í kringum hann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krakkarnir skiluðu sér til Ísafjarðar.....
2.11.2008 | 16:09
um kl. 15.30 í gær......það var greiðfært alla leið sem betur fer .... ég var búin að byggja upp svolítið stress yfir því að þau væru að flytja á þessum tíma og eftir þetta veðurskot sem gekk yfir í síðustu viku.... ég á þetta til.......maður er nú bara svona gerður vill halda utanum alla sína, hvar sem þeir eru...... Það gekk vel að tæma bílinn því væntanlegur yfirmaður þeirra kom við annan mann og hjálpaði þeim og Gauti bróðir Kristjáns vinar Palla og væntanlegur nágranni þeirra komu líka til hjálpar.....svo þetta gekk hratt fyrir sig......en þau eru þreytt...búin að vera strembin vika að undirbúa og koma sér vestur.... en nú tekur við nýr kafli í lífinu...að koma sér fyrir í nýjum heimkinnum...kynnast nýju fólki og takast á við nýja vinnu .....ég trúi því að þetta eigi eftir að varða frábær tími hjá þeim......
Þórður er í Árósum núna, tónskólinn hans fór í helgarferð, í heimsókn í tónlistaháskólann í Árósum. Þar hitti hann gamla skólafélaga frá Íslandi og segir þetta vera alveg frábæra ferð.
Brosum og höfum gaman að þessu .....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta hefur verið nokkuð annasöm vika undanfarið...
1.11.2008 | 13:07
ég hef varla haft tíma til að vera í vinnunni.... stundum er eins og allt lendi á sama tíma og þá þarf maður að velja og hafna....og það er leiðinlegt... En það er að sjúklingnum Ólöfu að frétta að hún er orðin spræk sem lækur og um leið og hún var laus við nálina úr handleggnum þá var hún óstöðvandi.... sem sagt sýkingin er á góðu undanhaldi og fóturinn að verða góður.
Nú eru Palli og Herdís lögð af stað vestur og eru líklega núna kl 13.00 um það bið að koma á Steingrímsfjarðarheiði, það er greiðfært vestur og ætti því ferðin að sækjast vel... Við gengum frá íbúðinni í gærkeveldi kláruðum að þrífa og skila lyklum. Steini var búin að elda fullann pott af kjötsúpu þegar þrifunum lauk og komu pabbi og mamma, mamma Herdísar og Palli og Herdís í matinn, og ekki var að spyrja að því, kjötsúpan var frábær......... en hún var svo ríflega útilátin að ég held að Steini verði að borða hana næstu vikuna....ha..ha...
Við opnuðum Morgunblaðið í morgun og við okkur blasti mynd af Nonna ...og viti menn ....hann var myndaður fyrir utan ríkið ....og hvað, hann var að fylla bílinn af bjór og hvítvíni....... en sem betur fer kom nú fram að hann væri að versla inn fyrir þrítugsafmælið sitt...... þannig að það leit ekki alveg eins illlllllllllllllla út........ en þetta var neyðarlegt......
Nú á eftir ætla ég að skeppa í kaffi hjá Barðstrendingafélaginu og hitta fólk að vestan ....það verður bara gaman.......annars verður dagurinn bara á rólegum nótum......
Góð orð:
- Hvernig við hugsum sést í hegðun okkar. Viðhorf eru speglar hugans. Þau endurspegla hugsanir okkar.-
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)