Alltaf eitthvað að gerast .....

jæja þá eru nú nokkrir dagar liðnir síðan ég skrifaði síðast.....og margt búið að gerast......Grin  fyrst að telja er að Ólöf tók söngvakeppni Samfés með stæl....þau krakkarnir hafa síðan troðið nokkrum sinnum upp með lagið og vakið stormandi lukku......1.mars varð svo daman bikarmeistari í 4.fl.k í handbolta og átti stórleik þar....Smile Nú, hún fékk tilboð að tala inn á bíómynd og sían fær hún að fara í prufu vegna Grease sýningarinnar sem á að sýna í sumar...þannig að hún er á fljúgandi ferð.....En svo við snúum okkur að því sem frúin tók sér fyrir hendur .....þá skellti hún sér til Kanarí.......já Kanarí....það kom til þannig að það hætti einn við að fara og mér var boðið að hoppa inní ....Tounge og ég slóg til...Hafliði bróðir og hans fjölskylda fóru og svo Erna og Dómhildur frænkur mína ásamt manni Ernu og syni Dómhildar...og að sjálfsögðu fórum við sumpart til að heimsækja foreldra okkar sem alltaf eru á sama tíma á Kanarí.......InLove þau náttúrulega fá engan frið því út því við fáum ekki pönnukökur í 7 vikur hér heima þá förum við bara og borðum þær hjá þeim á Kanarí......Grin  Ferðin var fín þó hitinn hefði alveg mátt vera örlítið hærri....síðan var flugið heim nokkuð langt fyrir minn smekk......það tók 6og hálfan tíma flugið sjálft......fyrir svo utan að seinkun var um 5 tíma vegna veðurs í Evrópu....ferðalagið tók okkur því alls 16 klst. sem er heldur langt fyrir minn smekk....Cool

Þegar heim kom var nokkur þreyta í liðinu ´.....því var það nú svolítið kvíðvænlegt að dóttirin sem fyllti 16 árin nú 7 mars.... ákvað á föstudag að draga frestun á afmælisveislu til baka...... því komið var í ljós að það væri barasta engin dagur laus til að halda afmæli fyrr en einhverntíman í apríl...og það var of langt......svo frúin fór að baka ......jú daman vildi hafa kökuveislu fyrir vinina........þá var nú komið að fjöldanum...við vorum búin að heyra minnst á 20 vini.......en vinirnir sem hún varð að bjóða voru komnir í 35!!!!!Gasp.......við settumst niður og fórum í gegnum þetta með henni og viti menn ...hópurinn sem hún er að umgangast nánast daglega eða í viku hverri telur 35 Wink......svo nú varð að bretta upp ermar......en það var annað...... við áttum ekki að vera heima......afmælið var frá kl. 20 -24 og mér leist nú ekki á þetta ....Wounderingvildi hún ekki fá smá hjálp með kökurnar ...taka af borðum...setja fram og svona aðstoð ....NEI... hún taldi sig geta þetta....þá var spurningin... hvert ættum við að fara Frown.....ættum við að keyra um hverfið og fylgjast öðru hvoru með....nei niðurstaðan var að treyst á að allt gengi vel....því  þetta voru góðir krakkar,  allt tónlistar og íþróttafólk og ekki kennt við neina vitleysu.....svo við töluðum við nágrana okkar og sögðum þeim hvað til stæði og að líklega yrði einhver háfaði því það átti að spila á hljóðfæri og syngja......lagðar voru línur með að hleypa engum inn sem ekki var boðið og ef slíkt gerðist þá átti að hringja í okkur og líka að tala við nágrannana........svo við fórum og heimsóttum Gulla bróður og  Bryndísi á meðan .....hringdi ég reglulega og kannaði stöðuna Wink...við komum heim rúmlega 12 á miðnætti og þá voru krakkarnir að fara heim  og foreldrar að sækja þau .......það var nokkur hávaði þegar við komum.... tónlistin komin í hærra lag .....en viti menn það gekk allt vel....umgengnin kannski ekki alveg eins og ég hefði haft það en daman fór í að taka til og ganga frá og allir mjög glaðir með þessa veislu.

Ég fékk bréf frá Þórði bróður og er hann komin út í sjó, þeir eru á Reykjaneshrygg og voru að byrja veiðar....annars var einhver pest í gangi um borð og nokkrir skipverjar lagstir í rúmið.....sjálfsagt lítið spennandi að vera veikur til sjós...Crying

Af Palla og Herdísi er allt gott að frétta ...þau voru send heim úr vinnu vegna snjóflóðahættu í vikunni ....þannig að þau eru búin að kynnast hvernig vetur geta verið á Íslandi þennan stutta tíma sem þau hafa búið á Ísafirði....annars er Herdís í bænum þessa helgi ...kom til að halda upp á afmælið sitt með vinkonum ....en hún varð 30 ára núna 5 mars.....og ekki viðrar vel til flugs vestur því það á að athuga með flug seinni partinn.....Errm

Kveð að sinni Sigga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband