Jæja þá er það söngvakeppni Samfés.......:)
21.2.2009 | 09:25
Nú er stóri dagurinn runninn upp hjá heimasætunni.... Samfés söngvakeppnin verður í dag og hún á að keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ársel...... þetta var allt á leið í óefni á fimmtudag .....en þá fór mín að finna til í hálsi og allt var set af stað til að bægja óværunni frá........ það var hálsbrjósykur, hósta saft, strepsels, klæða sig vel, drekka heitt ........ mín lagði á sig að drekka heitt te........fannst það ekki gott... ballið hjá Samfés var í gær og það var rökrætt að það þyrfti líkleg að velja og hafna......hvort væri mikilvægara að far á ballið eða...keppnin í dag....mín fór á ballið en hringdi kl. 20.45 og vildi láta sækja sig þetta væri orðið gott og hún ætlaði ekki að taka meiri áhættu......svo hún var sótt ...og bara eins gott hún drakk heitt og fór svo að sofa ....og viti menn hún var bara í ágætis standi þegar hún vaknað .......sagði að það væri smá svona ryk í röddinni en það gæfi laginu bara karakter....:) svo hún lagði af stað fyrir kl.9 því hennar atriði er númer 3 í röðinni í dag og það verður bein útsending á Rás 2 kl. 13.00 ...svo segjum við bara... toy..toy..toy.
Hún vann......
http://dagskra.ruv.is/ras2/4461290/2009/02/21/
Hún söng 3ja lagið og svo er það sungið aftur í lokin.....
Dagurinn verður svo ekki búin þegar þessu söngstandi lýkur nei...þá er að gera seig klára fyrir Vestmanneyjar ..... 3 og 4 fl. eru að fara að keppa í Vestmanneyjum á morgun og fara í kvöld með Herjólfi til eyja .......ef það verður þá farið því spáin er ekki gæfuleg.........hreinlega vona ég að þessu verði bara frestað......
Læt þetta gott heita í bili
Athugasemdir
Vona að stúlkunni þinni gangi vel - hef heyrt latabæjarlög með henni - hún er góð söngkona. Öfunda ykkur samt ekki af því að fara til Vestmannaeyja með dallinum - hann er víst ekki beisinn þessi dægrin skilst mér - en gangi ykkur vel!!!
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 21.2.2009 kl. 10:36
Til hamingju með stelpuna - ég gat ekki betur séð í fréttunum en hún hefði unnið - engin smá flottur "performans" hjá henni - hún var rosa töff.........
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 21.2.2009 kl. 19:40
Hjartanlegar hamingjuóskir með dótturina - hún var flott :-).
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:53
Takk fyrir þetta stelpur ..við erum afskaplega ánægð með okkar dóttur hún stóð sig frábærlega og gerði þetta með stæl...:)
Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 22.2.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.