Tíminn líður hratt..... eins og segir í laginu..

það hægist ekkert á tímanum ...áður en við snúum okkur við er komin miður mánuður og síðan er hann búinnTounge  Það var ósköp tómlegt eftir að allir fóru til síns heima um  síðustu helgi en nú eru hlutirnir komnir á sitt ról....skólinn, handboltinn og tónlistarskólinn eru komnir af stað og síðan bætist leiklistin við í næstu viku þannig að allt er að verða í eðlilegum farvegi hjá heimasætunniWink hún fór í prufu tvö í gær um hlutverk í Söngvaseið og að hennar sögn gekk hún vel, svo á bara eftir að sjá hvort hún verði svo heppin að komast áfram í næstu prufu eða ekki það skýrist líklega í vikunni.... í morgun fór hún svo í prufu til að reyna að komast inn í nýstofnaða söngleikjadeild hjá leiklistarskólanum Sönglist og það skýrist líka í vikunni Grin  En svona er skipulagið ef hún fær ekki hlutverið í Söngvaseið.......ef hún fær það þá þurfum við líklega að endurskoða allan pakkann hvað verður inni og hvað úti.........kemur í ljósWink 

Rólega hefur gengið að taka niður jólin hér á bæ, tréð fór í vikunni en annað hefur verið að fara hægt og rólega  og ég nenni ekki að stressa mig yfir þessu......Grin 

Ég er ein af þessum fjölmörgu sem hef komist upp á lagið að nota fésbókina ....það er gaman að nota hana en það er líklega hægt að verða svolítið upptekin af henni þannig að ég ætla að fara hóflega í hana....ég allavega ætla að gera eitthvað fleira líka .......Grin 

Það var hefðbundið pönnukökukaffi í gær og mættu um 13 manns. Það var gaman að hitta Agga, hann kom og  hann lét vel af sér, sagðist vera bara orðin góður eftir brunann sem hann varð fyrir í fyrra, hann hefur farið tvo frystitúra á togaranum og átti nú einn túr frí.

Farið vel með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband