Allt að komast í réttar skorður.....

í dag héldu þeir  Þórður  og Tobías til Danmerkur ...þeir voru hálf hnípnir hér í hádeginu og langaði ekki til að fara en nú tekur alvaran við...skóli og vinna byrjar á morgun hjá Þórði Smile og Tobías fer til Frakklands í tónleikaferð með bandinu sínu, strax í fyrramálið....Smile Það hefur verið ljúft að hafa Þórð hér heima yfir jólin og skrýtin og tómleg tilfinning þegar hann fer....Frown...en nú fer sól að hækka á lofti og það verður ekki langt þar til við hittum hann aftur...allavega ekki seinna en í sumar.

Vinnan er komin af stað eftir allt veisluhaldið og það er ágætt að koma til vinnu á föstudegi til að koma sér í gírinn aftur og fá svo helgi...á morgun fer svo allt að ganga sinn vana gang....Wink Ólöf fer ekki í skólann fyrr en á þriðjudag en þá byrjar líka tónlistarskólinn aftur. Henni gekk frábærlega í jólaprófunum og var með um 9,3 í meðaleinkunn en úr stærðfræði, ensku, íslensku og dönsku var meðaleinkunn 9,5 og þetta gerði hún þrátt fyrir allt sem hún hefur haft að gera ...ég veit stundum ekki hvernig hún fer að þessu....Halo smá mont...ha ha ..... Næsta laugardag verðu annar áfangi í prufunum vegna Söngvaseiðs í Borgarleikhúsinu...það komust 400 börn í aðra umferð ...þau eiga að velja sér eitt lag af þremur fyrirfram ákveðunum lögum og syngja það fyrir dómnefn og svo er bara að sjá hvert það leiðir.....bara spennandi..Grin   

Palli og Hersís fóru vestur í dag og verða líklega komin á Ísafjörð nú um átta leitið ...veðrið og færðin er fín en eitthvað um hálku ....við heyrum líklega ekki í þeim fyrr en þau koma vestur... þau hafa verið í  tvær vikur í bænum og voru orðin fegin að fara að komast heim ....Wink

Nonni og Tedda eru svo að ljúka sínu jólafríi , Nonni fer að kenna á morgun og Tedda byrjar líklega ekki í skólanum fyrr en seinna í janúar....þau hafa sett íbúðarmálin aðeins á bið og ætla að bíða átekta aðeins lengur.

Það var heljarinnar pönnukökuveisla hjá mömmu og pabba í gær og var eins og að... þrátt fyrir allt jólahald.... hafi allir verið orðnir svangir í pönnukökur.....Grin

 

- Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta

þar til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband