Þetta hefur verið nokkuð annasöm vika undanfarið...

ég hef varla haft tíma til að vera í vinnunni....Tounge stundum er eins og allt lendi á sama tíma og þá þarf maður að velja og hafna....og það er leiðinlegt...Frown  En það er að sjúklingnum Ólöfu að frétta að hún er orðin spræk sem lækur og um leið og hún var laus við nálina úr handleggnum þá var hún óstöðvandi....Grin sem sagt sýkingin er á góðu undanhaldi og fóturinn að verða góður. 

Nú eru Palli og Herdís lögð af stað vestur og eru líklega núna kl 13.00  um það bið að koma á Steingrímsfjarðarheiði, það er greiðfært vestur og ætti því ferðin að sækjast vel... Við gengum frá íbúðinni í gærkeveldi  kláruðum að þrífa og skila lyklum. Steini var  búin að elda fullann pott af kjötsúpu þegar þrifunum lauk og komu pabbi og mamma, mamma Herdísar og Palli og Herdís í matinn, og ekki var að spyrja að því,  kjötsúpan var frábær.........Smile  en hún var svo ríflega útilátin að ég held að Steini verði að borða hana næstu vikuna....ha..ha...

Við opnuðum Morgunblaðið í morgun og við okkur blasti mynd af Nonna ...og viti menn ....hann var myndaður fyrir utan ríkið ....og hvað, hann var að fylla bílinn af bjór og hvítvíni....Tounge... en sem betur fer kom nú fram að hann væri að versla inn fyrir þrítugsafmælið sitt......Grin þannig að það leit ekki alveg eins illlllllllllllllla út........Tounge en þetta var neyðarlegt......

Nú á eftir ætla ég að skeppa í kaffi hjá Barðstrendingafélaginu og hitta fólk að vestan ....það verður bara gaman.......annars verður dagurinn bara á rólegum nótum......Smile 

Góð orð:

- Hvernig við hugsum sést í hegðun okkar. Viðhorf eru speglar hugans. Þau endurspegla hugsanir okkar.-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband