Æ.... það er gott að það er komin helgi.......
17.10.2008 | 22:55
Maður er bara þreyttur eftir þessa viku.....það hefur verið erill í vinnunni og ég er ekki frá því að einhver ókyrrð sé í loftinu í kringum börnin ......þau eru alveg ótrúlega næm á líðan þeirra sem eru í kringum þau ....þó svo maður haldi að maður sér að halda börnunum utan við það sem er að gerast á Íslandi í dag... En að sjálfsögðu eru allir að gera sitt besta og halda sinni "rútínu" það er bara það sem okkur ber að gera....
Við höfum verið að fylgjast með Gulla og Bryndísi á ferð sinni til Nýja Sjálands, þau hafa komið sér upp bloggsíðu og sett þar inn myndir og það er eins og maður sé á ferðalagi með þeim Þau hafa verið í Hong Kong í 3 daga og skoðað sig um en eru nú á leiðinni til Nýja Sjálands það tekur um 10 tíma í flugi og síðan 1-2 tíma í innanlands flugi, þannig að líklega verða þau orðin þreytt þegar komið verður á leiðarenda í nótt
Við höfum verið að tala við Þórð í Danmörku, hann lætur vel af sér, ekki orðið fyrir neinu aðkasti Hann hitti Hafliða og Guggu í dag, en þau eru í helgarferð í Köben, ég frétti af því að þau hefðu mætt vorkunn á smörrebröðsstofu í dag en ekki verið kastað út fyrir það eitt að vera íslendingar
Velgengni.is hefur sent mér heilræði og hvatningarorð á hverjum degi, þessi orð hitta í mark og vekja mann til umhugsunar, þau eru jákvæð, hvetjandi og uppbyggjandi, ég hef sett þessi orð upp á töflu fyrir allt starfsfólk frá því í fyrravetur og það er bara orðið hluti af dagsverkunum að skoða þessar sendingar. Í ástandi eins og gengur yfir þjóðina núna þá er þetta mannbætandi og hvetjandi til að takast á við dagana og lífið.
Látum gott heita í dag "gangið hægt um gleðinnar dyr"
Athugasemdir
Hæ Sigga mín
Bara kvitta fyrir innlitið
kærasta kv frá TX
Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.