og nokkuð ljóst að við höldum okkur fjarri búðum um sinn...... og svo sem allt í lagi með það..Þyri og Daníel komu seint í gærkveldi og fóru fljótlega í háttinn.....við vorum þó öll komin á ról um kl. 9.00 í morgun og fengum okkur morgunverð......Við fórum til mom og dad eftir það.... Matt fór eldsnemma í morgun og fór á kalkúnaveiðar með dad og hann náði einum .....þannig að þakkargjörðarhátíð er bjargað hjá þeim.... Við sátum og spjölluðum fram yfir hádegi en þá fór Steini með krakkana í keilu í Cortlandi en mom og við stelpurnar fórum að skoða nokkurskonar listagarð og safn þar sem allt er unnið úr endurvinnanlegum efnivið.....mjög sérstakt safn. síðan fórum við í listamiðstöð sem staðsettur er í gamalli kirkju....við Þyri vorum nú ekki sérstaklega heillaðar af listaverkunum sem þar voru til sýnis .... Þegar þessu var lokið þá fórum við aðeins heim á hótel og lögðum okkur og síðan fór allur hópurinn út að borða saman um kl 17.30 því Heidi og Matt þurfa að sækja dóttur sína Ilse á flugvöllinn í Syracuse um 21.00 og þá eru allir komnir sem ætla að koma.
Veðrið hefur skipst á með skúrum, sólskini og skýjuðu veðri.....hitinn hefur verið þokkalegur og fór líklega í 18-20 gráður í dag þegar sólin skein og niður í 12 gráður....
Ég ætla að setja inn nýjar myndir í Ameríkualbúmið frá deginum í dag..
Þetta er nú í stórum dráttum þar sem á dag okkar dreif í dag..... kveðja frá öllum í USA
Athugasemdir
Skynsamlegt hjá ykkur að vera ekki að kaupa mikið. Dollarinn fór í rúmar 108 krónur í gær. Hér skín sólin líka en það er algert gluggaveður og hitinn 3°c. Allt gott að frétta af okkur persónulega en þjóðarskútan virðist vera að sigla í strand. Seðlabankastjóri er jafnvel farinn að tala um þjóðstjórn. Slátur selst sem aldrei fyrr svo og frystikistur og skápar. kannski fólk sé bara farið að spara. Kveðja til allra
Bergþóra
Bergþóra (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:40
Bara að kvitta fyrir mig kveðja Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.