Það yfirgefa mig allir........

tilkynnti dóttir mín mér þegar ég sagði henni frá því að bróðir hennar ætlaði að flytja til Ísafjarðar.....dramatíkin varð meiri því hún brást hin reiðast við og þuldi upp að hún væri að missa öll tengsli við bræður sína.....fyrst fór Þórður til Danmerkur og hún sæi hann aldrei........ og nú fer Palli til Ísafjarðar og hún muni örugglega missa öll  tengsl  við hann... við mundum örugglega ekki nenna að fara og heimsækja hann og svo væri   Nonni alltaf að vinna og hún sæi hann aldrei.......Ég nefndi nú að ég væri mamma þeirra hvernig henni héldi að mér liði ...ég stykki nú ekki upp á nef mér ....heldur sæi nýja möguleika fyrir alla.....nei hún sá það ekki....ég hefði sko fengið miklu meiri tíma með þeim heldur en hún......það eru rök fyrir öllu hjá henni blessaðri. Wink  En eins og þið sjáið þá hafa Palli og Herdís ákveðið að flytja til  Ísafjarðar þau hafa bæði fengið vinnu þar og munu líkleg fara um mánaðarmótin okt/nóv.  Mér finnst þetta bara mjög spennandi og í raun tilvalið að prufa eitthvað nýtt...þau eru bara tvö og það er ekkert  sem bindur þau þannig þetta verður bara gaman..  Smile  Nú fara þau bara að leita að íbúð og undirbúa flutninga...Wizard  

Ólöf er komin á fullt og er hver stund skipulögð og sérstaklega núna því nú styttist í utanferðina..sem er bara í næstu viku.....Woundering    Rósaballið er á morgun og þvílíkt tilstand .....það tekur marga daga að velja föt og það sem við á að vera... þær eru 7 stelpurnar saman sem ætla að taka sér "limmó"  til að sækja þennan eina dreng úr 8. bekk sem þeim var úthlutað W00t........það er sem sagt mikið ójafnvægi á fjölda drengja og stúlkna í 8 og 10 bekk þannig að það verða margir að sameinast um 1 af gagnstæðu kyni........bara fyndið ....vondi bregður blessuðum drengnum ekki við að sá þennan föngulega kvennaskara sem mun sækja hann...Grin  en það er gaman að fylgjast með þessu....

Ég held að ég láti þetta gott heita að sinni. Verið bara góð hvert við annað....Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigga mín

Og virkilega gaman að lesa og fylgjast með þér og þínum......vildi bara kvittafyrir innlitið

Bið að heilsa Steina og alles....

Oddný í TX

Góða ferð til Usa og góða skemmtun og hvar verðið þið.... ekki nál. okkur?????? er það

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:47

2 identicon

Hæ Oddný mín ég frétti að þið hefðuð  fljótt fengið rafmagnið eftir að Ike réðs á ykkur Texasbúa.....og gott að allt gekk vel hjá ykkur...jújú við erum að fara til NY fylkis fljúgum á JFK og þaðan til Syricuse sem er nánast uppi undir landamærum Kanada..þar fáum við bílaleigubíl og förum til Homer þar sem skiptinemaforeldrar Steina búa og verðum þar, við ætlum aðeins að skoða okkur um líka í leiðinni og komum til baka 8 okt. Texas verður að bíða enn um sinn   kveðja frá okkur ölluma

Sigga Þórðar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:22

3 identicon

Góða ferð Sigga mín og njóttu ferðarinnar þú átt það skilið

Sigrún Hrafnsd. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband