svona er þetta nú maður er alltaf í tímaþröng ....eða gefur sér ekki tíma... ætli það sé ekki frekar þannig En ég lét verða að því að fara og heimsækja hann frænda minn (á ská) upp á spítala.. strákurinn er búin að var rúmliggjandi í 3 vikur eftir brunaslys sem hann varð fyrir á Sauðárkróki þegar lítill brúsi með 120 oktana bensíni fyrir fjarstýrða bíla sprakk í höndunum á honum það varð sjálfsíkveikja og kveikti það í fötunum hans svo hann hlaut mikið brunasár á fótum og höndum.
Ég hef ekki hitt hann í nokkur ár og ætlaði varla að þekkja strákinn, en það var ánægjulegt að hitta hann... ég talaði nú aðalega til að byrja með en það breyttist fljótt. Hann á að fara í aðra aðgerð á morgun til að gæða aftur skinn á fótlegginn og á ekki von á að sleppa út af spítalanum næstu 3 vikurnar...þar að segja ef allt gengur að óskum.. Hann er ekki farin að stíga í fæturna enn og fær ekki að gera það næstu vikuna. En það var nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir að hann segðist vera með stöðuga verki í fótunum.... en ég ætla að skjótast til hans fljótlega aftur og óska honum góðs bata þangað til.
Ég hef sett upp spakmæli á hverjum degi í vinnunni undanfarinn einn og hálfan mánuð. Þau hafa skapað umræður og pælingar í kaffitímanum á morgnanna og vakið fólk til umhugsunar. Ég skráði mig á velgengni.is og þeir senda þessi spagmæli til áskrifenda á hverjum virkum degi og ég mæli með þessu. Það er mikil lífssýn í þessum spakmælum sem koma og ég trúi því að þau leiði mann til betra lífs og vekja upp spurningar um hver lífsviðhorf manns eru
Það var sveitaferð í leikskólanum í dag..farið að Grjóteyri í Kjós.. alltaf er gott að koma þangað. Ég fór ekki að þessu sinni því önnur verkefni þurftu að hafa forgang. Það fór 120 manna hópur frá leikskólanum og er það nú orðið þannig að foreldrar og gestir eru að nálgast sömu tölu og börnin eru.. en það gekk frábærlega í ferðinni og það hafa allir gaman að því að koma í sveitina og sjá ungviðið, lömbin, folöldin, kálfana, ungana, kettlingana og hvolpana og að sjálf sögðu foreldra ungviðisins....Fábær staður og gott að koma á og alltaf góðar móttökur..
Jæja nú segi ég eins og segir í spakmælunum góðu, hrósaðu einhverjum í dag.
Góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.