Það er sorglegt að heyra svona fréttir.....
5.5.2008 | 20:04
eins og þjóðin hefur fengið yfir sig um helgina þar sem prestur er sakaður um kynferðisafbrot gagnvart ungum stúlkum... ég hef þann hátt á að reyna að horfa á hlutina út frá þeirri hlið að engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð.. en það er ljóst að alvegsama hvernig þetta mál fer ,sekt eða sakleysi, þá er það mannorðsmorð fyrir þann sem lendir í þessari stöðu, ég tala nú ekki um þegar maður í þessari stöðu á í hlut. Vonandi er þetta allt saman bara misskilningu eins og hann heldur fram.
En nóg með þetta þá er loksins farið að talsetja nýjustu Latabæjarþættina og var byrjað í dag. Ólöf talsetti einn þátt í dag og fer aftur á morgun... bara gaman að því. Söngurinn verður líklega tekinn upp hjá Mána í Latabæjarstúdíóinu eins og síðast og það er bara gott mál þeim gekk svo vel að vinna saman síðast ... Nú er komið hlé á Skilaboðaskjóðunni fram á haust og handboltinn búin og Sönglist búin svo nú er Tónlistarskólinn og skólinn bara eftir á þessu vori svo mín kona getur farið að finna sé eitthvað nýtt að fást við ...... hún getur ekki verið verkefnalaus þessi elska.... ég veit ekki hvaðan hún hefur þessa orku....örugglega ekki frá okkur foreldrunum ....allavega ekki eins og við erum í dag......
Ég heyrði í Þórði í gær og hann er bara ánægður með nýja húsnæðið....þau Isabel fluttu inn á föstudaginn og eru svona að skoða í kringum sig og koma sér fyrir... hann talar um að umhverfið sé fallegt stutt í útivistarsvæði, stutt í strætó og verslanir og þau eru nær miðbænum...Isabel er komin við hliðina á Háskólanum og Þórður getur hjólað í sinn skóla... Gatan heitir Fogetegorden 3 (íslenskað fann ekki danskt o) og sú gata liggur á móts við gatnamót Jadegate og Tagensveij líklega skrifa ég þetta ekki rétt.... annars segist sonurinn vera að tapa kílóum hafi lést um 18 kíló síðan hann flutti út....ég held hann megi ekki léttast mikið meira hann er svo hár..
Krakkarnir komu í mat í gærkveldi en Tedda var að vinna á kvöldvakt svo hún kom nú ekki að þessu sinni..... Við dustuðum rykið af grillinu og athuguðum hvort við kynnum þetta ennþá...ég meina að grilla....það hefur ekki verið grillað síðan síðastliðið sumar og viti menn við kunnum þetta enn...grilluðum dýrindis lambalæri..
Þá segjum við þetta gott í bili og njótið kvöldsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.