Þá er ný vika farin af stað....
11.3.2008 | 00:13
á eftir helgi kemur vinnuvika og lífið heldur sinn vanagang. Ég hef náð að vera í sambandi við alla mína og þar með er ég með yfirsýnina á öllum. Mér finnst það ágætt ...þarf að hafa þetta svona allt á hreinu.
Ég talaði við Þórð í kvöld og var hann að koma frá því að spila á tónleikum í tónlistarskólanum sínum í dag. Þetta er svona hljómsveitarprógramm sem er svo farið með útfyrir skólann, á morgun spila þau í einhverum menntaskóla og svo á klúbbi annað völd sem ég held að heiti eitthvað... Jazzhús.... en honum finnst þetta mjög gaman.
Það er í sjálfu sér lítið að frétt héðan í dag, allt nokkuð rólegt og ekki þurfti að skutla heimasætunni eitt eða neitt ... gott mál... en á morgun á hún að keppa í Garðabæ í handbolta og að sjálfsögðu stormar maður þangað og styður sitt fólk í mikilvægum leik.
Í vinnunni er alltaf nóg að gera, starfsviðtöl í fullum gangi og undirbúningur fyrir Skotlandsför í apríl svo eitthvað sé nefnt. Börnin eru óðum að skila sér í leikskólann eftir veikindi sem hafa lagst mismunandi á þau og starfsfólk er að hressast líka.... sem sagt hækkandi sól og bara gaman.
jæja látum hér staðar numið og góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.