Rapport dagsins......

Þá er þessi dagur að kveldi komin, hann hófst á námskeiði um "frávikagreiningu" á fjárhagsáætlun leikskólans. Það var þörf yfirferð og eftir því sem maður fer á fleiri námskeið tengd þessum blessuðu fjármálum því öruggari verður maður með þetta allt saman. ....Ég verð að segja að hlutirnir hafa gerst svo hratt að maður heldur varla í við breytingarnar... en nú er þetta allt á réttri leið. 

Mikið er um veikindi í leikskólanum og hefur vantað um þriðjung barnanna síðustu 2-3 daga. Starfsfólkið hefur ekki farið heldur varhluta af þessari veikindatíð og er það lán í óláni að það helst í hendur.  Sick

Mamma og pabbi hringdu  frá Kanarí og spurðu frétta af öllum, þaðan var allt gott að frétta og þeirra hópur hress. Hitinn varð helst til mikill  í dag og fór í 35° þegar heitast var. 

Það er svo merkilegt þetta með að fá fréttir af öllum og hafa yfirsýn yfir alla fjölskylduna og veðrið... þar með getur maður verið rólegur.... þangað til maður hringir næst.... um að allir spjari sig nú vel án manns.  Ég held að ég sé að smitast af þessu ég þarf orðið alltaf að vita hvað allt mitt fólk ..(börn og tengdabörn) er að gera og hvort öllum líði ekki vel, síðan þarf maður að vita af systkinum og þeirra fólki og þá getur maður verið rólegur þar til maður heyrir í þeim næst Blush  Alveg merkilegt ég veit ekki hvort þetta er aldurinn eða hvað......Woundering

Heimasætan  á bænum fór að keppa í handbolta í kvöld og var nú keppt við ÍR  í Austurbergi og að sjálfsögðu tóku okkar konur þetta... hafa unnið 12 leiki af 12 leiknum leikjum og getur það talist harla gott.  Það er nú svo að ég fer orðið á alla leiki sem hún spilar og finnst þetta bara orðið ansi skemmtilegt eins og mér fannst þetta lítið spennandi þegar hún var að byrja. En við erum þarna nokkrar mömmur og pabbar sem skemmtum okkur vel og styðjum dyggilega við okkar konur....áfram Fylkir Happy 

Gott fólk ég ætla að láta staðar numið að sinni og segi góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Bara svona að láta heyra frá mér. Heyrðu, hvernig lýsir streptokokkasýkins sér? Er með rakvélablöð í hálsinum, þurran hósta og hita. Hvað segir sérfræðingurinn???? Mikið vildi ég að ég væri komin ða Kanarí.

Kv. Bergþóra

Bergþóra (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband