Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Jæja þá er það söngvakeppni Samfés.......:)
21.2.2009 | 09:25
Nú er stóri dagurinn runninn upp hjá heimasætunni.... Samfés söngvakeppnin verður í dag og hún á að keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ársel...... þetta var allt á leið í óefni á fimmtudag .....en þá fór mín að finna til í hálsi og allt var set af stað til að bægja óværunni frá........ það var hálsbrjósykur, hósta saft, strepsels, klæða sig vel, drekka heitt ........ mín lagði á sig að drekka heitt te........fannst það ekki gott... ballið hjá Samfés var í gær og það var rökrætt að það þyrfti líkleg að velja og hafna......hvort væri mikilvægara að far á ballið eða...keppnin í dag....mín fór á ballið en hringdi kl. 20.45 og vildi láta sækja sig þetta væri orðið gott og hún ætlaði ekki að taka meiri áhættu......svo hún var sótt ...og bara eins gott hún drakk heitt og fór svo að sofa ....og viti menn hún var bara í ágætis standi þegar hún vaknað .......sagði að það væri smá svona ryk í röddinni en það gæfi laginu bara karakter....:) svo hún lagði af stað fyrir kl.9 því hennar atriði er númer 3 í röðinni í dag og það verður bein útsending á Rás 2 kl. 13.00 ...svo segjum við bara... toy..toy..toy.
Hún vann......
http://dagskra.ruv.is/ras2/4461290/2009/02/21/
Hún söng 3ja lagið og svo er það sungið aftur í lokin.....
Dagurinn verður svo ekki búin þegar þessu söngstandi lýkur nei...þá er að gera seig klára fyrir Vestmanneyjar ..... 3 og 4 fl. eru að fara að keppa í Vestmanneyjum á morgun og fara í kvöld með Herjólfi til eyja .......ef það verður þá farið því spáin er ekki gæfuleg.........hreinlega vona ég að þessu verði bara frestað......
Læt þetta gott heita í bili
Dægurmál | Breytt 22.2.2009 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef verið löt hér að undanförnu....en smá bragarbót á því ...
11.2.2009 | 20:45
Nú eru pabbi og mamma flogin út í heim ......flugu til sinna árlegu dvalar á Kanarí... þau ætluðu sko ekki að missa af fluginu.... þau voru mætt tímalega á völlinn ....eða 4 tímum fyrir flug... og geri aðrir betur .......... ég hefði sko alveg viljað slást í för með þeim ....þau ætla nú að vera í 7 vikur og koma til baka 1.apríl..... Hafliði og Gugga ætla til þeirra 25 febrúar ásamt fleirum úr ættinni.......
Af öðrum er það að frétta að Ólöf kom sá og sigraði í söngvakeppni samfés í sinni félagsmiðstöð.. Það veitir henni aðgang að aðalkeppni Samfés sem er fram í Laugardalshöll þann 21.febrúar og verður keppninni útvarpað ...svo þeir sem vilja hlusta á hana geta það, keppnin hefst kl. 14.00. Hún hefur líka verið að keppa á fullu í handboltanum og hefur einnig keppt með 3.fl undanfarið .....mér finnst þetta svolítið mikið en hún verður að finna það út sjálf..... þær eru efstar bæði í 4 og 3 flokki og komnar með bæði liðin í undankeppni í bikarnum..... í dag byrjuðu svo æfingar á Gilitrutt sem Tónlistarskólinn ætlar að setja upp og sýna í Óperunni.......þannig að það er engin lognmolla í kringum mína ...hún finnur sér alltaf eitthvað að gera..
Það er mikið um að vera í leikskólanum þessa dagana, skólinn verður 40 ára á morgun 12.febrúar og ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða aðstandendum og gestum upp á kaffi kl 15.00-16.30 ...það er mikil spenningur hjá börnunum .. Svona til gamans þá er ég búin að vera leikskólastjóri þarna síðan í águst 1988 eða rúm 20 ár.
Það er annars allt gott að frétta að drengjunum mínum þeir eru að plumma sig ágætlega ...
Palli og Herdís eru komin með naggrísi og ekki bara einn heldur tvo.... Þórður hefur verið með einhverja flensu en er nú að komin á fætur og farin að vinna aftur en skólinn er í vetrarfríi þessa viku. Hann stefnir á að koma heim í tvær vikur í sumar og hafa þá Emilie með sér ....
Annars hefur frúin dottið illilega niður í fésbókina, mér finnst gaman að þessu formi samskipta og hef komist í tengsl við fólk aftur sem ég var í sambandi áður fyrr. ... bara gaman að því ...nú erum við búin að stofna hóp fyrir ættarmótið í sumar og þarna flykkjast ættingjarnir inn ...bara frábært
"Við stjórnum sjálf viðhorfum okkar og hugsunum"
þar til næst
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)