Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Frábær helgi á enda.....
31.8.2008 | 23:30
Við hjónin fórum í ferð með vinnufélögum Steina ....þetta var starfsmannaferð og var mökum boðið með..... Við höfum ekki hist oft þessi hópur og því þekktist fólk misvel en .....ferðin var frábær....við byrjuðum snemma og lögðum af stað um kl 10.30 og var haldið að Hellu.....þar var boðið upp á samlokur, harðfisk, hákarl og síðan vökva að eigin vali með.....þaðan var haldið að Keldum á Rangárvöllum þar sem tekið var á móti okkur og okkur sýndur elsti torfbær landsins sem enn er í uppunalegu ástandi.. ... elsti hlutinn frá 15. öld....og yngsti um 130 ára gamall. Við skoðuðum líka kirkjuna sem reist var 1875 en staðurinn hefur verið kirkjustaður fá því um 13. hundruð ......mér fannst alveg magnað að skoða þessar minjar og hugsa til þess að torfbærinn var í notkun allt til 1946 ....ótrúlegt... skora á ykkur að skoða þennan stað næsta sumar.... nú nú við héldum þaðan að Skógum og þar skoðuðum við byggðarsafnið ...við höfum nokkrum sinnum komið þar og skoðað safnið en við höfðum aldrei skoða nýja samgöngusafni og það var aldeilis frábært .....Steini dagaði næstum uppi þarna inni ....það varð bara afturhvarf til fortíðar... en við héldum til baka og af því talað er um að virkja Urriðafoss....þá var ákveðið að stoppa þar á leiðinni ef ske kynni að hann yrði horfin næst þegar við ættum leið hjá .... stefnan var síðan tekin á Hafið blá við Óseyrarbrúna þar sem beið okkar dýrindis matur...um.um.um.........nam.... Það var ánægður hópur sem síðan snéri til Reykjavíkur um kl. 22.30 ...eitt enn það er langt síðan ég hef verið í rútuferð þar sem það hefur verið sungið eins mikið og í þessari ferð......bara frábær dagur...
Við kíktum svo á Palla og Herdís í dag ....þau eru stödd í Úthlíð og ætla að vera þar næstu vikuna ...þau buðu okkur í mat og komum við ekki til baka í bæinn fyrr en um kl. 22.00 sem sagt frábær dagur í dag líka...á leiðinni fórum við í gegnum Þingvelli og ég fékk aðeins að líta á ber á Lyngdalsheiðinni....þar var krökkt af krækiberjum.....en allt í kringum Þingvelli var fólk að tíma ber....enda veðrið frábært um 17 stiga hiti...
Mamma og Pabbi skruppu vestur í Stóra Laugardal á laugardaginn og ætla að vera í nokkra daga fyrir vestan...þau voru í berjamó í dag og fóru til berja á Bíldudal í bongó blíðu og voru bara á stuttermabol að tína ber....get alveg séð þetta fyrir mér og hefði vel getað hugsað mér að vera þar með þeim.....
Þórður kláraði að flytja um helgina og er nú komin í hverfi sem heitir Vanlöse, þar hefur hann fengið ágætis herbergi um 17 fermetra og líst bara þokkalega á sig þar. Hann kemur svo heim um jólin í frí og Tobías vinur hans ætlar að fá að kom og vera hér yfir áramótin.
Við fjölskyldan hér þ.e. ég, Steini og Ólöf erum svo að leggja land undir fót um næstu mánaðarmót en þá er ferðinni heitið til USA til skiptinemaforeldra Steina þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli og við ætlum að heimsækja þau í tilefni af því....við fórum öll þegar þau áttu gullbrúðkaup og nú á að endurtaka leikinn nema við verðum ekki eins mörg .... hlökkum bara til þess......
set inn myndi í myndaalbúm frá ferðinni...
Spakmæli dagsins: Hamingjan kemur innan frá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klökk..........
27.8.2008 | 19:27
það verður að segjast eins og er að maður verður klökkur að horfa á móttökurnar á íslensku handboltastrákunum....þetta er held ég það næsta sem ég hef séð virkilegu...Þjóðarstolti...... hjá landanum......stolti yfir því að vera íslendingur.......magnað...... Til hamingju strákar og íslendingar með þennan frábæra árangur.... og ég tek undir það með Valgeiri Guðjóns..... að "gott silfur er gulli betra" ....
"Við getum allt sem við ætlum okkur"
Dægurmál | Breytt 31.8.2008 kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veikindi...þar lá að....
23.8.2008 | 16:21
nú bregður svo við að heimasætan er veik .....og því lítið um að farið verði í bæinn af tilefni menningarnætur... hún hefur verið með hálsbólgu og hitavellu síðan á fimmtudag en er að lagast ...við tökum ekki sénsinn á að fara neitt í bæinn fyrst veðrið er svona rysjótt... fáum okkur kannski bíltúr þegar flugeldarnir byrja...sjáum til.
Skólinn var settu í gær og daman gat ekki farið á skólasetninguna....þar sem hún var lasin... en þar sem það var í hennar augum það mikilvægasta í heimi að fá stundatöfluna og vita hverjir yrðu með henni í bekk þá fór ég nú út í skóla og tók þátt í skólasetningu 10.bekkjar....ég fylgdi svo með upp í kennslustofu og hitti bekkjarfélaga og kennarann...... ég var eina foreldrið í þessum bekk en annað foreldri var í salnum í upphafi....nú þetta gekk bara vel ...var fulltrúi fyrir þrjá nemendur og tók gögn fyrir þá... ég hef ekki tekið þátt í skólasetningu í fjölda mörg ár..en það var ánægjulegt og líklega i síðasta skipti því daman líkur grunnskólagöngu í vor og þá er grunnskólakaflanum lokið hvað varða mín börn.......þá hef ég verið með börn, samfellt í 25 ár í sama grunnskólanum...Árbæjarskóla...
Þá er það hið sígilda fjölskyldan .... mamma brá sér til Danmerkur með eldri hjúkrunarfræðingum nú yfir helgina...þær eru að skoða hjúkrunarsafn í Kolling og safn Karen Blixen meðal annars... örugglega gaman hjá þeim.... það er reyndar svo mikið að gera hjá þeim og síðan hjá Þórði að það liggur við að þau nái ekki að hittast ...en þegar dagskrá beggja var skoðuð þá var laus tími eftir kl. 15.00 á sunnudeginum.... ótrúlegt hvernig hlutirnir hittist á....
Það var hjá okkur eins og virðist hafa verið í mörgum leikskólum að þau börn sem vildu og höfðu áhuga ásamt starfsfólki horfðu á Ísland sigra Spán.. það voru mikil fagnaðarlæti og klapp og ....hvatning...."Áfram Ísland" og líka var sungið ole.. ole.. ole.......ótrúlega spennandi leikur og gaman. ..
Orð dagsins: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.....en allt of margir einblýna á hurðina sem lokaðist í stað þess að sjá allar dyrnar sem opnast........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar kom að því ............
20.8.2008 | 22:26
ég hafði mig af stað út úr húsi ..... nánar tiltekið ég fór út að ganga.... ....ég fór hvorki meira né minna en stífluhringinn.... það er búið að taka mig nánast allt sumarið að koma mér af stað ...ég er búin að hafa þetta yfir mér lengi.. að nú verði ég að fara að hreyfa mig ....þó ekki væri nema að ganga 2-3 í viku.....ég veit nú ekki hvert framhaldið verður en ég er þó búin að stíga skrefiðið....og skelfing leið mér vel þegar ég var búin að þessu.... húrra fyrir mér....
Ég verð nú að segja, að fréttir vikunnar af stjórn borgarmála vekja hjá mér sorg, mér finnst ég óörugg um hvað verði næst, hvað verði um leikskólana, verða þeir einkavæddir???........það hefur nú lengi verið draumur hjá sjálfstæðismönnum...það er verið að tala um einkavæðingu sorphirðunnar... því ekki leikskólarnir næst.....þetta eru svona vangaveltu í ljósi umræðna síðustu daga mér finnst ég ekki geta treyst neinum stjórnarmanni í forystu borgarinnar .....Hver er að segja satt og hver ekki...? Þetta er í raun ömurleg staða og það er eins gott að við starfsmenn borgarinnar sjáum fljótlega einhverja festu og öryggi í stjórnarháttum á næstunni svo skapa megi gott andrúmsloft á vinnustöðum borgarinnar....því framundir þetta hefur verið gott að vinna hjá borginni.... og sérstaklega í leikskólunum....því þeim hefur verið vel stjórnað....
Ég var að tala við Þórð og mikið er að gera hjá honum nú um helgina ...tónskólinn byrjar og síðan er leiklistarhátíðin VILDSKUD nú um helgina og verður frumsýnt á föstudaginn og síðan er sýning á laugardag og sunnudag.... æfingar hafa gengið vel ..og vonast er til að því verði vel tekið....leikverkið sem hann tekur þátt í heitir... Freja...og fjallar um útigangsmann í Köben.
Ég veit ekki hvort ég var búin að segja frá því.....en Þórður er búin að fá herbergi og mun flytja um mánaðarmótin...
Svo er menningarnótt framundan og að sjálfsögðu munu 2/3 heimilisfólksins bregða sér í bæinn....... höfum gert það frá upphafi ...vonandi að veðrið leiki við okkur.......
Bros er ódýrasta gjöfin sem þú getur gefið öðrum.......
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rólegheit hér heima þó vindasamt sé á borgarheimilinu...
16.8.2008 | 19:11
mér hefur ekki verið sérlega rótt sem starfsmaður borgarinnar í gegnum allt þetta umrót sem gengið hafa yfir okkur síðasta árið, maður hefur upplifað óöryggi og ekki almennilega vitað hvað væri í gangi hverju sinn. En úr því sem komið er þá held ég að þetta sé eina færa leiðin að sjálfstæðismenn og framsókn myndi meirihluta, þó ég hefði heldur vilja sjá annan meirihluta. Vonandi mun þetta nú verða til friðs út kjörtímabilið svo komist á vinnufriður á öllum vígstöðvum borgarinnar. ...... En nóg um það....það er svo ótrúlegt.. dagarnir fljúga áfram og það er komin miður ágúst....... það eru 4 vikur síðan ég kom úr sumarfríi...ótrúlegt.
Við fjölskyldan þ.e. Steini, ég og Ólöf ákváðum að horfa á landsleikinn í dag .....en spennan var svo mikil að ég var farin að gera allt það sem ég gat til að horfa ekki.....setja í uppþvottvélin, fara í tölvuna, setja í þvottavél og hvað það sem til féll ....Steini fór inn í rúm lokaði öllum hurðum...kom fram fór aftur,.. inn í herbergi og lokað ....því hann þolir enn minni spennu en ég......Ólöf sat sem fastast og sá um hvatningu og fagnaðarlæti svo við vorum vel meðvituð um hvað var í gangi....fór eftir hljóðum, öskrum ,skömmum og fagnaðarlátum heimasætunnar...en mikið var ég fegin þegar leiknum lauk... ....það hefur reyndar verið skoðun dótturinnar að við foreldrarnir eigum að halda okkur fjarri sjónvarpinu þegar landsleikir eru ... ..því það sé okkur að kenna ef illa fer ....við séum of neikvæð ..í stað þess að hvetja liðið til dáða þegar á móti blæs...... kannski er eitthvað til í því.
Við erum svo bara í rólegheitum eins og okkur einum er lagið, heimasætunni var boðið í sumarbústað og kemur aftur á morgun svo það er alveg logn hér.......
Spakmæli: ... vertu þakklátur með það sem þú hefur en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt gott tekur jú enda......
11.8.2008 | 20:47
við skiluðum okkur heilu og höldnu heim í heiðardalinn á öðrum tímanum í nótt.......ferðin suður gekk vel því það var engin umferð ..... lögðum heldur ekki af stað fyrr en um átta leitið í gærkveldi..og þá voru hjólhýsi , fellihýsi og húsbílar farnir heim....... en eins og fólk veit þá voru fiskidagar á Dalvík.
Það var eins og ég vissi, við komumst ekki af stað norður á föstudaginn fyrr en um þrjú leitið .....það er svo ótrúlegt hvað ég er orðin lengi að koma mér af stað í ferðalög ....ég er alltaf með of mikinn farangur.... en þetta hafðist og við fórum sem leið lá norður...þegar við komum í Varmahlíð og héldum í átt til Akureyrar þá kom tilkynning um að umferðaslys hefði orðið í Öxnadalnum og umferð væri stopp þar....við mættum engum bíl alveg þar til við lentum í bílaröð í Öxnadal og þar vorum við í klukkutíma .......en það var rólegt yfir fólki og allir biður rólegir.....en röðin var löng.......fólkið í bílunum slapp víst alveg ótrúlega vel miðað við hvernig bílarnir litu út... en þegar komið var norður var orðið of seint að fara í fiskisúpu á Dalvík svo við héldum beint að Þverá þar sem sumarbústaðurinn var .........og það var sko ekki síðri fiskisúpa sem beið okkar........ Guðríður bjó til fiskisúpu í hana fór fiskmeti sem Þórður kom með af sjónum......humar, skötuselur og fleira sjáfarfang..... frábær súpa....nam ..nam..nam..
En það fór svo að Gulli og Bryndís bættust við á laugardeginum svo að við vorum þarna öll systkinin og makar og nokkur að börnunum sem sagt 14 manns. .....það var borðað....sofið...farið í pottinn....að Hrafnagili á handverksýningu.....gaman að því.....inn á Akureyri.....út á Dalvík og út í Ólafsfjörð ......en það var gaman að þessu það er ekki svo oft sem við erum öll systkinin saman með pabba og mömmu....
Ég setti nokkrar myndir úr ferðinni inn í albúm .....
Orð dagsins... uppspretta hamingjunnar er í hjarta þínu...ekki umhverfinu í kringum þig....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi vika hefur liðið hratt.....
7.8.2008 | 21:45
og næstum komin ný helgi..... við kíktum í kaffi til Þyriar og Kalla í gærkveldi ...Þyri átti afmæli og voru þarna saman komnir ættingjar og vinir á nýja heimilinu þeirra sem óðum er að taka á sig endanlega mynd .....búin að vera ærinn vinna og mörg handtökin þar......mikið var rætt um ömmubörn og nánast allir nema við Þyri...... komnir með ömmu og afa börn og kepptust við að segja frá sínum ....... .... en við Þyri eigum þetta skemmtilega bara eftir, ég óska bara öllum til hamingju með barnabörnin...
Það er allt gott að frétta af Þórði en hann er ekki enn búin að fá nýtt herbergi en hefur mánuðinn til stefnu. Hann er nú að æfa með leikhóp sem tekur þátt í leiklistarhátíð 22-24 ágúst...hátíðin ber nafniðVILDSKUD Þórður útsetur tónlist og spilar á Saxafón í leikverki sem heitir Freja....þessi sýning fjallar um útigangsfólk í Kaupmannahöfn... það er bara spennandi að takast á við nýja hluti og leiðir hugann frá leiðindum sem alltaf fylgja skilnaði. ...
Við ætlum að leggja land undir fót á morgun ....eða dekk.....og skella okkur norður í Eyjafjörð.....við þrjú systkinin ætlum að elta foreldrana okkar í sumarhús að Þverá.....og vera þar yfir helgina.....aumingja þau.... losna ekki einu sinni við liði sem komið er á fimmtugs og sextugs aldurinn..... .... stendur ekki einhversstaðar að börnin verða alltaf börnin mans hversu gömul sem þau verða ...... við trúum því alla vega ... ... en við höfum nú sannfrétt að þeim finnist þetta ekki leiðinlegt .... Við ætlum að reyna að komast af stað með fyrra fallinu.... en það verður líklega ekki fyrr en um miðjan dag að við förum ....þurfum að bíða eftir litla bróður og leifa honum að sitja í á leið norður... því hann greyið þarf að vinna og Guðríður ætlar að leggja af stað með hjólhýsið snemma á morgun......
Heilræði dagsins: Lofaðu ekki meiru en þú getur staðið við........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tóku sig upp gamlar minningar ......
3.8.2008 | 23:45
við að fara í rigningunni á tónleika í Fjölskyldu - og húsdýragarðinum í kvöld.. minningar um ófáar ferðir í Galtalæk um verslunarmannahelgina þar sem allt rigndi niður en allir .....aðallega börnin ....voru sælir og glaðir í sinni og tóku þátt í hátíðarhöldum af hjartans list....það voru aðallega við þessi eldri.... ..sem vorum ekki alveg eins hress með bleytuna og allt það vesen sem fylgdi rigningu og börnum .....en þessar ferðir lifa í minningu barnanna og það fyrnist yfir leiðinlega hlutann af því að fara í útilegu....
En það var gaman á tónleikunum í kvöld..... við mæðgur fórum saman og skemmtum okkur mjög vel.... .. þrátt fyrir að ég kæmi heim eins og hundur af sundi....þá var þetta gaman..... Stuðmenn hafa engu gleymt og ekki var nú síðra að heyra í Nýdönsk... og fögnuðurinn og gleðin var mikill hjá yngri kynslóðinni þegar Ingó og Veðurguðirnir stigu á pall......þá komu fjörug lög sem allir kunnu ásamt náttúrulega "Bahama eyjar" sem allir á svæðinu kunnu frá 0 og uppúr..... takk fyrir þessa ágætu skemmtun...
Annars hefur þessi helgi verið róleg ...kannski fullróleg.. en við höfum hvílt okkur vellllll..... en þó skruppum við í gærkveldi upp í Skorradal til Bergþóru og Jóa og þar var grillað og krakkarnir fóru í heita pottinn.. það var margt um manninn hjá þeim því Steini og Anna voru með Júlíu og Mattías Mána og síðan var frændi Önnu og hans kona ásamt litla drengnum þeirra......við komum svo til baka um kl 23 í gærkveldi.
En eins og Stuðmenn sögðu í lok dagskrár í kvöld ...no. 1. "gerið ekkert sem þið sjáið eftir seinna" og no . 2 "sjáið aldrei eftir því sem þið gerið" ekki alveg viss með þessa lífsspeki....
Dægurmál | Breytt 4.8.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)