Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sól .sól..skín á mig....

þessi síðustu dagar hafa verið yndislegir...veðrið frábært ..og lífið hefur farið í annan gír..Cool  það hefur hægst á öllu og allir glaðir og brosandi....Grin Ég hef staðið vaktina í eldhúsinu í vinnunni síðustu tvær vikurnar og er að ná bara nokkuð góðum tökum á þessu og það passar ..matráðurinn hún Árný kemur aftur í vinnu eftir helgina....Tounge  Annars hefur verið afskaplega rólegt og ljúft í leikskólanum undanfarna daga börnin sem hafa mætt hafa fengið nánast til einkaþjónustu ....Smile það hafa nefnilega ekki verið eins mörg börn í leikskólanum eins og ráð var fyrir gert...við höfum verið á bilinu 10-16 börn og 7-10 starfsmenn ... í hópi starfsmannanna eru  3 frábærir krakkar úr vinnuskóla Reykjavíkur, síðan hefur fólk verið að skila sér úr fríum.. og aðrir að hætta eða að fara í frí... ég er enn samt á því það eigi að loka leikskólunum í 1 mánuð á sumri....

Það er nú það helsta að frétta af afkomendunum að Nonni og Tedda ætla að bregða sér til eyja nú um verslunarmannahelgina..hafa fengið inni í húsi í bænum hjá einum vina sinna, annars snýst lífið hjá Teddu núna um að klára BA ritgerðina sína og Nonni býr enn á Fylkisvelli Smile sem sagt er alltaf að þjálfa.... Palli og Herdís fóru alla leið á Borgarfjörð eystri til að hlusta á tónleika um síðustu helgi og fóru víst hringinn á 3 dögum...annars eru þau bara að vinna.  Leiðir Þórðar og Isabell eru að skilja og er hann nú að leita sér að húsnæði en Isabell ætlar að halda til Kúbu í september.. Þórður ætlar sér að halda áfram í tónlistarskólanum og sjá svo hvað setur ..... Woundering hann var að byrja  í samstarfi með leikhópi sem er að setja upp sýningu í Köben og mun hann útfæra tónlistina....bara gaman að takast á við eitthvað nýtt.....Wink  Síðan er það Ólöf hún er byrjuð að taka upp tónlistina í nýju þáttaröðinni af Latabæ... tók upp 4 lög á föstudag og mánudag.... Máni hefur ekki séð hana í næstum 3 ár og er hún nú orðin stærri en hann...Grin  Ólöfu leið mjög vel að koma aftur í stúdíóið til Mána...þau virðast ná vel saman.

 Við munum vera á rólegum nótum um helgina fara kannski í bíltúra útfyrir bæinn.. jafnvel að kíkja í Húsdýragarðinn og sjá tónleikana með Stuðmönnum og Ný dönsk..annars bara rólegt.. okkur finnst það bara ágætt...Halo

Við ráðum sjálf með hvaða hugarfari við förum út í daginn...Grin


Þá er þessi ágæta helgi liðin......

Við mæðgur skelltum okkur í bíó á laugardaginn og sáum "Mamma mía" ..og hún var alveg frábært...þessa mynd ætla ég að eiga þegar hún kemur út á DVD ....pottþétt....ég átti fullt í fangi með að syngja ekki hástöfum með og missa mig ekki í dans...Grin  mæli eindregið með henni.

En ég var  vakin eldsnemma ..... eða þannig í morgun kl. 10.00Tounge og spurð að því hvort ég væri ekki til í að koma með út í Viðey!!!!!  í fyrstu leist mér nú ekki neitt sérstaklega á það og það átti að taka bátinn kl. 11.15..... en ég var vöknuð og svo hugsaði ég ...af hverju ekki... hvað annað væri ég að gera....svo ég sló til og rauk í að hafa mig til og ég var mætt á réttum tíma inní Sundahöfn.. Veðrið var náttúrulega alveg dásamlegt og ekki hægt að hugsa sér það betra .... við tókum okkur svo göngu út í þorpið í austureyjunni og gengum svo eftir gönguslóð sunnan megin til baka að Viðeyjarstofu... þar sem við fengum okkur smá að borða, við héldum svo til baka með ferjunni kl. 14.30, þá var farið að kula svolítið.... ég set hér inn nokkrar myndir frá deginum.

Grípum tækifærin þegar þau gefastSmile


Nokkuð til í þessu......

ég fæ á hverjum degi spakmæli send til mín í vinnuna gegnum netpóstinn... það er velgengni.is sem sendir þessi orð.... fyrir stuttu komu þessi orð sem gripu mig.... 

"- Allt of margt fólk eyðir peningunum sem það hefur ekki ennþá aflað, til að kaupa hluti sem það langar ekki í, til að ganga í augun á fólki sem því líkar ekki við-"

.. hvað ætli sé mikill sannleikur í þessum orðum ...Frown ætli þetta sé íslenska þjóðin í hnotskurn ????

Lítum okkur nær hamingjan býr í okkur sjálfum....Smile


Þá er lífið komið í sinn rétta farveg aftur.....

því ég og eiginmaðurinn fórum aftur af stað í vinnuna í dag... og viti menn það var bara svo gott að koma aftur til starfa....Wink  það er annars ansi fátt hjá okkur...örfá börn en afskaplega notalegt samt.... það er samt mín skoðun að leikskólinn eigi að loka í heilan mánuð yfir sumartímann.....að sumarleyfin séu þannig skipulögð að það sé fyrra og seinna tímabil... annað hvert ár og þá vita allir að hverju þeir ganga langt fram í tímann... Smile með þessu fyrirkomulagi þá verða ákveðin tímamót, allir eru að fara saman í frí og koma svo óþreyttir og hressir til baka að fríi loknu... félagar eru saman og hægt er að sinna viðhaldsvinnu í lokuninni... ég hef prufað allar útfærslur af sumarleyfislokun/opnun og það sem ég tel farsælast er að loka í 4 vikur.....Smile

Ég er að fá einkenni af  "öryggiskerfisfælni" ...... það kom þannig í ljós að þegar ég fékk afhenta lyklana af sumarhúsinu á Akureyri með þeim orðum að það væri öryggiskerfi í húsinu sem ég þyrfti að aftengja þegar ég kæmi þangað...... vitið þið ....ég fékk hnút í magann og vanlíðan og ég varð eiginlega viss um að ég gæti ekki gert þetta ....ég fékk kvíðakast..Errm  og ótrúlegt en satt þegar ég opnaði húsið og sló inn tölurnar á kerfinu .....þá gerði ég það vitlaust.... og kerfið argaði á mig...Crying og klukkan var um miðnætti....mikið skelfing varð ég miður mín....mér tókst svo að slökkva á kerfinu og ég setti það ekki á aftur á meðan ég dvaldi þarna......ég hafði slegið inn tölurnar í leikskólanum hjá mér..Halo  en það var svo skrítið að nú í lok dags þurfti ég að slá inn tölurnar í leikskólanum og mér leið bara verulega illa yfir því, var viss um að nú færi allt að öskra......ég verð Líklega að gera eitthvað í þessu Smile

Við Ólöf skruppum upp í Borarfjörð til að kíkja á útilegufólkið í Fossatúni.. það voru nokkrir úr fjölskyldunni í útilegu... við lögðum af stað  um kl. 12.00 en þegar við komum í Fossatún þá var farið að hvessa og það var spáð rigningu svo við misstum af hluta að fólkinu því það var bara búið að pakka  sama og farið...Pouty en Hafliði og Gugga voru þarna enn í fína hjólhýsinu sínu svo við settumst upp hjá þeim í kaffi og hugguleg heitum og Ólöf fór með Eyþóri og Ólöfu Þórunni út að leika og athuga með krækiber í móunum...þannig að þrátt fyrir að við hittum ekki alla sem til stóð að kíkja á þá áttum við bara alveg ágætis dag og komum heim um kl 17.00 ...Cool

Verið góð hvert við annað....Heart

 


Þá fer að líða að lokum þessa ágæta sumarleyfis.....

Við komum heim aðfararnótt miðvikudagsins...það var gott að koma heim...það er alltaf gott að koma heim hversu gaman sem það hefur verið að fara í burtu um tíma....Smile  Við byrjuðum á að fara á Kirkjubæjarklaustur á leið okkar norður á Akureyri...Wink en þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá pabba og mömmu í sumarbústað.. Steini náðið að vinda aðeins ofan af sér þessa 3 daga sem við vorum þar...  Við gerðum nú ekki mikið.... fórum í sund og keyrðum aðeins um nánasta umhverfi ....kíktum heim að Núpsstað... en að öðru leiti hvíldum við okkur....

5juli2008 001  5juli2008 003  5juli2008 016  5juli2008 026 

Við héldum af stað norður á Akureyri á föstudeginum 4.júlí... og komum við á landsmóti hestamanna á Hellu ..  við  hittum Guggu og Hafliða bróður en þau voru með fjölskylduna þar ásamt öðrum vinum.... Joyful  Þegar þarna var komið þá ákváðum við að fara norður Kjöl ..... við ókum í ágætu veðri af stað en þegar norður var komið þá keyrðum við í þoku og rigningu niður í Húnavatnssýslu... og sáum því lítið að af Auðkúluheiði og stíflusvæði Blönduvirkjunar....Frown .. við vorum nú ekkert að erfa það.... því við vorum komin í frí til að hvíla okkur ekkert endilega til að skoða alla skapaða hlutir.. við gerum það bara seinna . Grin  Það voru þreyttir ferðalangar sem komu á Akureyrir um miðnætti eftir 11 tíma ferðalag.  Við vorum búin að fá sumarbústað í Kjarnaskógi og þar héldum við okkur svo næstu vikuna...... og það má segja að við vorum í alveg fullkomnu fríi... því það var ekkert planlagt og tilviljanir og hugdettur látnar ráða ferðinni..  Grin   Þó veðurfar hafi verið nokkuð markerað af skýjum og þoku þá kom sól inn á milli og okkur tókst allavega að brenna aðeins... því pallurinn umhverfis bústaðinn var alveg frábær og við tölum nú ekki um pottinn sem var óspart notaður.....

5juli2008 038  5juli2008 042 

Við hittum ættingja, fórum inn Eyjafjörð..alveg inní botn og skoðuðum sveitina, fórum á sjóstöng á Dalvík ..sem var alveg óskaplega gaman.. síðan var aðeins kíkt í bæinn en að öðru leiti vorum við bara í rólegheitum og lásum eða gerðum það sem okkur langaði til.. Grin  Már vinur okkar kom og dvaldi hjá okkur í tvo daga og Sigrún dóttir Adda og Kristjönu var með okkur í 4 daga.

    sumarleyfi 2008 055

Að lokinni dvöl í Kjarnaskógi héldum við í Laxárvirkjun en þar vorum við í góðu yfirlæti hjá Adda og Kristjönu yfir helgina 11-14 júlí.  Það var sama sagan þar, við bara sváfum fram að hádegi og síðan var bara verið að væflast um í rólegheitum... Gulli bróðir og Bryndís komu við og heilsuðu upp á okkur en þau voru í ferð með húsbílafélaginu á þessum slóðum. Smile Við kíktum líka aðeins niður á Húsavík.  

Þegar við héldum af stað suður þá var ákveðið að fara í gegnum Ólafsfjörð og heilsa upp á Jón bróður Steina, en hann ætlaði að vera komin í Hólkot á mánudeginum 14.júlí en þegar við komum þangað þá var enginn Jón honum hafði seinkað...Tounge og yrði því ekki í firðinum fyrr en um miðnætti...Wink Á leið okkar um bæinn þá hittum við Ásgeir frænda Steina og hann  bauð okkur heim í mat. Við athuguðum með gistingu í bænum.. og fengum eitt af bjálkahúsum hótelsins... það var alveg frábært, allt til als og heitur pottur. Smile Ólöf komst aftur í feitt.... hún fékk að upplifa að veiða á bryggjunni og það var bara mokafli  af ýsu  alveg eins og á sjóstönginni á Dalvík.  Við ætluðum varla að ná henni af bryggjunni þetta var svo gaman og veðrið var líka svo fallegt.. blanka logn og miðnætursól.

En við héldum heim á þriðjudagskvöldið eftir að hafa borðað hjá Nonna mág í Hólkoti...Smileþá var kl. um 22.00 og við keyrðum í gegnum Fljót og yfir Þverárfjall á leiðinni suður.  Eftir því sem vestar dró þá birti yfir og var fjallasýn á leiðinni alveg óskaplega falleg, það var lítil umferð og því frábært að ferðast á þessum tíma.  Við vorum komin heim um kl. 02.30 um nóttina og voru við orðin nokkuð slæpt eftir ferðina og sofnuðum fljótt.   Það var því gott að koma heim og eiga þessa nokkru daga eftir af fríinu og nota þá bara í rólegheit... ég verð þó að segja að ég hefði ekkert á móti því að eiga eftir aðeins lengra  frí núna.... en ég tek bara restina seinna í vetur...... ég ætla að setja inn fleiri myndi í albúmið var að reyna að setja nokkrar inn í pistilinn en það gekk ekki nógu vel.Errm 

Gaman að vera komin aftur, njótið lífsins Halo

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband