Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sjóveik á þurru landi....

eða þannig. Ég var að fá ný gleraugu sem ég á að ganga með......svona nær og fjær gleraugu........ en ég verð að segja að við fyrstu uppsetningu líst mér ekki á blikuna. Errm Það eru svokölluð fljótandi gler sem dökkna í sól, í gleraugunum.  Mér finnst, í fyrsta lagi, ég vera með höfuðið á annarri hæð en restin af líkamanum...... skrýtin tilfinning...... síðan fer allt úr fókus ef ég lít til hliðar en læt ekki höfuðið fylgja með.... mjög óþægilegt og ef ég hreifi höfuðið og mikið þá verð ég bara sjóveik.  Sick

Ég vona að þetta eigi eftir að lagast og ég nái að nota gleraugun því annars hefur  "miklum peningum verið veðjað á rangan hest."   Ég þarf líklega að fara með þau í búðina á láta stilla þau, ég lét nefnilega afgreiða þau í fríhöfninni og bróðir minn hann Hafliði kippti þeim með sér þegar hann fór til Kanarí. 

Annars er húsmóðirin orðin hress og tók meira segja til hendi í dag....það er ekki skemmtilegasti hlutur í heimi...... ég bíð stundum eftir að hlutirnir geri sig sjálfir.... en skrýtið það gerist aldrei.. ég get alltaf treyst því að allt bíði eftir mér.  Það er eins og engin í fjölskyldunni sjái það sem ég sé.. ætli mömmur og eiginkonur hafi einhverja aðra sýn á heimilið en aðrir fjölskyldumeðlimir ......væri ágætt rannsóknarefni. Woundering

Það virðist vera eitthvað í loftinu hjá okkur mæðgum þessa dagana, ég má ekki opna munninn eða segja nokkurn hlut án þess að það sé rangtúlkað og tónhæðin fari úr böndunum og það er svo undravert að það snýst allt einhvernvegin í andhverfu sína þannig að allt verður mér að kenna.  Mér finnst þetta vont og henni finnst þetta vont svo vonandi tekst okkur að finna flöt sem báðar geta unað við, því sem betur fer höfum við nú náð að lenda málum farsællega þegar við höfum ekki verið sammála um hlutina. InLove

Mamma og pabbi hringdu í dag frá Kanarí og létu vel af sér. Það hefur verið rólegt hjá þeim eftir að allur hópurinn var farinn heim á þriðjudaginn var.. þó var haldin pönnukökuveisla í gær þar sem vinir og ættingja sem staddir eru á Kanarí, og þeir eru ansi margir, komu í kaffi og pönnsur að hætti Dodda.  Annars var allt gott að frétta af þeim og allir hressir. Joyful

Ég læt hér staðar numið í kvöld og býð öllum góða nótt.


Það virðist enginn vera undanskilin...

þegar kemur að veikindum ekki einu sinni ég.. sem verð náttúrulega aldrei veik.. en það kom að því.  Þetta byrjaði afskaplega sakleysislega eða með smá særindum öðru megin í hálsinum... ekkert annað enda var ég ekki veik eða á leið að vera veik.  En ég átti erfitt um svefn vaknaði oft og átti erfitt með að kyngja...en það var ekkert að mér ..  ég klæddi mig eins og venjuleg og ætlaði i vinnuna, en ég var mjög slæm í hálsinum og gat varla talað fyrir verkjum , svo ég ákveð hinkra og athuga hvort möguleiki væri á að komast til læknis í dag ...  nú haldið þið að ég sé husterísk að rjúka til læknis þá maður finni eitthvað til....  en þar sem ég vinn á leikskóla og flestir starfsmenn og þó nokkuð af börnum voru búin að greinast með streptococca sýkingu þá ákvað ég að tala við lækni áður en ég færi til vinnu enda hefði ég gert lítið gagn þar þó ég haldi að ég sé ómissandi.  Nú ég fór til læknisins kl. 11.00 ..heppin ég að fá tíma... og viti menn ég var með bullandi STREPTOCOCCA sýkingu...Sickog ég sem verð ekki veik.  Þrátt fyrir að ég verði ekki veik er ég búin að liggja í rúminu í allan dag og á milli þess sem ég svaf, hlustaði ég  á útvarpið sem var í ruglástandi í tilefni af hlaupársdegi.

En látum þetta gott heita í dag ég verð ábyggileg sprellfjörug á morgun eða hinn úr því ég fékk strax viðeigandi lyf til að stöðva þennann ófögnuð.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband