Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Lífið í kringum dótturina....þessa dagana

það má segja að lífið snúist nokkuð mikið í kringum dótturina enda er hún orðin ein heima með okkur foreldrunum og líkar það bara ekki svo illa.

Nú árshátíðin gekk vel  og mikil gleði með hana......minni fannst nú mamman heldur hallærisleg þegar hún fór fram á að  dóttirin ætti að vera í góðum skóm og hafa hælaskóna með í pokaShocking en viti menn það kom á daginn að það var bara skinsamleg ákvörðun því það kyngdi niður snjó á meðan dansinn dunaði.  Þessar mömmur vita nú oft hvernig best er að haga hlutunumGrin

Í dag hélt svo þemavikan áfram.. ég sem  hélt að þetta hefði tekið enda í gær.. en nei  mætt var í náttfötum í skólann í dag og það síðan notað sem afsökun fyrir því að þurfa ekki að klæða sig í dagWink  það væri nú ósköp þægilegt að vera svona afslappaður stundum. 

Handboltinn hélt áfram í kvöld og ég held að ég hafi ekki misst af nema ca. 2 leikum í vetur hjá stelpunum í 4.fl.B í Fylki. Þær eru hörku góðar og það er gaman að horfa á þær spila, það ríkir nefnilega leikgleði í hópnum...... að sjálfsögðu unnu þær í kvöld og það með 15 marka mun og átti dóttirin ekki sístan þátt í þvíJoyful 

Stelpan hefur verið að kvarta aðeins undan því að þegar hún tæki spretti í hraðaupphlaupum þá væri eins og hún springi og verði móð....við höfum velt þessu fyrir okkur, hvað þetta gæti verið, ...hvort hún borðaði ekki nóg... hún hefur verið að stækka hratt... hvort opið sem var á milli hjartahólfa væri ekki örugglega lokað eins og sagt var þegar hún var 6 ára.... en í dag kom skemmtileg athugasemd frá einum pabbanum í hópnum sem hljóðaði svona ..."það er eins og þú andir ekki í hraðaupphlaupunum"... og þetta er ekki svo galið .. hún sleppti að anda því hún var svo upptekin að rekja boltann... svo nú í kvöld lagði hún áherslu á að anda réttBlush og viti menn hún fann ekki fyrir neinuGrin 

Jæja meira verðu ekki gert á þessum ágæta degi og býð ég bara góða nótt.


Það er mikið um að vera þessa dagana...

það er nefnilega árshátíð í vændum hjá unglingnum á heimilinu, þar sem hún er stelpa þá er mikið tilstand ... ég man ekki eftir þessu hjá strákunum .. það var alltaf eitthvað svo  hreint og beint, það var varla að þeir nenntu að pæla í fötunum sem þeir ætluðu að vera í...... en dóttirin þar gegnir allt öðru máli. Það þarf kjól .. það voru keyptir 4 á Kanarí svo eitthvað er að velja úr....  það þarf skó... þurfa að passa við kjólinn, réttur litur, eyrnalokka þarf að velja og hálsmen, eitthvað er til en annað þarf að kaupa, sem betur fer eru þetta ekki mjög dýrir hlutir en það týnist til.  Síðan þarf að spekúlera og spá með vinkonunum og huga að hvernig hárið eigi að vera og ég tala nú ekki um förðunin. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona mikið mál þegar ég fór á árshátíð í gamladaga.Halo 

Það sem gerir hlutina erfiðari þessa vikuna og fer með skapið hjá móður og dóttur er að það eru þemadagar í gangi í tengslum við árshátíðarvikuna. Það var kúrekadagur á mánudag, 80´s á þriðjudag og á sjálfan árshátíðardaginn hafa bekkirnir valið sinn eigin þemaklæðnað til að klæðast yfir daginn og svo er ballið um kvöldið.

Þetta hefði  nú  verið allt í lagi ef til hefði verið eitthvað í þessum dúr á heimilinu, húsmóðirin tók  nefnilega nokkuð vel til í skápum  í vetur og lét allt sem minnti á gamla tíð í fatnaði hverfa og af þeim sökum varð ástandið á mánudagskvöldið verulega erfitt þegar ekkert fannst sem minnti á 80´s í fataskápunum.  En þegar upp var staðið og raddir höfðu hækkað og lækkað og allt komið út úr skápum, fannst lausn á málinu og allir urðu sáttir. En það verð ég að segja að grímuböll eða þemaklæðnaður hefur aldrei verið mín deild, þetta er ágætt og gaman að horfa á aðra, ef ég þarf ekki að koma nálægt þessu sjálf. Tounge

 


Þá er maður komin aftur....

eftir árs fjarveru frá bloggi, ekki að það hafi verið mikið áður, en nú tek ég upp þráðinn.  Ég brá mér til Kanaríeyja fyrir stuttu. Hvort það er aldurinn sem segir til sín, veit ég ekki en mér fannst það afskaplega notalegt og það braut upp tilveruna og skammdegið.

Ég fór "ein" eða þannig, eiginmaðurinn kom ekki með að þessu sinni. Ekki var ég nú ein að öllu leiti, foreldrar mínir, bróðir minni og hluti fjölskyldu hans voru úti ásamt móðursystur og eiginmanni og ýmsum sem ég þekkti. Ég fékk að gista í sumarhúsi sem bróðir minn var með og fór afskaplega vel um fólk þar. Hitinn var ágætur þó mér finndist svolítið kalt á kvöldin, var eitthvað kulvísari fyrstu dagana eftir að ég kom út.

Ég stoppaði ekki nema viku og þykir mér það helst til lítið og næst, þá fer ég með eiginmanninn með og verð lágmark í 2 vikur þá má eiginlega ekki vera minna ef fólk á virkilega að ná að slaka á.  En ég hafði gaman af þessari ferð, við fórum í hringferð  um eyjuna og sáum hana græna og fallega, því það hafði rignt aðeins áður en ég kom út, svo allt var í blóma og mikið af fallegum litum í náttúrunni. Við fórum líka í hellaferð og var það mjög gaman og framandi að sjá híbýli fólks sem hafði kosið sér að búa í hellum.

Mikið var gengið, meðfram ströndinni og hinar ýmsu götur ensku strandarinnar þræddar. Það var áð á nokkrum af hinum fjölmörgu  veitingastöðum sem hægt var að finna á göngu sinni um svæðið á daginn og þorsta og hungri svalað, síðan voru matsölustaðir teknir út á kvöldin. Þetta var einstaklega notalegt og rólegt líf. 

Karnivalið var í hámæli þessa viku sem ég stoppaði. Hvar sem maður fór mætti maður fólki í hinum ýmsu búningum og oftar en ekki voru það karlmenn í kveinmannsklæðum eða afskaplega fáklæddir piltar í skrautbúningum. 

                  Kanarí Febrúar 2008 056   Kanarí Febrúar 2008 150  Kanarí Febrúar 2008 124

Eftir þessa upplifun mína á Kanarí sé ég hvað það er sem dregur foreldrana og alla þessa íslendinga aftur og aftur til þessarar fallegu eyju.

Cool


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband