Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Hgleiðingar um illa meðferð á börnum....
11.2.2007 | 01:38
Hún hefur verið ofarlega í huga mér undanfarna viku öll þessi umræða um illa meðferð á drengum sem sendir voru í Breiðuvík á sjött og sjöunda áratugnum. Mér hefur verið hugsað til þeirra barna sem hafa átt undir högg sækja fyrr á árum og jafnvel í dag, íslenska þjóðin hefur farið illa með börnin sín í margar aldir. Það þótti sjálfsagt að berja börn til hlýðni, það átti að hyrta þau ef þau sýndu leti eða ómennsku. Sérstaklega var komið illa fram við börn fátækra eða börn fólks sem stóð hölum fæti í þjóðfélaginu, það þótti sjálfsagt að nýðast á þeim því sjaldan félli eplið langt frá eikinni og skildi ómenskan hirt úr börnunum. Þessu trúðu þeir sem töldust yfir þetta fólk hafið. Það var jú bullandi stéttarskipting í landinu og fólk sem ekki átti jarðir eða réði sér sjálft fékk alveg að vita af því að það átti engan rétt. Nú er ég bara að tala um fyrri hluta síðustu aldar og fram á miðja öldina. Úr þessum jarvegi erum við sprottin og líklega hefur þetta þótt enn í lagi á tíma vistheimilisnis í Breiðuvík að berja börn, þó eru þarna komnar fram raddir um að þetta sé rangt en þær náðu ekki að vera nógu sterka því við vorum líklega föst í viðjum vanans og menningarinnar í landinu að það þótti ekki tiltöku mál að níðast á börnum.
Við vorum líka með vöggustofur þar sem ekki þótti rétt að hampa börnum eða leyfa foreldrum að sjá börn sín nema einu sinni í viku og þá í gegnum gler, það skapaði líklega óróa og grát ef mömmurnar fengju að halda á börnum sínum smá stund. Á vöggustofum voru oftast börn einstæðra mæðra sem áttu fullt í fangi með að hafa í sig á og fólks sem bjó við félagslega erfið leika og einnig námsfólks. Börnin voru flest á fyrsta ári, þau voru ekki barin en þau fengu enga andlega eða tilfinningalega örvun, lágu bara í rúmum sínum í hvítu og sterilu umhverfi. Það er líklegt að margar mæður hafi alldrei borið þess bætur að hafa þurft að láta börn sín inn á þessar stofnanir, en þetta var jú talið öllum fyrir bestu þá. Ætli einhverjir af Breiðavíkurdrengjunum hafi ekki hafið sína dvöl á vistheimili einmitt á vöggustofu og hafi því ekki náð að þroska tilfinningalega og félagslega hæfni sína. Því það skipti öllu máli með þroska þessara barna hvaða atlæti og umönnun þau fengu þegar þau komu út af vöggustofunum. Sum hafa náð að spjara sig önnur ekki.
Nú skulum við skoða stöðuna í dag það er óskandi að við séum ekki að gera eitthvað í málum barna í dag sem á eftir að hitta okkur eftir 20, 30 eða 40 ár. Tímaleysið, vinnuálagið á foreldrum, þörfin fyrir að eiga allt fá allt, hömluleysið, siðblindan, fyrringin yfirganginn og frekjuna sem við erum að upplifa í dag gæti komið okkur um koll síðar og hvern ætlum við að ásaka þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)