Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Sæl frænka
og takk fyrir heimsóknina á mína síðu. Að sjálfsögðu samþykkti ég bloggvinabeiðnina. Já, ég vissi um skyldleika okkar.....er reyndar viss um að þú sért ekki búin að átta þig á hver ég er í eigin persónu ;-) en ég kannast við manninn þinn og systur hans. Í fjölmörg ár vann ég í sparisjóði..., bjó á móti mágkonu þinni í Bogahlíðinni í rúmt ár......og mamma hefur oft rifjað upp sumarið sem mæður okkar unnu saman á spítalanum á Patró. Ég er sjálf fædd 30.apríl 1957. Bestu kveðjur til þín....og þinna, Sólveig "frænka" ;-)
Sólveig Arad. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. des. 2008
Skemmtileg síða , fínar myndir
sæl Sigga og takk fyrir síðast, gaman að skoða síðuna þína og skemmtilegar myndir úr ferðinni með Stulla ,kveðja Guðbjörg
Guðbjörg Sigþórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 10. sept. 2008
húrra fyrir þér, næst er að stefna á Esjuna með mér
Já, Sigga mín það er sko gott að hreyfa sig og sérstaklega úti. gaman væri nú að fara að hittast!!!!! bið að heilsa Greta
greta garbo (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. ágú. 2008
Skil eftir mig spor
Leit inn kveðja Bryndís
Bryndís Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. ágú. 2008
Gaman að sjá pönnukökusnillinginn að störfum :)
Hæ Sigga :) má til að minnast á pönnukökusnillinginn.Ég er svo heppin að hafa smakkað þær, því hann er svo huggulegur að hafa komið með pönsurnar til okkur í Árborg til að gefa okkur.Ég verð að segja pabbi þinn bakar þær albestu pönnukökur sem ég hef smakkað.Hann fær 10 í einkunn fyrir þær ef ekki 11 hehehehe.kveðja Sigrún Hrafnsd.
Sigrún Hrafnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. júlí 2008
Flott síða
hæ Sigga þú ert alltaf jafn dugleg,gaman að sjá myndir frá Skotlandi, hefði alveg verið til í að vera með ykkur. Gaman að allt gengur vel hjá þér og þínum. Til hamingju með'Olöfu, já þær eru flottar Fylkis stelpurnar. Sara greyið sleit krossband um daginn og er að fara í aðgerð 10. júní svo sumarið fer illa hjá henni . Kveðja til allra Gréta garbo
Greta st. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. júní 2008
Gaman að rekast á gamla vinnufélaga
Góða kvöldið Sigga mín,rakst á síðuna þína og sá myndir frá skotlandi,mikið skelfing var gaman að sjá að þið eruð flestar þarna á Árborginni ennþá hef oft hugsað til ykkar og dottið í hug að kikja en ekki komið því í verk,er flutt að vestan og í Reykjanesbæ svo ekki er nú vegalengdin semheldur mér fjarri bara leti,Ástarkveðjur til ykkar´í vinnunni.Ásdís vann þarna 91-93 blog.is/jonberg
Ásdís Valdimarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. maí 2008
Kveðja frá Zagreb
Hæ hæ Hraunbær, Það er sko greinilegt að litlu frænku vantar sko stóru frænku við árshátiðarundirbúninginn......., stóru frænku þykir sko ekki leiðinlegt að spá í þessa hluti...... hjálpa bara þegar hún giftir sig þá verð ég að öllum líkindum flutt heim á klakann :). Vonandi sé ég stóru frænku, litlu frænku og Steina minn þegar ég kem heim þann 9.mars. Knús og kossar frá okkru öllum. Anna Linda
Anna Linda (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008